Allir kostir erfiðir.

Sýrlenska þjóðin stendur frammi fyrir kostum í þjóðlífi sínu sem allir eru slæmir.

Ef Arababandalagið gefst upp á því að reyna að hafa eftirlit í landinu fá núverandi valdhafar enn betra tækifæri en áður til að láta sverfa til stáls af fullum krafti og berja niður uppreisnina með miskunnarlausu hervaldi og kæfa hana í blóði.

Enn meiri blóðsúthellingar munu hugsanlega verða ef uppreisnarmenn reynast það sterkir að sams konar borgarastyrjöld verði í landinu og varð í Líbíu.

Samt er sá kostur líklega illskárri en hinn fyrri því að afleiðingar þess að harðstjórn af verstu gerð haldi velli í Sýrlandi munu þegar til lengri tíma er litið verra verri en ef harðstjórnin fellur, þótt það kosti miklar mannfórnir.

Því miður virðist þriðji og skásti kosturinn, að Assad víki til hliðar og reynt verði að koma á umbótum, fjarlægjast og þar með von um betri stjórnarhætti og umbætur í landinu.


mbl.is Hætta störfum í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

NATO, Svíar og Arabaríkin verða að koma sýrlensku þjóðinni til hjálpar, með hervaldi.

Það eru eini kosturinn í myndinni. Gefa skít í stuðning Rússa við Assad. Auðvitað verður það að gerast undir stjórn US, þeir einir hafa getu til þess, tæki og tól.

Það eru skelfilegir hlutir að gerast í Sýrlandi. "Remember Hamas massacre!" 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 16:20

2 identicon

Edit. Hama massacre.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 17:14

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Fólk sem berst fyrir lýðræðisumbótum á stöðum eins og Sýrlandi núna á ekki sjö dagana sæla: jafnvel þó að svo ólíklega fari að það næði fram kosningum, sem mun ekki gerast þarna í bráð, þá ná strangtrúaðir múslimar kosningu eins og annars staðar í Arabíska vorinu. Lýðræði á ekki upp á pallborðið þar.

Svo er hitt, að fyrst að Kínverjar og Rússar fylgja Assad (sem lætur þá fá ódýra olíu,) þá hefur fólkið ekkert að segja: Mið- Austurlönd eru og verða bitbein stórveldanna.

Ívar Pálsson, 28.1.2012 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband