15.2.2012 | 13:15
Gildi ferðaþjónustunnar fyrir krónuna.
Komið hefur fram í fréttum að íslenska krónan eigi eftir að halda áfram að veiklast fram á sumar en að þá muni straumur erlendra ferðamanna til landsins, sem komi með erlendan gjaldeyri inn í þjóðarbúið valda því að hún styrkist á ný.
Gildi ferðaþjónustunnar fyrir íslenska þjóðarbúið er því ótvírætt og ekki spillir að gagnstætt við stóriðjuna er virðisaukinn hennar og sjávarútvegsins inn í þjóðarbúið tvisvar til þrisvar sinnum meiri og hvert starf sem ferðaþjónustan skapar margfalt ódýrara.
Bjartsýni í ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru góðar fréttir.
Ég vona að landið geti tekið við öllum þessum ferðamönnum.
Það þarf að hlúa betur að landinu og gera það klárt fyrir ferðamennina.
Sjálfbær ferðaiðnaður er framtíðin og þyrfti að innleiða af miklu meiri krafti og það samtaka krafti alls iðnaðarins.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 13:39
Ómar, reyndu að sannfæra Pétur Blöndal um gildi ferðaþjónustunnar fyrir ALLT landið, einnig fyrir landsbyggðina. Hann hefur talað fremur niður til atvinnugreinarinnar.
Nú vill hann virkja og virkja, "fyrir komadi kynslóðir".
Fé án hirðis, vatnsfall án virkjunar!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 13:51
Ferðaþjónustan hefur þá sérstöðu meðal útflutningsgreina, að vera gert að selja Íslenskan virðisaukaskatt inn á heimsmarkað, á meðan útflutningur á áli, fiski, iðnvarningi og hugverkum skilar ekki krónu!
Þessi skattheimta umfram aðrar útflutningsgreinar nemur uþb 1/10 af veltu annara en flug og skipafélaga sem eru undanþegin vsk.
Allur útlagður vsk annara útflutningsgreina fæst endurgreiddur frá ríkinu.
Mikið væri gaman ef útgerðin og stóriðjufyrirtækin greiddu einnig tíund af brúttótekjum til ríkisins.
sigurður sunnanvindur (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 22:51
Það er VSK á gistingu, en ekki dugði það Steingrími, heldur þurfti að setja upp gistináttaskatt oná.
En rétt er, - á öllu því sem útlenskir ferðamenn kaupa hér er VSK, og þó að hægt sé að fá endurgreitt fyrir vöru, þá er það hverfandi partur sem fer þá leiðina.
Líkast til er ferðaþjónustan það sem skilar hæstum tekjum til ríkisins þegar upp er staðið.
Stuðningur við greinina er hins vegar lítill sem enginn.
Jón Logi (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.