6.2.2012 | 21:42
Skrímslið nýtur sín og vekur klígju.
Miklar deilur eru um það í Noregi hvort gera eigi skrímslinu Anders Behring Breivik það til geðs að lofa honum að baða sig í ljósum fjölmiðla, gefa fasistakveðju, brosa breitt og breiða út áróður sinn á eins áberandi hátt og unnt er að gera með aðstoð sjónvarps, útvarps, ljósmynda og blaða.
Hugurinn leitar aftur til ársins 1946 þegar ljósvakafjölmiðlun var aðeins brot af því sem hún er nú, en samt birtust fréttamyndir af Göring, Ribbentrop, Keitel, Hess, Speer og öðrum handlöngurum Adolfs Hitlers þar sem þeir voru leiddir í réttarsal í Nurnbergréttarhöldunum og héldu uppi vörnum fyrir sig.
Þá myndbirtingu og umfjöllun tel ég hafa verið réttmæta í grundvallaratriðum, enda var þar hvorki ofgert né vangert.
Myndbirtingin af Breivik var höfð hæfilega knöpp en þó upplýsti hún betur um þennan hroðalega brjálæðing en flest annað sem sést hefur.
Viðurstyggilegt brosið, handakveðjan og forherðingin olli klígju, - manni varð óglatt í meira mæli en ég minnist mér hafi orðið lengi.
Breivik krefst lausnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.