"Viðskiptahagsmunirnir" fara yfir múra.

Þegar svonefndir "viðskiptahagsmunir" eru í húfi er fátt sem getur hindrað framgang þeirra.

Í fyrri heimsstyrjöldinni sáu vopnaframleiðendur beggja stríðsaðila óvinunum fyrir vopnum á laun.

Í Seinni heimsstyrjöldinni áttu GM í Bandaríkjunum ákveðin viðskipti við Þjóðverja allt fram á árið 1943.

Svíar hleyptu þýskum hersveitum í gegnum sænskt land frá Noregi til Finnlands og sala járns til Þýskalands varð aðal átakaefni stríðsaðilanna vorið 1940 þegar Þjóðverjar urðu aðeins fyrri til en Bretar og Frakkar að hernema Noreg til þess að tryggja flutningaleið allt árið með járn frá Kiruna og Gellivara í gegnum Narvik.

Eftir stríð kom í ljós að í raun áttu Þjóðverjar ekki um neitt annað að velja en að hernema Noreg, því að hjá Bretum lá fyrir áætlun um að fara með her inn í Noreg og yfir til Svíþjóðar til þess að ná undir sig járnnámunum og flutningaleiðum frá þeim.

Svíar hafa alltaf átt erfitt með að leyna því hvernig viðskiptahagsmunir hernaðarframleiðanda þar í landi verða friðsemd og hlutleysi landsins yfirsterkari.

Svíar hafa nefnilega alla tíð verið slyngir framleiðendur vopnabúnaðar. Má sem dæmi nefna orrustuþotur Saab verksmiðjanna, sem alltaf hafa verið í fremstu röð.

Í nýrri og góðri handbók um herflugvélar allra tíma er það meira að segja fullyrt að meira að segja á því herrans ári 2012 sé orrustuþotan Saab Gripen hugsanlega besta orrustuþota heims í sínum stærðarflokki.

Auðvitað er engin leið að halda úti framleiðslu hernaðartóla í fremstu röð nema hafa kaupendur og þess vegna ætti það ekki að koma á óvart þótt Svíar, eins og allar hinar friðelskandi vestrænu lýðræðisþjóðir komi sér í mjúkinn hjá spilltri einræðisstjórn Sádi Arabíu, sem kemst upp með meira en nokkur önnur hliðstæð ríkisstjórn vegna yfirburðastöðu landsins sem langöflugasta olíuframleiðsluríki heims.  

Olía og viðskiptahagsmunir henni tengdir, - það er formúlan sem drífur áfram heimsstjórnmál okkar tíma.


mbl.is Svíar sagðir aðstoða Sáda á laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Sammála, mjög góð grein

Gísli Gíslason, 7.3.2012 kl. 09:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð færsla Ómar.

Það er bölvuð hræsnin í Svíum sem er mest sláandi. Þeir  framleiða og selja vopn hverjum sem kaupa vill. Á sama tíma belgja þeir sig út sem friðar- og mannréttinda postular og ætla að kafna af hneykslan yfir meðferð ríkisstjórna á þjóðarbrotum og öðrum minnihlutahópum sem ofsóttir eru og drepnir með sænskum vopnunum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2012 kl. 10:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þó að Svíþjóð hafi opinberlega verið hlutlaus á dögum kalda stríðsins sýna sagnfræðilegar rannsóknir á vegum sænskra stjórnvalda á tíunda áratug síðustu aldar að Svíþjóð átti náin tengsl við mörg bandalagsríki NATO í kalda stríðinu.

Sænskir embættismenn töldu sig hafa fullvissu fyrir því, næstum frá því á upphafsdögum NATO, að ef ráðist yrði á landið hefðu þeir haldbærar öryggistryggingar frá sumum bandalagsríkjunum.

Í þeim skilningi má því segja að Svíþjóð hafi alls ekki verið hlutlaust ríki. Og það hefur lengi unnið í kyrrþey með bandalagsríkjum NATO að ýmsum sameiginlegum öryggismálum."

Saga NATO

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 11:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.5.1994: "Svíþjóð og Finnland hafa nú undirritað samning um aðild að Friðarsamstarfi NATO. Þar með eru aðildarlöndin að samstarfinu orðin sautján.

Þó erlendis sé aðild Svía túlkuð sem endalok hlutleysisstefnunnar er ekki á slíkt minnst heima fyrir. Við undirritunina sagði Margaretha af Ugglas, utanríkisráðherra Svía, að hugmynd um friðarsveitir gerði friðarsamstarfið sérlega eftirsóknarvert fyrir Svía."

9.6.2009: Finland and NATO sign agreement on defence technology

Þorsteinn Briem, 7.3.2012 kl. 11:27

5 identicon

Hefur slagorð Bofors ekki alltaf verið "Svenska vapen dodar best"

-Þeirra fallbyssur klikka ekki frekar en vel smurður Sænskur Volvo (áður en Ford og Kínverjarnir komust að færibandinu).

Þó svo að Danir, vel búnir púðri ur Mývetnskum brennisteini, hafi lengi staðið uppí hárinu á Svíum -þá stóð Sænska stálið alltaf fyrir sínu.

Eiginlega ætti að setja upp minnismerki um óþekkta Sænska hermanninn í Námaskarði!

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 11:37

6 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Hehehe...!

-

Mig minnir að Alexander Mikli hafi verið sá sem á að hafa sagt að...

"Það eru öngvir borgarmúrar það óvinnanleigir að einn asni klyfjaður gulli komist ekki þar yfir..."

-

Gott blogg hjá þér...!

Sævar Óli Helgason, 7.3.2012 kl. 14:17

7 identicon

Þeir náttúrulega seldu líka vopn og skotfæri alveg villt og galið til beggja fylkinga í seinna stríði. Ekkert nýtt hér....

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 15:51

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Um athafnir bandarískra auðjöfra við stríðsvél er m.a. fjallað í riti Jóhannesar Björns Lúðvíkssonar: Falið vald.

Í fyrri heimsstyrjöldinni tíðkaðist að prestar voru kallaðir til „að blessa“ fallbyssurnar áður en þær voru teknar í notkun til að tortíma óvinum sínum. Í mínum fórum er þýskt prédikanasafn: „Kriegspredikten“. Mjög einkennilegt er að lesa þessa skræðu sem er uppfull af mannfyrirlitningu og hatri.

Við hneykslumst yfir hörðum dómum fyrr á tímum, t.d. þegar rökstuðningur fyrir líflátsdómi á Alþingi 1738: „öðrum illum skálkum til strangrar aðvörunar“! En því miður erum við oft að rekast á miður gott, stundum undir dulnefni.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.3.2012 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband