27.1.2012 | 23:57
Óviðunandi ástand. Mismunandi reglur.
Samdrátturinn í fjárframlögum til Landhelgisgæslunnar getur ekki annað en endað með stórslysi, svo sveiflukennt er ástandið óhjákvæmilega þegar þyrlurekstur er dreginn saman niður fyrir öryggismörk.
Þegar hafa komið upp aðstæður þegar engin þyrla hefur verið flugfær, og enda þótt Norðmenn hafi ekki eins strangar reglur varðandi flug á þyrlum og Íslendingar ber hins að gæta, að aðstæður verða almennt verri og hættulegri eftir því sem vestar dregur á Norður-Atlantshafinu.
Þannig setja Danir miklu strangari reglur um flug á leiðum til Grænlands en til Færeyja.
Sem dæmi má nefna flug einshreyfils flugvéla, sem ég kynntist vel í nóvember árið 2000 þegar ég fór í kvikmyndatökuflug á TF-FRÚ frá Vestfjörðum yfir að Blosserville-ströndinni á Grænlandi.
Til að fá leyfi danskra flugmálayfirvalda til þessa flugs þurfti að uppfylla eftirtalin skilyrði:
Fylgdarflugvél varð að vera með í för.
Um borð í TF-FRÚ varð að vera löggiltur gúmbjörgunarbátur
Í vélinni var að HF-sendir auk VHF sendis.
Um borð var að vera flotgalli fyrir mig.
Fjögur björgunarvesti.
Ég fékk með mér fylgdarflugvél, var í flotgallanum og öllum þessum skilyrðum var fullnægt.
Þegar komið var út á mitt Grænlandssund sást vel hvaða ástæða lá að baki þessum hörðu kröfum.
Smám saman varð sjórinn þakinn hafísi sem var raunar þess eðlis, að fyrrgreind öyrggisatriði voru í raun gagnslaus.
Ef vélin missti afl voru aðeins tveir möguleikar til nauðlendingar:
Að lendavélinn í íshraflinu, sem var á milli stærri jaka, fá þungan ísmola framan í sig í gegnum framrúðuna og dauðrotast í þann mund sem vélin styngist í sjóinn.
Þar með gulltryggt að fara rotaður eða dauður niður með vélinni þegar hún sykki.
Hinn möguleikinn var sá að reyna að lenda á einhverjum af hinum mjög svo ósléttu stóru ísjökum sem Grænlandssun var krökkt af, skauta á hálum jakanum út af honum og lenda vélinni á nefið niður í íshraflið með svipuðum afleiðingum og hefðu hlotist af því að lenda beint í því.
Bjðrgunarbátur, flotgalli, vesti, HF-stöð og fylgdarflugvél voru augljóslega gagnslaus til björgunar við þessar aðstæður og þar sem ég hefði hvort eð er sent út neyðarkall hefði viðbótarneyðarkall frá fylgdarvélinni litlu breytt.
Um borð í henni var að vísu Friðþjófur Helgason, kvikmyndatökumaður, sem hefði getað náð upplýsandi mynd af nauðlendingunni.
Íslenska auðlindalögsagan er stór og langt frá meginlandi Evrópu og í henni er mesta veðravíti á norðurhveli jarðar að vetrarlagi.
Það er að mínum dómi ekki bruðl heldur nauðsyn að setja strangari öryggiskröfur í íslensku lögsögunni en annars staðar.
Þegar Bandaríkjamenn unnu sitt stærsta björgunarafrek hér á landi í Völavík voru að sjálfsögðu tvær björgunarþyrlur sendar í samfloti austur.
Björgunargeta íslensku Landhelgisgæslunnar hefur verið skert svo mikið að það út af fyrir sig hefur skapað óviðunandi hættu á hafinu við Ísland. Þetta má ekki líðast lengur.
Verða að fljúga tvær saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En Ómar. Af hverju samrekum við ekki stóru þyrlurnar með Norðmönnum?
Þegar þeir gera ný innkaup, þá kaupum við 2-3 samskonar. Fáum svo lánað úr pottinum
þegar viðhalds er þörf.
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 11:29
Sæll Ómar.
Ef hægt er að eyða milljarðatugum í að tryggja rekstur fjármálastofnanna, því er ekki hægt að tryggja rekstur Landhelgisgæslunnar?
Hvoru er mikilvægara að bjarga, peningum lánastofnanna eða mannslífum?
Kannski er þetta barnalega spurt en........
Maður spyr sig!
Hjalti Tómasson, 28.1.2012 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.