Stefnir í rétta átt en gengur samt svo grátlega seint.

Tuttugu ár eru síðan blaðamaður frá ensku dagblaði dvaldi á Íslandi yfir jólin og skrifaði mikla og áberandi lofgrein um dvöl sína, land og þjóð, í blað sitt.

Stórkostlegast í ferðinni fannst honum að upplifa fyrirbæri, sem hann hafði aldrei kynnst áður, íslenska skafrenninginn.

Viðtalið vakti meiri meðaumkun hjá okkur en að það hringdi nokkrum bjöllum. Sá var skrýtinn, þessi.

Í ferðalagi til suðvesturhluta Írlands komst ég að því að Írar lokka til sín ferðafólk frá Miðjarðarhafslöndum, sem er orðið dauðleitt á sól og hita og vill upplifa hressandi saltrokið frá Atlantshafinu á vesturströnd Írlands.

Ég flutti um þetta sjónvarpsfrétt hér heima og aftur urðu viðbrögðin svipuð, hvað þetta væri vitlaust og asnalegt að einhverjir létu sér mikið finnast um saltrok, sem gerði það að verkum að öll tré á ströndinni voru lauflaus sjávarmegin.

Áfram var keyrt á það að útlendingar vildu helst koma til Íslands til að upplifa heiðskírt og hlýtt veður í Hallormsstaðaskógi, þeir hinir sömu útlendingar og lifa og hrærast í landslagi með skóga sem sem eru þúsund sinnum stærri en Hallormsstaðaskógur.

Ég hef áður margsagt frá því hvernig ferðaþjónustan í Lapplandi hefur markaðssett Lappland þannig að þangað, í lengri ferð en til Íslands, koma fleiri að vetrarlagi en allt árið til Íslands, til að upplifa kulda, þögn, myrkur og ósnortna náttúru.

Þetta virðast vera þyrnar í augum margra, svo sem þess manns sem skrifar jafnvel greinar í tvö dagblöð á sama deginum til að boða það að það þurfi virkjanir sem eyða kulda, rjúfa þögn, kveikja rafljós og eyðileggja ósnornta náttúru til þess að fá ferðamenn til Íslands.


mbl.is Ferðamönnum fjölgar um 17,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ingimarsson

Sæll Ómar.

Alveg hjartanlega sammála þér. Landið okkar með sínu óútreiknanlega veðri er okkar dýrmætasta eign. Ef við lítum vel eftir því mun það líta vel eftir okkur. Við eigum alveg stórkostleg tækifæri í ferðamennsku - ekki bara um sumartímann heldur allt árið um kring.

Ég man alltaf eftir því þegar ég fór í til Kýpur og lenti þar á spjalli við leigubílstjóra; þegar hann vissi að ég kom frá Íslandi sagði hann. "That must feel like living in heaven - not this heat all the time" eða "það hlýtur að vera eins og að búa í himnaríki - ekki þessi hiti alltaf". Þar var 32 gráður á Kýpur þennan  dag og mér fannst það frábært.

Yfirleitt vilja menn það sem þeir hafa ekki og við eigum fullt af hlutum sem aðrir eiga ekki en sækjast í - ÍSLAND með öllu sem það hefur upp á að bjóða, kulda, þögn, myrkur og ósnorta náttúru. Auglýsum það.

Bestu kveðjur,

Ívar

Ívar Ingimarsson, 3.2.2012 kl. 15:28

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Reykjanesviti og hafaldan. Vindasamt nes og stórbrotnir klettar, en engar fastar ferðir út á þennan frábæra útsýnisstað. Sagt er að Vigfús Grænlandsfari og vitavörður hafi farið frá Reykjanesvita eftir að hafa verið búinn að fá nóg af erfiðleikum og jarðskjálftum. Þarna eru háir klettar og brim sem ber sjávarlöðrið hátt á land. Eitt af undrum Íslands?

Sigurður Antonsson, 3.2.2012 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband