"...Drottinn hefur aldrei ætlað sér..."

Þegar Þrengslavegurinn var lagður fyrir rúmum 55 árum. var það gert af ýmsum ástæðum.

Vegurinn liggur 70 metrum lægra en Hellisheiði og veður eru skaplegri.

Framsýnir menn sáu fyrir sér að góð leið þyrti að liggja til framtíðarhafnar í Þorlákshöfn og í þríðja lagi var ætlunin að leggja nýjan Suðurlandsveg beint austur úr Þrengslunum yfir Forirnar til Selfoss svo að menn þyrftu ekki að sæta því að aðalleiðin austur lægi yfir heiði sem væri meira og minna ófær eða illfær á veturna.

Þetta var önnur tilraun til þess að leggja veg austur sem væri betur fær en Hellisheiðin, því að rúmum áratug fyrr hafði svonefnd Krýsuvíkurleið verið lögð og var afar umdeilt hver vel þeim peningum hefði verið varið.

Í einni af þekktustu gamanvísum þess tíma var fyrsta línan úr Lórelei sungin um Krýsuvíkurveginn:

"Ég veit ekki´af hvers konar völdum

sá vegur lagður er..."

 

Þegar Þrengslavegurinn var opnaður var séra Emil Björnsson sem þá var fréttamaður hjá útvarpinu sendur til þess að fjalla um opnunarathöfnina.

Þá kastaði samstarfsmaður hans, Baldur Pálmason, fram þessari vísu:

 

Hvers vegna í ósköpunum er

upp á heiði þessi maður dreginn ?

Drottinn hefur aldrei ætlað sér

að Emil prestur færi þrönga veginn.

 

En Emil lipur hagyrðingur og svaraði um hæl:

 

Nú verður kolakarlinn feginn

og kætist vegna nýrrar vonar:

Hann er að breikka breiða veginn

Baldurs vegna Pálmasonar.

Vísan varð að áhrínsorðum að því leyti til að rúmum tíu árum síðar var gerður hár og breiður vegur yfir Hellisheiði og í ljós kom,  að það, hve heiðin hafði oftast verið ófær vegna þess að lágur vegurinn þræddi víða lautir og varð ófær vegna þess eins.

Mátti því segja að í þeim framkvæmdum hafi menn verið að "...breikka breiða veginn  / Baldurs vegna Pálmasonar...."

 


mbl.is Hellisheiðin enn lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll.

Skil nú samt ekki alveg af hverju verið er að hamast við að opna veginn í blindhríð og döpru veðurútliti. Nær væri að loka og nota Þrengslin á meðan versta hríðin gengur yfir. Kannski yfirsést mér eitthvað í þessu en heiðinni var nú einfaldlega lokað hér áður fyrr, þegar var snjór á vetrum, á meðan ekki sást fyrir endan á fannferginu.

Sindri Karl Sigurðsson, 27.1.2012 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband