Sumarhlýindin hafa vegið þyngra.

Spurningunni um það hvort vegi þyngra, hlýrri vor, sumur, og haust eða aukin snjókoma á veturna, hefur verið svarað á undanförnum árum í Noregi.

Þegar hlýindaskeiðið, sem nú ríkir, hófst fyrir alvöru fyrir rúmum áratug, óx úrkoma í Noregi og það snjóaði mun meira á á veturna á hálendi Noregs þar sem vetrarhitinn er undir frostmarki en árin þar á undan.

Þetta var mjög áberandi á víðlendum heiðum eins og Harðangursheiði og í Jötunheimum.

En þrátt fyrir þetta halda helstu norsku jöklarnir, Folgefonn, Harðangursjökull, Jóstedalsjökull og Svartisen, áfram að minnka eins og aðrir jöklar á jörðinni.

Ástæðan er hærri lofthiti. Það vorar fyrr, sumarið er hlýtt og veturinn gengur seinna í garð.

Jafnvel mestu snjóamánuðir eins og nýliðinn janúar hér á landi, geta verið hlýrri en í meðalári.  


mbl.is Snjórinn góður fyrir jöklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það má finna einstaka jökla sem eru að stækka og það má sjálfsagt finna einstök ár þar sem jöklar stækka staðbundið. En leitnin yfir heildina er bara á einn veg á síðustu árum og áratugum á heimsvísu, þ.e. jöklar minnka, sjá t.d. Helstu sönnunargögn á loftslag.is, þar sem sjá má eftirfarandi graf varðandi afkomu jökla á heimsvísu síðustu áratugi:

 Hnattræn breyting á þykkt jökla frá 1961-2005 (mynd frá NSIDC).

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.2.2012 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband