19.2.2012 | 20:12
Mörg góð lög komast ekki að.
Lagið Blái máninn er aðeins eitt af fjölmörgum góðum lögum sem ekki komast að í söngvakeppni.
Fyrir nokkrum árum var sigurlag í söngvakeppni á Sauðárkróki með slíka fortíð, hafði ekki komist að áður.
Lag Gretu Salóme komst ekki að í Evróvision í fyrra. Mörg þau lög sem fá líf hrepptu ekki efsta sæti í söngvakeppni, svo sem Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þótt þau yrðu þau einu sem lifðu áfram, svo sem ítalska lagið sem þekktast er undir heitinu Volare, en heitir reyndar Nel blu dipinto de blu.
Það lenti í þriðja sæti en flaug efst upp á vinsældalista um allan heim, meira að segja sungið af sjálfum Dean Martin. Er eitt allra frægasta Evróvisionlag allra tíma.
Smekkurinn er misjafn. Þannig fannst mér og finnst enn að lagið sem Óðinn Valdimarsson söng á sínum tíma í lagakeppni sem Svavar Gests stóð fyrir útvarpinu hafi verið einna best flutt.
Mig minnir að það hafi verið eftir Oliver Guðmundsson en oft er það þannig að höfunda lags og texta er í engu getið þegar lög eiga í hlut.
Þannig segja allir: "Lagið hans Magna" um lagið sem hann söng í söngvakeppninni núna.
Lagið komst ekki í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Lagið hans Magna"... mér finnst ágætt, í mínu tilviki amk, að láta lögin mín um sviðsljósið. Eins og opinber umræða hefur verið á Íslandi finnst mér ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að gerast "opinber" persóna. Vissulega eru lögin orðin fjölmörg og sjaldnast er mín getið sem höfundar, en svona er þetta bara :).
Annars langaði mig að spyrja þig hér og nú minn kæri : Ef að um gott lag væri að ræða, væri þá ekki hægt að fá þig til syngja það :)
Bkv.,
Sveinn Rúnar
Sveinn Rúnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 10:05
Allir verða að reyna að þekkja sínar takmarkanir og það verð ég að gera. Þetta fer samt auðvitað alveg eftir því hvernig lag og texti eru. Ég get þess vegna verið til í flest.
Ómar Ragnarsson, 20.2.2012 kl. 21:47
Textinn gæti hugsanlega fengið að vera eftir þig ef að lagstúfurinn heillar?
Kem hugmyndavinnunni á þig þegar ég er kominn aðeins lengra með þetta.
bkv frá kænugarði,
Sveinn Rúnar
Sveinn Rúnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.