Fyrirfram auðséð: Hann býður sig fram.

Drögum saman það helsta sem nú hefur komið fram í framboðsmálum til forsetaembættisins:

Fyrst sýn forsetans sjálfs sem virðist vera nokkurn veginn svona:

Hann segir, að hann hafi sagt það skýrt í nýjársávarpinu að hann ætlaði að hætta og því búist við að hæfir frambjóðendur myndu koma fram.

Þetta liggi fyrir og fjölmiðlar hafi búið til óvissu í málinu.

(Raunar voru það viðmælendur fjölmiðla, stjórnmálafræðingar, sem töldu hann hafa haldið opinni glufu, og forsetinn sjálfur svaraði ekki fjölmiðlum sem vildu fá hann til að eyða þessari óvissu- aths. mín). 

Í máli forsetans kemur fram að hæfir frambjóðendur hefðu ekki komið fram þótt fjölmiðlar hefðu leitt þá fram og því hafi myndast skortur á frambjóðendum.

Nú hefur hann tekið á móti áskorun um að halda áfram, sem aðstandendur segja að sé stærsta áskorun sögunnar á einn einstakling að bjóða sig fram í nokkurt embætti.

Forsetinn bætir við að nú séu óvenjulegir tímar og gefur þar með í skyn að óvenjulegra tíðinda sé að vænta.  Þau hljóta að verða þau að hann sitji lengur á forsetastóli en dæmi eru um.

Þegar litið er yfir framangreint er auðséð að Ólafur Ragnar muni telja sig nauðbeygðan til að halda áfram í embætti fimmta kjörtímabilið í röð og tilkynna um það um eða eftir helgi að hann bjóði sig fram.

Skortur á hæfum frambjóðendum mun þar væntanlega ráða mestu enda hafi fjölmiðlar samkvæmt söguskýringu forsetans búið til óvissuna í þessum málum sem aldrei hafi verið nein.  

Ég spáði því í bloggpistli fyrir hálfum mánuði að Ólafur myndi fara létt með að útskýra þá óhjákvæmilegu ákvörðun að halda áfram.

Hann hefur nú sjálfur gefið það upp að slík ákvörðun muni stafa af því að enginn sem geti valdið þessu embætti á óvenjulegum tímum hafi stigið fram og því sé hann sá eini sem geti "axlað þá ábyrgð að gegna embætti forseta Íslands." 

Ég sé ekki annað en að það stefni í það að þessi spá mín rætist.

Að lokum þetta: Fræðimennirnir og sérfræðingarnir sem skópu "óvissuna" sem talað er um, gerðu það innan sólarhrings frá ræðunni.

Um leið og þetta álit lá fyrir blasti við allt önnur staða hjá hugsanlegum frambjóðendum en hefði verið ef "óvissan" hefði ekki verið fyrir hendi.

Hugsanlegir frambjóðendur hefðu orðið að gera ráð fyrir því að Ólafur Ragnar yrði með í slagnum og þar með myndu frambjóðendur skiptast í tvennt: Annars vegar sitjandi forseta og hins vegar nokkrir mótframbjóðendur hans sem myndu skipta því fylgi á milli sín sem forsetinn fengi ekki.

Augljóst er að slík staða var allt önnur en ef sitjandi forseti væri ekki í framboði og hugsanlegir frambjóðendur gætu stefnt að því að fá flest atkvæði í keppni 2ja - 3ja frambjóðenda sem byrjuðu allir á jafnræðisgrundvelli.  Af þessu stafar sá "skortur á frambjóðendum" sem nú er orðinn að fyrirsögn á frétt mbl.is.

Ólafur Ragnar hefði strax 2. janúar getað eytt "óvissunni, sem fjölmiðlar bjuggu til" með því að leiðrétta skilning stjórnmálafræðinganna og eyða misskilningi. Hann kaus að gera það ekki og ekki heldur að svara spurningum fjölmiðla um þetta mál þá og síðar með einni afdráttarlausri setningu.

Þannig skapaðist jarðvegurinn fyrir undirskriftasöfnuninni og því sem síðar hefur gerst sem mun leiða til þess að hann stendur með pálmann í höndunum þegar hann býður sig fram um eða eftir næstu helgi.

Þar að auki liggja fyrir yfirlýsingar hans um að hann sækist eftir stöðu þar sem hann geti beitt sér meira en verið hefur hingað til og einnig sá skilningur hans á nýrri stjórnarskrá að þar séu forseta fengin aukin völd. 

Það gæti að hans mati opnað möguleika á enn meiri sókn hans inn á hið pólitíska svið en nokkru sinni sinni fyrr, ekki hvað síst ef engar forsetakosningar verða og hann því sjálfkjörinn.  


mbl.is Skortur á forsetaefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Ólafur Ragnar Grímsson er maðurinn sem þarf að bjóða sig fram.

Þetta eru óvenjulegir tímar. Þjóðin þarfnast hans. Einu sinni verður allt fyrst–––einnig það að forseti verði kosinn til síns fimmta kjörtímabils. Maðurinn hefur allt í það, andlegur kraftur hans, yfirvegun og hæfni undraverð. Jafnvel á vettvangi heimsins frægustu fréttastofa hefur hann í fullu tré við áratugareynda fréttaspyrla sem glímt hafa við mestu valdamenn heims.

Áfram Ólafur Ragnar! Það segir þakklátur meirihluti þjóðar þinnar.

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 03:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að 36% fylgi væri um það bil einn þriðji en ekki meirihluti.

27.1.2012:

36% vilja Ólaf Ragnar áfram


Og ekki gæti þessi "frelsari" númer tvö á eftir Jesú Kristi komið í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 05:35

3 Smámynd: Sandy

Hvers vegna Steini Briem? Þessari vonlausu ríkisstjórn ber að fara eftir stjórnarskrá landsins. Ef meirihluti þjóðar vill ekki inn í þetta rugl bandalag þá er þeim í Sf. skylt að fara eftir því, að öðrum kosti er þetta samansafn af landráðamönnum.

Sandy, 28.2.2012 kl. 05:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

En fyrir ÖFGAÞJÓÐERNISSINNA skipta þær að sjálfsögðu engu máli.

Þorsteinn Briem, 28.2.2012 kl. 06:06

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í lokasetningu minni hér ofar var ég að segja, að meirihlutinn vildi, að Ólafur Ragnar byði sig fram ("áfram") til forsetakjörs í sumar. Og þetta er staðreynd. 54% vildu það í skoðanakönnun um það spursmál. Fari hann fram, leggur varla nokkur maður í hann. Það gremst Steina vitaskuld. En við megum ekki erfa það við strákinn. Þetta skrifaði hann líka síðla nætur, þá var farið að draga af honum HÉR, og þá á hann það til að grípa til stóru orðanna –– við þekkjum þau svo sem úr hans tölvu: "brjálæðinga" –– "ÖFGAÞJÓÐERNISSINNA" og önnur í þeim dúr.

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 08:23

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Við lifum á óvenjulegum tímum"

Í sögulega samhengi er þessi setning yfirleitt notuð til að réttlæta eitthvað sem myndi ekki hafa gerst á venjulegri tímum, frávik, undantekningar, undanþágur.

Sami maður er nú búinn að sitja á forsetastól í 16 ár. Hann er búinn að breyta embættinu á þessum tíma, auka völd þess. Og sumir þrýsta á að hann sitji áfram, einmitt til að beita þessum auknu völdum. Og hann virðist viljugur til þess.

ÞAð er ALGJÖR undantekning í lýðræðisríkjum ef ekki er tilgreindur í stjórnarskrá hámarkstími kjörins þjóðarleiðtoga í embætti, og það gildir bæði um ríki með valdamikla forseta (t.d. Frakkland, USA) og ríki þar sem forsetar hafa takmörkuð völd, s.s. Finnland og Þýskaland. Það er ástæða fyrir slíkri reglu.

Skeggi Skaftason, 28.2.2012 kl. 09:02

7 identicon

Sko, Óli vildi vera laus til að takast á við einhver verkefni af fullum krafti... Ef hann bíður sig fram þá fokkast þetta verkefni og hann verður ofuröryrki á Bessastöðum í enn eitt tímabil.

Auðvitað á Óli að segja nei.. og auðvitað eiga íslendingar að segja nei við forseta.. við höfum ekkert með forseta að gera, bara peningasóun og leiðinlegar ræður.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 09:10

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ólafur gæti líka boðið sig fram á öðrum vettvangi, og fengi trúlega góða kosningu!Eða hvað??Líklega væri það eina leiðin til að bjarga VG í næstu kosningum!

Eyjólfur G Svavarsson, 28.2.2012 kl. 09:47

9 identicon

Þeir ásökuðu hvor annan um skítlegt eðli. Ekki er ég dómbær um þá “characterization”, en báðir eru þeir vandræðamenn, sem valdið hafa þjóðinni miklu tjóni. Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson eiga því að draga sig í hlé og njóta þeirra ríflegu eftirlauna, sem þjóðin borgar þeim. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 12:53

10 Smámynd: Ruth

Þetta er allt of mikið "ef" og " hefði getað " finnst mér ...

"Ólafur hefði getað " og "ef Ólafur" . Ég hef áður sagt mér fannst hann skýr um áramótin og það þurfti bara að lesa ræðuna hreint og beint og vera ekki að túlka aðrar meiningar .

Jahérna þannig að enginn gat hugsað sér að bjóða sig framm, af því að Ólafur hefði getað verið að meina eithvað annað en hann sagði ?

Kanski er bara enginn með nógu mikkla innri sannfæringu ,styrk og löngun eða hugsjón til að bjóða sig fram sem forseta ?

Ég er ekki heldur viss um að ég vilji forseta sem hefur ekki kjark eða þá áræðni að bjóða sig framm þrátt fyrir að Ólafur hefði kanski meint eithvað annað en hann sagði ...

Ruth, 28.2.2012 kl. 13:57

11 identicon

Ómar, gerðu okkur nú mikinn greiða og bjóddu þig fram.  Þú átt miklu meira erindi í þetta embætti heldur en hann Ólafur Ragnar.

Kjartan (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 14:52

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sérkennileg skoðun að það að einhver bjóði sig ekki fram sé merki um skort á hugrekki viðkomandi.

Fyrstur allra til að tala "skýrt" um það að bjóða sig ekki fram var núverandi forseti í nýjársávarpi sínu. Varð hann þá fyrstur allra til að sýna merki um skort á hugrekki?

Ómar Ragnarsson, 28.2.2012 kl. 14:53

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, huglaus er hann ekki.

Jón Valur Jensson, 28.2.2012 kl. 15:15

14 identicon

Ég væri til í að fá Ómar sem síðasta forseta íslands... já og ekki fleiri biskupa; Hugsið ykkur þann fjölda vinnandi manna sem þurfa að borga undir rassgatið á þessum fígúrum... þessa peninga má og á að nota í alvöru hluti.. ekki skrautdúkkur og hjátrú

DoctorE (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 15:22

15 Smámynd: Ruth

Ef einhverjum langar að bjóða sig framm sem forseta af því að hann telur sig geta gert þjóðinni gott , en gerir það ekki vegna vafa um ákvörðun Ólafs þá gæti það flokkast sem hugleysi gagnvart Ólafi , ég hef greinilegea ekki verið nógu skýr :) og að standa ekki með sjálfum sér ...nú svo má giska áfram ? Áhugaleysi eða óákveðni ? Ég er bara að giska eins og þú afhverju enginn hefur boðið sig framm :)

Nei Ólaf mun ég aldrei kalla huglausann

Ruth, 28.2.2012 kl. 15:45

16 identicon

Praise, þú talar skýrt og nefnir einmitt punktinn sem ég tel mikilvægastan: Enginn þorir á móti ÓRG.

Þjóðin var vitlaus og lét eins og fífl. ÓRG var hárréttur forseti þeirrar þjóðar.

Ef ÓRG hættir fær huglaus þjóð kannski sinn huglausa forseta.

Ég vona enn að nýr kjarkmikill forseti muni taka við og að fara fyrir hinu nýja kjarkmikla Íslandi. 

Ef ekki, á að leggja embættið af. 

Valgeir (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 19:55

17 identicon

ÓLafur er eini maðurinn sem ég er viss um að muni reynast sá öryggisventill sem við þurfum, þar sem peningaöflin ná sífellt meira tangarhaldi á öllum sviðum. Og verið ekki svo viss um að þjóðaratkvæði um ESB verði bindandi fyrir stjórnvöld. Annað hefur reyndar verið gefið í skyn.

Benni (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband