Snarpur jarðskjálfti við Helgafell. Annar kl. 01:03

Snarpur jarðskjálfti fannst í Reykjavík kl. 00:29.  Ef hann er á Reykjanesskaga má giska á að hann sé yfir 3 stig, en sé hann fjær er hann talsvert sterkari.

Nú eru liðnar 20 mínútur og sést á korti Veðurstofunnar, að upptök skjálftans eru við Helgafell, suður af Kaldárseli fyrir suðaustan Hafnarfjörð, og man ég ekki eftir svona snörpum skjálfta á þeim slóðum í fljótu bragði. 

Styrkurinn mælist um 3,2 stig á Richter.

Vitað er að það styttist í að umbrotaskeið fari að hefjast á Reykjanesskaga eftir hlé í nær 700 ár en auðvitað segir skjálfti á sjaldgæfum stað ekkert til um það á þessu stigi hvort nokkuð slíkt er í aðsigi.

P. S.  Nú, klukkan rúmar þrjár mínútur yfir eitt, kom annar skjálfti, sneggri og styttri en sá fyrri svo að gluggar og hurðir nötruðu.


mbl.is Jarðskjálfti upp á 3,5 út af Gjögurtá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrði að hann hafi verið 3,1 eða 3,2.

Örvar (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 00:50

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Já, þetta var svona snögg "mjúk" sveifla úr SSA-átt, fannst mér þannig að tók í þakið (45° þakhalli) eins og í snarpri vindhviðu. Ég giskaði úforvarindis á ca. 3,5 stig m.v. snöggan högg-skjálfta hér um árið sem var 4 stig (þarna þegar Ólafur Ragnar var í beinni útsendingu í viðtali).

Furða mig einnig á upplýsingaleysinu frá Veðurstofunni og mbl.is.

Sé þá að tilkynnt hefur verið um skjálfta undan Norðurlandi í kvöld upp á 3-3,5 stig.

Kristinn Snævar Jónsson, 1.3.2012 kl. 00:56

3 identicon

Steik, vakir á nóttinni og fylgist með jarðskjálftum.

Krímer (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 11:22

4 identicon

Afleiðing af niðurdælingu affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun ? Upptök skjálftana eru verstan flekaskila segir Páll Einarsson. Það er óvenjulegt. Þess vegna fundust þeir svona vel á R.víkur svæðinu. Jarðskjálftabylgurnar þurftu ekki að fara í gegnum flekaskilin

Guðlaugur Ævar Hilmarsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 13:55

5 identicon

Þetta er bara undanfari ég veit það, En ekki tímann því miður, en er búið að dreyma óvenjulega drauma seinustu 3 mánuði og það gerðist nákvæmlega sama þegar eyjafjalla og grímsvatnagosið varð.

Kristján Fjallatröll Bjarnason (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband