Kaldara þar - blíðara hér ?

Undanfarna daga hefur mátt sjá hvernig árlegur kuldapollur, sem er kenndur við Síberíu, hefur dúkkað upp vestar á meginlandi Evrasíu og smám saman teygt sig suður yfir Mið-og Austur-Evrópu.

Þetta þýðir að lægðirnar á Norður-Atlantshafi komast ekki eins langt austur á bóginn og ella, og þar með aukast líkurnar á því að hlýtt loft streymi til okkar úr suðri þegar þær fara leið sína norður með Grænlandi, jafnvel þótt þær dragi á eftir sér svalt éljaloft.

Best af öllu væri ef Rússlandshæðin sú arna pressaði sig enn lengra vestur eða að hæð myndaðist yfir Vestur-Evrópu sem beindi til okkar samfelldum hlýindum.


mbl.is Kuldaboli bítur fast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband