24.2.2012 | 10:41
Hálfrar aldar draumur.
Fyrir hálfri öld var ég kominn á fremsta hlunn með að skrifa blaðagrein um þá hugmynd að ráðhús Reykjavíkur risi yfir og allt um kring hitaveitugeymana á Öskjuhlíð.
Þarna yrði nokkurs konar háborg Reykjavíkur. Flugstöðin yrði á svipuðum slóðum og Loftleiðahótelið er nú og gestir, innlendir og erlendir, gengju eða færu í rúllustiga upp í ráðhúsið.
Perlan fannst mér síðar besta hugmyndin sem framkvæmd var á tímum Davíðs Oddssonar.
Hún er á þeim stað að leitun er að eins fjölbreyttum möguleikum til þess að búa til safn um náttúru landsins og þjóðhætti alla frá landnámsöld.
Perlan er allt of mikil perla til þess að henni sé kastað fyrir svín. Afsakið orðbragðið, en orðtakið var of freistandi.
Perlan fái hlutverk við hæfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábær hugmynd: Perlan verður Náttúruminjasafn Íslands.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 11:22
Náttúruminjasafn í Perlunni verður vonandi að veruleika!
Ágúst H Bjarnason, 24.2.2012 kl. 12:49
Ekki svo galið. Staðurinn er flottur, og þarna er fyrir safn um lífshætti á Víkingaöld sem notið hefur mikilla vinsælda.
Fór þarna með ferðahóp í sumar, og fólkið var stór-hrifið!
Jón Logi (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 13:15
Furðulegt að múslímar í moskuleit á Íslandi skuli ekki splæsa í Perluna. Það yrði nú ekki amalegt að heyra köllin yfir alla Reykjavík. Það yrði líka fróðlegt að sjá hvað trúfrelsishugmyndir Íslendinga rista djúpt. Lögunin er líka svolítið moskuleg.
En varðandi samlíkinguna um perlur og svín, má kanski segja að í máli Jóns Baldvins gegn "vondu" blaðamönnunum,(Sbr. t.d. Þráinn Bertelsson) séu menn farnir að kasta perrum fyrir svín?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.