Stormasamt út yfir gröf og dauða.

Samband sumra virðist vera þannig að jafnvel þótt dauðinn hafi aðskilið deilendur, nær misklíðin út yfir gröf og dauða.

Þegar bók kom út um Hannes Hafstein hér um árið olli hún miklu deilum, svo miklum, að haldinn var mikill opinber hitafundur um hana í Sigtúni við Austurvöll þar sem nú er Nasa.

Þar hitnaði svo í kolunum að undir lokin flugu illskeyttar ásakanir og ávirðingar úr ræðustóli um löngu látna menn.

Mikið þarf til að upp úr sjóði við jarðarfarir en við eina jarðarför fyrir margt löngu gerðist það að þegar nokkuð var liðið á jarðarförina ætlaði dóttir þess sem verið var að jarða að standa upp og rjúka út í fússi á viðkvæmu augnabliki.  

Með harðfylgni og lagni tókst að halda viðkomandi niðri pikkfastri og urðu ekki nema örfáir nærstaddir kirkjugestir varir við þetta, sem betur fór, því að afar leiðinlegt hefði verið hugsanlega uppnám, ef hin snöggreiða manneskja hefði gert uppistand við athöfnina.

Þeir sem héldu henni niðri vissu að hún hafði mikið skap og gat rokið upp eins og stormsveipur ef því var að skipta vissu einnig að hún myndi sjá að sér, sem hún og gerði.

En að baki þessu lá að vísu langvarandi ósætti og undir niðri mikil langrækni, sem braust skyndilega út.

Merkilegt er að stundum er svona langrækni miklu heiftarlegri þegar heilar þjóðir eiga í hlut eins og sást vel í Balkanófriðnum undir lok síðustu aldar þegar verið var að hefna misgjörða allt að sex aldir aftur í tímann.

Og til eru dæmi um það að hefndarhugur í garð Gyðinga er réttlætur með því að Gyðingar hafi látið lífláta Krist.

Í öðrum tilfellum er hálfkæringur á ferð.

Þegar karlakór einn íslenskur varð fyrstur íslenskra kóra til að fara í söngferðalag til Tyrklands höfðu gárungar það á orði að nú væri Tyrkjaránsins hefnt.

Sem var reyndar tómt bull, því það voru ekki Tyrkir sem stóðu fyrir Tyrkjaráninu heldur sjóræningar frá Alsír.

En nafnið á Tyrkjaráninu var kannski til komið af langvarandi hatri á þeim þegar þeir réðu yfir stórum hluta Balkanskaga.  

Og   


mbl.is Brown stormaði út úr kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Að því er ég best veit komu sjóræningjarnir í Tyrkjaráninu frá stað sem nú er í Marokkó en tilheyrði þá Alsír. Ætli Marokkó hafi nokkuð verið til þá.

Sigurður M Grétarsson, 19.2.2012 kl. 06:30

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Allþekkt er saga sögð af því þegar Hannes Hafstein kom úr jarðarför Skúla Thoroddesen (1859-1916), samtíðarmanni sínum og andstæðingi sínum í pólitíkinni. Hannes hittti Tryggva Gunnarsson sem átti að hafa spurt hann: „Varstu að fylgja helvítinu honum Skúla?“

Hannes átti að hafa svarað Tryggva eitthvað á þá leið að hann erfði ekki deilur eftir dauðann. Varð Hannes meiri af.

Guðjón Sigþór Jensson, 19.2.2012 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband