29.2.2012 | 20:07
Er Dorrit næst á listanum ?
Nú er það orðið að ásökunaratriði að Álfheiður Ingadóttir hafi brosað til mótmælenda út um glugga á Alþingishúsinu og veifað þeim. Tveir lögreglumenn bera að þeir hafi upplifað þetta athæfi hennar þannig að hún væri að hvetja mótmælendur til dáða.
Hún stóð innan við glugga og í vitnisburðinum er ekkert um það að hún hafi sagt eitt einasta orð eða gert neitt annað en að brosa og veifa, enda hefðu orð hennar, ef einhver voru, ekki heyrst.
Þetta er nú notað til þess að færa sönnur á að hún hafi stjórnað þúsundunum, sem voru þarna fyrir utan, meðal annars mér.
Ég sá Álfheiði aldrei og þar með ekki hvort hún brosti eða veifaði, og þess þurfti ekki til fyrir mig eða þúsundir annarra til þess að taka þátt í mótmældum Búsáhaldabyltingarinnar.
Ef ég hefði verið fyrir neðan hefði ég sennilega brosað og veifa á móti, af því að við þekkjumst vel.
Þar með hefðum við væntanlega verið bæði orðin að sakborningum í alvarlegu máli þremur árum síðar. Hugsanlega þekkti Álfheiður einhvern annan en mig og brosti og veifaði til hans.
Stóralvarlegt mál? Þörf á að rannsaka þetta nákvæmlega !
Fyrst þetta er nú talið refsivert hjá Álfheiði vaknar spurning um það hvort Dorrit forsetafrú sé næst á lista sakborninga af þessu tagi.
Dorrit lét sér nefnilega ekki nægja að brosa og veifa mótmælendum þegar þing var sett. Hún meira að segja klifraði yfir girðingu til þess að heilsa þeim og tala við þá.
Nú er spurningin hvort hún með þessu athæfi hafi verið að hvetja mótmælendur til dáða til þess að kasta fleiri eggjum í eiginmann hennar og þingmenn, þar sem einn féll við af þess sökum.
Er hún kannski næst á sakborningalistanum sem nú er verið að búa til ?
Verður hún kannski kölluð fyrir og krafin sagna um það hvað hún sagði við mótmælendurnar, hvernig hún hvatti þá? Ekki var hún á bak við lokaða glugga eins og Álfheiður.
Bíðum nú aðeins, - hvert erum við komin í þessu máli ?
Brosti og hvatti fólk áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við erum komin þangað að hugsanlega hafi bæði Álfheiður og Steingrímur reynt að hafa áhrif með sínu fólki á gang mála. Ég held að enginn trúi því eða haldi að þau hafi stjórnað þessari byltingu. En að þau hafi reynt að hræra í og gera meira úr þessu getur alveg komið til greina. Og er nokkuð víst þegar málin eru skoðuð nánar. Held líka að enginn trúi því í alvöru að Geir Jón sé að ljúga.
Við erum alltaf að einblína á svart eða hvítt, hvernig væri að skoða hvort ekki sé grátt þarna einhversstaðar inn á milli?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 20:31
Að öðru leyti gæti mér ekki verið meira sama um hvort þau voru með einhverja pörupilta á sínum snærum að reyna að breyta straumnum. Þetta er stormur í vatnsglasi. En við hljótum að skoða þessi mál í víðara samhengi en að einn sé að ljúga og annar sé alveg saklaus. Það eru millistig í öllum málum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 20:33
Æi já Ómar. Þetta er farið að minna pínulítið á galdraofsóknirnar. Fólk skyldi brent á báli fyrir fordæðuskap og merkilegt nokk þá virðast sum fórnarlambanna hafa trúað sjálf á sína eigin sekt! Búsáhaldabyltingin var algjörlega sjálfkeyrandi fyrirbæri, jafnvel þó einn og einn kunni að halda eitthvað annað um þátt sinn eða annara. Jafnvel þótt Álfheiður eða einhver annar "játaði" að hafa talað um eitthvað við einhvern úti í múgnum þá breytir það engu um fáránleika ásakananna.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 20:38
Þessi fyrirsögn o.s.frv. var nú út í hött. Ég hélt fyrst, Ómar, að þú værir að tala um forsetaframbjóðendur, ef Ólafur Ragnar færi ekki fram. Hann þarf vitaskuld að fara fram, þjóðarnauðsyn býður. En hin mjög svo frambærilega Dorrit hefði það a.m.k. fram yfir aðra frambjóðendur, að hún væri með reyndasta ráðgjafa landsins sér við hlið.
Jón Valur Jensson, 29.2.2012 kl. 20:42
Billie Holiday - When You're Smiling
Þorsteinn Briem, 29.2.2012 kl. 21:48
Hvað ert þú að verja Ómar?
Dorrit er ekki á þingi og hún kemur þessu máli ekkert við og sem betur fer þá kom ekkert fyrir hanna.
Það er fjöldi trúverðugra manna sem bera því vitni að í mörgu tilliti hafi Álfheiður ekki hagað sér sæmilega á stundum.
Bæði Steingrímur og Álfheiður studdu þetta fólk sem þarna var og í sjálfu sér hefði það verið í lagi ef þar hefðu ekki verið lögbrjótar.
Eða hvað kallar þú fólk sem kastar skít í lögregluna, sparkar í hanna, lemur hanna og kastar í hanna grjóti?
Hrólfur Þ Hraundal, 29.2.2012 kl. 21:58
Sérkennilegt Ómar Ragnarsson, er að þú vælir þegar lögbrjótar vald tjóni á bíl þínum, en þegar lögreglumenn eru slasaðir með grjótkasti þá finnst þér ástæða til að gera spaug með það og að hnefi á lofti sé bara drottningar vef en ekki ekki hið rúsneska hvattningar tákkn.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.2.2012 kl. 22:11
Afsakið átti að vera veif.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.2.2012 kl. 22:14
Ég hef ótal sinnum frá upphafi vega fordæmt opinberlega líkamsmeiðingar, grjótkast og kast á lausum hlutum í mótmælum og dreg skýra markalínu á milli þess og hins að koma saman á mótmælafundum og láta í sér heyra.
Ég hef líka fordæmt það að ruðst sé að heimilum fólks og friðhelgi heimila rofin í mótmælum.
Ekki þarf annað en fara í gegnum margítrekuð ummæli mín hér á blogginu og annars staðar til þess að finna þessu stað.
Ég andmæli því eindregið að þúsundir friðsamra mótmælenda séu settir undir sama hatt og mjög lítill en aðsópsmikill minnihluti ofstopafólks sem veldur meiðingum og líkamstjóni.
Ég minni á þann minnisverða atburð í lok óeirðanna, þegar ég var þar ekki viðstaddur vegna þess að mér fannst vera of langt gengið, þegar mótmælendur sjálfir slógu skjaldborg til varnar lögreglunni gegn þessum ofstopamönnum.
Ég get bætt því við að sjálfur brást ég eitt sinn við á svipaðan hátt þegar ég var í hópi fólks sem sló hring um Alþingishúsið með því að halda hönd í hönd.
Þegar Björn Bjarnason kom og ætlaði inn í húsið, sá hann mig í hringnum og ákvað að koma þar að honum.
Ég fann að þeim sem hélt í hönd mína í hringnum var heitt í hamsi og hélt fast í hönd mína þannig að það stefndi í það að Björn rækist þar á hindrun.
Mér tókst þá með snörpu átaki að vinna gegn þessu þannig að Björn fór greiðlega inn og getur væntanlega vitnað um þetta.
Ég vísa því algerlega á bug að hvetja til ofbeldis sem stofnar lífi og limum fólks í hættu og skora á þá, sem halda því fram, að finna slíkum tilhæfulausu ásökunum stað.
Bloggskrif mín öll og ummæli vitna um hið gagnstæða.
Ómar Ragnarsson, 29.2.2012 kl. 22:51
Gott Ómar. Líkamlegt ofbeldi er ekki þinn stíll, það var og er vitað.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.2.2012 kl. 23:08
Þátttakendur í hátíðlegri þingsetningu eru ekki aðeins Alþingismenn einir, heldur eru forsetinn og forsetafrúin í þeim hópi líka og ekki hægt að aðskilja þau frá honum.
Ég vil taka það fram að ég hafði ekkert við það að athuga sem Dorrit gerði þarna og hreifst raunar af því eins og svo mörgu sem sú frábæra kona gerir.
Ómar Ragnarsson, 29.2.2012 kl. 23:14
Það er ekki einu sinni furðulegt! Það er eitthvað annað að baki, þegar Ómar Ragnarsson gerir EKKI athugasemd við alþingismann í glugga fyrir framan fjöldamótmæli á Austurvelli; þegar lögreglan var búin að fara fram á það við þingmenn að vera EKKI að glenna sig í glerjum og gluggum?
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 23:17
Ertu ekki með óþarfa viðkvæmni núna minn ágæti Ómar. Þú talaðir þannig um Dorrit og settir hana undir sama hatt og Álfheiði og fékkst svör við því.l Að mínu mati er bara alls ekki hægt að bera þessar tvær konur saman. Önnur yndisleg hugljúf og kurteis, hin full af hroka og yfirlæti. Gettu nú hvor er hvor. Ég þori að veðja að þú veist hvor er hvor þó ég nefni enginn nöfn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2012 kl. 23:19
Voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki að skipuleggja mótmælin 2010? Í það minnsta varaþingmenn:
http://www.visir.is/oli-bjorn-karason-fjarlaegdur-af-logreglu/article/2010870736082
Sigurður Haukur Gíslason, 1.3.2012 kl. 00:18
Algjörlega rétt ábending. Liggur beint við.
Löggan hlýtur að gera skýrslu um þetta.
Og í framhaldi aðkomu sjalla og löggu þar að.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2012 kl. 00:25
Má ekki segja að allir vildu Lilju kveðið hafa, en þjóðin átti leik og tók sér þann sjens.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2012 kl. 00:33
Hægri flokkarnir,Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, misstu samtals 13 þingmenn í síðustu alþingiskosningum, 21% allra þingmanna á Alþingi.
Alþingiskosningar 2009
Og flokkur Lilju Mósesdóttur er langt frá því að vera hægri flokkur.
Þorsteinn Briem, 1.3.2012 kl. 00:34
Má ekki segja að allir vildu Lilju kveðið hafa, en þjóðin átti leik og tók sér þann sjens.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2012 kl. 00:37
Sorrý tölvan að stríða mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2012 kl. 00:37
Kornrétt innlegg, vel framsett, 'Mikið umstang um ekkert' & 'öngjvubýttandi' eiginlega.
Steingrímur Helgason, 1.3.2012 kl. 00:41
Ég vildi óska, að við ættum fleiri, Ómara Ragnarssyni. Ómar er sannur mannvinur, sem greinir betur en nokkur annar kjarnann frá hisminu. Maður sátta og samlyndis, sem reynir eftir bestu getu, að bera klæði á vopnin hverju sinni. Þessi umræða nú, um mótmælin 2009 er hjégómi, uppblásin af örfáum mönnum til að sverta ímyndaða óvini. Ómerkilegur málflutningur til að velta sér upp úr nú, árið 2012. Má ég biðja um þarfari umræðu. Má ég biðja um hugmyndir, er varða framtíðarsýn okkar, sem þjóð. Það er framtíðin, sem skiptir máli, af henni hef ég áhyggjur. Ekki af Búsáhaldabyltingunni 2009.
Kolbún Bára (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 00:49
Góð Ásthildur Cesil: "Gettu nú hvor er hvor" !
Jón Valur Jensson, 1.3.2012 kl. 00:57
Takk Jón Valur, ég er alveg viss um að Ómar veit hvor er hvor. þó hann ef til vill samþykki ekki þetta hjá mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2012 kl. 00:59
Álfheiður sást í glugga Alþingis meðan á mótmælum stóð. Ályktun fylgismanna Sjálfstæðisflokksins: Hún hlaut að hafa stjórnað mótmælunum. Hér er oft um að ræða þekkt og einstaka sinnum virt fólk. Er hægt að ganga lengra í vitleysu?
Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 03:14
Ég held að sleppi því að brosa og veifa til nokkurs manns á næstunni. Ég gæti þá nefnilega verið komin á sakaskrá eftir nokkur ár.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 07:06
..."ég held að ég sleppi því ....
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 07:11
Ómar. Ég hélt að það væri svokallaður "friðarsinni" sem var að bjóða sig fram sem þriðji vara "eitthvað" formaður spillingarflokksins. En svo kemur hann með svona athyglisjúkar dylgjur. Það finnst mér stangast á við þann mann sem Geir Jón gefur sig út fyrir að vera. Það eru ekki allir eins og þeir sýnist. Um það eru til ótal margar staðreyndir, enda er kallinn farinn að draga í land með þetta kjaftæði sitt, af ótta við að einhverjir sverti glansmyndina af honum, með einhverjum staðreyndum um hann.
Hann sveiflaði tvíeggja sverði, og slíkt er ekki til bóta fyrir neinn.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.3.2012 kl. 08:36
Skil ekki þessa fyrirsögn hjá þér Ómar.
En hitt er svo vitað að Álfheiður gerði mun meir en að brosa ,það voru nefnilega fleiri í
Alþingishúsinu en hún .
Gunnar Egilsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 08:45
Eg hef það eftir áræðanlegum heimildum innan úr sjallalöggunni að Álfheiður hafi glott við tönn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2012 kl. 12:34
Þingvörður mun hafa verið vitni að símtali Álfheiðar.
Anna Sigríður, þetta eru of stór orð hjá þér.
Jón Valur Jensson, 1.3.2012 kl. 21:17
Jón Valur. Fyrir hvern eru mín orð of stór? Þetta eru orð sem koma beint frá hjartanu, og eiga þá væntanlega rétt á sér?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.3.2012 kl. 22:42
Geir Jón hefur aldrei verið friðarsinni. Hann er fauti á móti friði og ég hef orð hans sjálfs fyrir því.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.3.2012 kl. 00:49
Tek undir með nr. 32. Geir Jón er úlfur í sauðargæru. Gamalkæstur FLokkstittur.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 08:12
Mér finnst það sorglegt þegar sómamaður eins og Geir Jón skuli gjaldfella sjálfan sig á þennan hátt með því að setja sig í þetta pólitíska hlutverk, til að þóknast Flokknum sínum.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.