Sofið á verðinum hér á landi.

Ég hef áður bloggað um það hvernig á sínum tíma var stungið undir stól skýrslu um þær náttúruhamfarir sem gætu rofið síma-rafmagns- og vegasamband við Reykavík en í staðinn æfð viðbrögð við svipuðum hamförum sunnan Hafnarfjarðar af því að þar var ekki eins mikið í húfi !

En það er sofið á verðinum á fleiri sviðum. Ísland er sá hluti Reykjaneshryggjarins, sem stendur upp úr sjónum og landið okkar er aðeins lítill hluti þessa eldvirka svæðis þar sem geta orðið hamfarir í formi Tsunami- flóðbylgna sem jarðskjálftar eða eldsumbrot gætu valdið, en slíkar bylgjur geta borist þúsundir kílómetra.

Einnig geta komið hrun úr miklum standbjörgum og bröttum fjöllum á Íslandsströndum .

Eldfjöll á borð við Snæfellsjökul, Heklu og Öræfajökul gætu átt það til að sundrast í stórum sprengigosum og senda svipuð eitruð öskuský á ógnar hraða niður hlíðar sínar og drápu 30 þúsund manns í bænum Saint Pierre á eyjunni Martinique, en aðeins einn komst lífs af, fangi sem var í djúpri fangageymslu.

Ekki er mér kunnugt um viðbragðsáætlanir við neinu af ofantöldu.

Brýn nauðsyn er á að búa til flóttaleið úr Landeyjum vestur yfir Hólmsá með því að setja brú á ána á hentugu brúarstæði til að tryggja brottflutning þeirra sem annars lenda undir flóðbylgju, sem komið getur úr gosi í vestanverðum Mýrdalsjökli, en hamfaraflóð fyrir 1500 árum eyddi öllu sem fyrir varð á sléttlendinu og sópaði meira að segja skógi í burtu eins og eldspýtum eins og sjá má í svonefndra Drumbabót fyrir austan Hvolsvöll.

Í þessum málum ríkir kæruleysi sem kemur fram í hugsuninni: Þetta kemur ekki fyrir meðan við erum á lífi.

Sams konar kæruleysi réð ríkjum 23. janúar 1973 og raunar líka fyrir gosið í Surtsey. Öllum var kennt að Helgafell í Vestmannaeyjum væri "útbrunnið" eldfjall og engar líkur á gosi þar.

Annað kom í ljós.


mbl.is Jarðskjálfti í Kyrrahafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ómar! það þíðir ekkert að vera að spá í einhverjar framkvæmdir eða undirbúning! Öll tækin okkar eru farin út til Belgíu og Þýskalands og andvirðið komið í banka á Tortola. Gröfurnar og bílarnir voru teknir undan mönnum í vinnunni og það þó búið væri að borga þrefallt kaupverð. Væri nær að skipuleggja  flóttaferðir til Noregs í staðinn.

Eyjólfur Jónsson, 28.1.2012 kl. 20:51

2 identicon

Ef brúuð yrði Hólsá rétt neðan við Ármót og með stefnu á Odda, þá er vegalengdin ekki nema 1.7 km, og brúarhafið yrði ekki nema um 50 m.

Bændur eru búnir að hemja Þverána með varnargörðum, og eru þeir líkast til meiri framkvæmd en vegur þessi yrði. Sjálfur er ég nú búinn að leggja heilsársveg upp á 1.5 km.

Það var verið að ýta á eftir þessu fyrir nokkrum árum, þar sem að til var fleki í brúna, en þessu var stungið undir stól.

Þetta er sem sagt ekki stór framkvæmd, og örstutt í tæki og mannskap.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 21:27

3 identicon

Umrætt hamfaraflóð úr vestanverðum Mýrdalsjökli virðist ekki hafa „sópað skógi í burtu eins og eldspýtum“ heldur virðist sem trén hafi staðið af sér flóðið og mjög hægt á straumhraðanum (sem sést af því að setið í Drumbabót er mun fíngerðara en það sem myndaðist í sama flóði á skóglausu svæði sunnar). Trén sem þarna uxu drápust síðar sama ár vegna þess að grunnvatnsstaðan hækkaði í kjölfar flóðsins og drekkti trjánum. Kannski væri vörn í því fólgin að rækta skóg á víðfeðmu svæði á Markarfljótsaurum til þess að verja byggðina sunnan og vestan auranna?

Aðalsteinn Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 00:34

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á landi hættan mörg,
í hausinn fáum Látrabjörg,
Ómar hann fer undir hraun,
eflist þó við hverja raun.

Þorsteinn Briem, 29.1.2012 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband