Stundin - staðurinn, stjarna fædd ! Til hamingju !

Við félagarnir, Óskar Einarsson og ég, deildum sérstakri ánægju okkar rétt í þessu í símtali yfir því að hún Greta okkar Salóme Stefánsdóttir færi til Bakú fyrir hönd þjóðarinnar.

Ástæðan fyrir því að við samgleðjumst henni svona innilega er sú að Greta naut tónlistarlegrar handleiðslu Óskars frá fjórtán ára aldri og hefur unnið með honum síðan, - og þegar ég sneri mér til Óskars til þess að útsetja fyrir mig fiðluleikskafla í laginu "Stundin - staðurinn", sem var í úrslitakeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins 2006, mælti Óskar eindregið með því að Greta léki á fiðluna, þá aðeins 17 ára ef ég man rétt. ´

Í fyrsta myndskeiði lagsins og upphafi þess sást þessi yndislegi listamaður leika innganginn og þar með stimpla sig inn í fyrsta sinn inn í þessa keppni.

Hún stóð sig afburða vel, það var augljóst hvílík hæfileika listakona var þarna á ferð sem aðeins biði eftir því að springa endanlega út, - þetta væri aðeins spurning um hvenær upp rynni stóra "stundin - staðurinn" og að hún yrði stór stjarna hér.

Erlendis er oft sagt: "A star is born", - stjarna er fædd.

Það á svo sannarlega við um Gretu Salóme.  Ég er sannfærður um að hún á eftir að verða einhver allra besti fulltrúi, sem íslenska þjóðin hefur sent í úrslitakeppni Evróvision.

Innilega til hamingju, mín elskulega Greta Salóme!  Nú var það og verður svo sannarlega aftur "stundin - staðurinn hjá þér !


mbl.is Jónsi og Greta til Bakú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek fyllilega undir með þér.  Flottara gat þetta ekki verið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 23:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flottur listamaður. Ég kaus hitt lagið hennar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2012 kl. 23:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnar þú hefur sem sagt hrifist af fallegum og sexý konum

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 23:37

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2012 kl. 04:36

5 identicon

Þarna er sko sannarlega stjarna fædd, frábær fluttningur á svo mjög mögnuðu lagi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 07:32

6 identicon

Ek valdi nú Hrútspungana, við hverju bjuggust þið.

En hún er flott með fiðluna. Svolítið í Rybek stíl.

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 09:13

7 identicon

Ég er ekki hrifinn af Austur-Evrópskum lögum, og valdi því ekki þetta lag. Ég vil hafa þau íslensk.

Nói (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 12:51

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst nú meiri skyldleiki við Írlandi en A-Evrópu í þessu lagi

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2012 kl. 13:04

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jónsi sagðist finna grísk áhrif í laginu, svo ef til vill er þetta bara alþjóðlegt lag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2012 kl. 13:07

10 identicon

Já ég held að íslenska lagið vinni,

ég held það hafi nokkra afskerandi þætti sem maður hefur ekki séð í úróvisjón áður, t.d.

1) söng, og fiðluleik til skiptis   ( frábærir taktar og mun koma vel á óvart )

2) að skipta harmasöngnum á milli karls og konu,

3)  að enda lagið með stighækkandi útréttum lófum

(oft er eitthvað stig hækkandi eða lækkandi í látbragði í lok úróvísjón lags, en þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona útfærslu, ég fékk gæsahúð.)

Jonsi (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 13:28

11 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gréta Salóme og Jónsi voru flott og áttu skilið að vinna. Ég sé reyndar svolítið eftir Hrútspungunum, þeir voru svo rammíslenskir að það var varla hægt að toppa.

Úrsúla Jünemann, 12.2.2012 kl. 13:46

12 identicon

Hún heitir Greta, ekki Gréta :)

Kona (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 13:52

13 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

No 10: Hvað! Ekki séð áður söng og fiðluleik til skiptis? Þú hefur ekki fylgst vel með. Manstu ekkert eftir Alexander Rybak?

Magnús Óskar Ingvarsson, 12.2.2012 kl. 14:03

14 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Stórkostleg stúlka og Jónsi ekki síðri

Ragna Birgisdóttir, 12.2.2012 kl. 14:27

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rybak spilaði reyndar á fiðlu, en ekki með þvílíkum snilldarbrag og Greta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2012 kl. 15:08

16 identicon

Mói! Ég held að Jonsi hafi verið að gera grín að laginu; allt sem hann nefnir eru gamlar lummur.  Ég held það.  Og það held ég nú.  Jamm.

Veruleg eftirsjá að hrútspungunum.  Og það jafnvel þótt pabbi Gretu væri í sveit heima hjá mér um áraraðir.  Hins vegar var þjóðlegt að sjá upphlutinn sem hún var í.  Kannski kemur það í staðinn fyrir lopapeisurnar.

Tobbi (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 15:47

17 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=fDij2KvJ5SE

Stolið lag (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 22:28

18 identicon

Voðalega er gaman að koma hér og vera ykkur ekki sammála; Keppnin var ömurleg í alla staði, ekkert lag sem heillaði mig; Meðalmennskan og lægra sveif yfir vörnunum; Enginn mun muna neitt af þessum lögum.. nema kannski höfundarnir, þó efast ég um það, lögin voru svo auðgleymanleg

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 10:52

19 identicon

Tek undir með henni Ursulu, það var virkilega gaman af Hrútspungunum en mér fannst samt sem áður lagið hennar Gretu best  og flutningur þeirra Gretu og Jónsa alveg með ágætum og fiðlukaflarnir alveg  stórkostlegir sem og klæðnaður þeirra mjög þjóðlegur.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 22:33

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Rafn, bæði með Hrútspungana og Gretu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband