17.2.2012 | 20:33
Þveröfugt.
Samorka vitnar í ástand umhverfismála á Norðurlöndum en gagnrýnir jafnframt að auðlindarannsóknir og auðlindastýring skuli verða á forræði Umhverfisráðuneytisins og telur að í umhverfis- og náttúruverndarmálum séu Íslendingar á undan Norðurlöndunum.
Ég ráðlegg Samorkumönnum að fara inn á vef Framtíðarlandins og lesa sér til um aðdraganda hinnar íslensku rammaáætlunar um verndun og nýtingu.
Íslendingar drógu lappirnar í meira en tíu ár að setja rammáætlun í gang, og gerðu þveröfugt við Norðmenn, létu iðnaðarráðuneytinu hana eftir þar sem umhverfsráðuneytið var eins og fótaþurrka í mörg ár, enda búið að vera líkast deild í iðnaðarráðuneytinu alla tíð.
Í Noregi var þetta öfugt. Rammaáætlunin þar heyrði undir umhverfisráðuneytið sem vann vinnuna í samráði við iðnaðarráðuneytið.
Þar sést glögglega að í þessum málum hafa Íslendingar verið allt að tuttugu árum á eftir Norðurlöndunum og að gagnstætt því að við höfum farið vel með náttúruverðmæti okkar höfum við afrekað það að virkja með margfalt meiri óafturkræfum neikvæðum umhverfisáhrifum en nokkur önnur Norðurlandaþjóð.
Þeir Norðmenn, sem best þekktu til mestu átaka þar í landi vegna virkjana, um Altavirkjuna, töldu að hún hefði verið smámunir miðað við Kárahnjúkavirkjun, sem er ein af um 25 virkjunum með umtalsverðum umhverfisáhrifum hér á landi, sem aldrei eru taldar með þegar menn ætla sér að að fara að skipta virkjankostum upp í flokka.
Rammaáætlun í ógegnsæju ferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sasmorka er samráðsvetvangur orku og veitufyrirtækja sem öll eru í opinberi eigu að undanskildri HS-Orku.
Svo virðist að orkufyrirtækin noti Samorkuhattinn til að setja fram skoðanir sem þau veigra sér við að gera undir eigin nafni.
sigurður sunnanvindur (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 22:28
Samorka gagnrýnir að auðlindarannsóknir og auðlindastýring séu undir umhverfisráðuneytinu, ekki að rammaáætlunin sér þar. Samorka gagnrýnir einnig að ferlið sé komið í ógagnsætt ferli í reykfylltum bakherbergjum vinstriflokkanna.
Þessi ríkisstjórn er að klúðra þessu máli eins og öðrum sem hún kemur nálægt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.2.2012 kl. 22:35
Alltaf fyndið að vitna í Norðmenn og umhverfisvernd.
Það finst ekki samfélag á jarðarkringlunni sem hagnast jafn mikið af útblæstri jarðeldsneytis en einmitt Norðmenn.
Og þar fyrir utan komu þeir samfélagi sínu í nútímalegt form með mestu raforkuvinnslu heimsins svo að segja. Hver er saga Norsk Hydro?
Norðmenn sanna að það þarf raunveruleg verðmæti búin til með orku og hugviti til að skapa gott umhverfi.
...Enda byrjaðir að setja Jan Mayen olíuna í umhverfismat og undirbúning fyrir boranir.
Hvar er umhverfisráðuneytið íslenska í því efni?
jonasgeir (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.