Ég lifði af því ég byrjaði aldrei.

Rétt eins og Linda Pétursdóttir segir að líf sitt hafi ekki byrjað fyrr en hún hætti að drekka get ég sagt að ég hefði ekki lifað nema vegna þess að ég byrjaði aldrei á því, það vel gerði ég mér grein fyrir áhættunni þegar ég ákvað að taka hana ekki.

Ég hef nógu oft verið heppinn í lífinu ódrukkin til að sjá, að ég hefði alveg farið með mig langt um aldur fram ef ég hefði ekki tekið þessa ákvörðun.

Þar að auki tímdi ég ekki að eyða jafn stórum hlutum ævi minnar í að vera þunnur með timburmenn og ófær um marga hluti.

Og ég get tekið undir það með Lindu, að miðað við það hvað lífið getur gefið manni mikið ódrukknum, á ég erfitt með að ímynda mér að að það geti gefið mér meira drukknum.

Ég sætti mig ekki aðeins við að vera edrú, - ég nýt þess.


mbl.is Lífið hófst þegar ég hætti að drekka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dálítið íslenskt. 

Ýmist í ökkla eða eyra.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 19:21

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tala bara fyrir sjálfan mig og þetta er mitt mat.

Ómar Ragnarsson, 17.2.2012 kl. 20:10

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Tíhíhí...!

Þú átt allt eftir, maður... Vaxa úr grasi, fá hár á brjóstkassann (vegna drykkju sterkra áfengradrykkja) eða var það á skallann...? Ákveða hvað þú ætlar að starfa við þegar þú verður stór/fullorðinn o.sv.fr...

Þú ert bara heppinn...!

Jæja... En ég get sagt þér eitt... Þú missir af litlu ef þú sleppir því að verða einn af þeim sem ég hef náð að hella fullann...

Ég hef unnið við veitingamennsku síðan ég var unglingur og fyllerí er bara eitthvað sem ég vona að sem flestir nái að sleppa við á sínu lífsskeiði... Því áfengi er vandmeðfarið eitur og fyrir fæsta að meðhöndla...!

Sævar Óli Helgason, 17.2.2012 kl. 20:19

4 identicon

Fyrir marga hefði eftirá séð verið betra að taka sömu ákvörðun og Ómar, að byrja aldrei. Allir hafa fulla stjórn áður en þeir taka fyrsta sopann, en sorglega margir missa alla stjórn strax þar, við fyrsta glas.

Ég tók þá ákvörðun sem unglingur að lifa lífinu með fulla meðvitund og hef aldrei séð eftir því.

Dagný (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband