29.1.2012 | 15:24
Vantaði herslumuninn.
Þegar skoðað er hvaða lið hafa komist í efstu sætin á EM sést að Íslendinga vantaði aðeins herslumuninn til að blanda sér í toppbaráttuna.
Við töpuðum yfirleitt naumlega fyrir þeim landsliðum sem stóðu því næst að komast í undanúrslit.
Líklega varð það okkur að falli að það var ekki fyrr en of seint sem efnilegum og góðum leikmönnum okkar var gefið tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, en auðvitað verður mannfæð ævinlega erfiður ljár í þúfu hjá örþjóð eins og okkur.
Við getum þvi verið sæmilega stolt af strákunum okkar og fengum einn þeirra valinn í úrvalshlið mótsins.
Króatar unnu bronsið á EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skyldu Serbar lumbra á danskinum - ef þeir tapa?
Íslendingur (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 16:32
Alltaf nálægt erum því,
all'að tak'í bakarí,
en ekki tekst það útaf'ðí,
að Ómar vantar liðið í.
Þorsteinn Briem, 29.1.2012 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.