Að komast varla í burtu vegna biðlista ?

Það mætti búa til áhrifamikla leikna heimildamynd um hagyrðing, sem er orðinn að vandamáli á biðlista þeirra, sem vilja fá að fara í sína hinstu för en geta helst ekki verið neins staðar nema til vandræða.

Hann stynur upp þessu ljóði í lok myndarinnar:

 

BIÐLISTI HINNA DEYJANDI. 

Alveg stopp á æviveg.

Andláts bíð á meðan.

Í kör og sárri kvöl er ég 

og kemst bara ekki héðan.


mbl.is Biðlisti á líknardeild hefur lengst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gyrðir Elíasson

Hver samdi þessa skrýtlu Ómar?

Gyrðir Elíasson, 20.2.2012 kl. 13:02

2 identicon

Þessi hérna var eitt sinn á leirnum í bændablaðinu. Eignuð Eyfirðingi:

Lífið, það er lítilsverð

Leit, að skjóli og brauði

Upphafið, er uppáferð

Og endirinn, er dauði.

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 17:41

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta spratt nú fram úr huga mínum þegar ég sá fréttina um Líkardeildina.

Ómar Ragnarsson, 20.2.2012 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband