Hefði getað það ef ný stjórnarskrá hefði verið komin þá.

Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, sagði í dag fyrir Landsdómi að skort hefði lagaheimild til að stöðva Icesave sem útibú Landsbankans.  

Fyrri hluti 13. greinar í frumvarpi Stjórnlagaráðs fjallar um réttindi handhafa eignarréttar en síðari hlutinn hljóðar svo:

"Eignarrétti fylgja skyldur svo og takmarkanir í samræmi við lög."

Með svona ákvæði yrði opnað fyrir það í stjórnarskrá að Alþingi setti lög, sem fælu í sér takmarkanir á stærð fyrirtækja.

Þá hefði með lagasetningu verið hægt að setja á það hömlur að bankakerfið gæti orðið fimm sinnum stærra en árleg þjóðarframleiðsla Íslands og bankarnir með því látnir þenja sig út með dótturfélögum erlendis.

Og 15. greinin í frumvarpinu um upplýsingarrétt er það eindregin að varla hefði verið stætt á því að loka réttarhaldi og borð við réttarhald Landsdóms fyrir útseningum og upptökum fjölmiðla.

Fjölmargt í frumvarpi Stjórnlagaráðs er þar að finna með tilliti til biturrar reynslu, sem Hrunið færði okkur.


mbl.is Vildi stöðva Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ja hjérna nú þykir mér týra. Með þessari setningu er galopið fyrir ollu einræði í

anda komma, fasiata og menningarbyltigar Maos.

Eru þeir sem sömdu stjórnarskrár drögin virkilega svona heimskir.

Leifur Þorsteinsson, 7.3.2012 kl. 20:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Ert þú ekki að skauta framhjá EES samningnum sem byggist á ESB lögum um frjálst flæði þjónustu????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 21:53

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Andaðu rólegar. Það verður að lesa alla 13. greinina til þess að sjá þetta í samhengi.

Fyrri hluti hennar er svona:

Eignarétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Svipað ákvæði er í núgildandi stjórnarskrá og ekki hefur þó enn verið innleitt hér einræði komma, fasista og Menningarbyltingar Maos fremur en í nágrannalöndum okkar þar sem svipuð ákvæði gilda.

Hvað stærð bankanna  og tilvist Icesave snertir snerist þetta ekki um eignaupptöku heldur það að þeir flyttu starfsemi sína í dótturfélög erlendis í þeim mæli sem dygði til þess að ekki yrði hrun hér heima ef þeir færu í gjaldþrot.

Ég minni á að þegar höfum við í samkeppnislögum heimild til að takmarka stærð fyrirtækja,  og í landi frelsisins, Bandaríkjunum, eru líka slík lög,  og engum dettur í hug að með heimild til að hafa hemil á stjórnlausum vext fyrirtækja sé verið að "galopna fyrir einræði í anda komma, fasista og Menningarbyltingar Maos."

Orðin "komi fullt verð fyrir" þýðir að markaðsverð eða verð hæstbjóðanda gildir.

Íslenska ríkið hefði aldrei haft bolmagn til þess að taka bankana alla eignarnámi fyrir Hrunið, og í 13. grein stjórnarskrárinnar og öðrum greinum hennar er fyrir því séð að "takmarkanir" geta aldrei "galopnað" fyrir einræði.   

Ómar Ragnarsson, 7.3.2012 kl. 21:58

4 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Eignarrétti fylgja skyldur svo og takmarkanir í samræmi við lög."

Eftir orðana hljóðan er hægt að setja lög eftir lög til að takmarka

eignaréttin niður í ekketrt, það þarf ekki mikinn lögspeking til að

sjá það.

Leifur Þorsteinsson, 7.3.2012 kl. 22:22

5 identicon

Jón Sigurðsson þessi var flautaþyrill Icesave arkitektanna og lofsöng hann snilli  þeirra um víða velli erlendis.

Númi (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 00:11

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir mærðu sem sagt íslensku útrásina, nema Ólafur Ragnar Grímsson.

Þorsteinn Briem, 8.3.2012 kl. 01:39

7 identicon

"innleitt hér einræði komma, fasista og Menningarbyltingar Maos fremur en í nágrannalöndum okkar þar sem svipuð ákvæði gilda."

Rétt. Hér er Lénsveldi með höfðingjum og þý.

Skuggi (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 03:13

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Með góðum og skynsamlegum rökum má setja fram þá fullyrðingu að Ólafur Ragnar hafi tekið sér einræðisvald í þessu Icesave máli með því að grípa fram fyrir hendur 70% meirihluta þingsins með neitun á staðfestingu laganna um þetta mál.

Það verður ekki talist skynsamlegt.

Í vörslum Englandsbanka hefur verið næg innistæða fyrir Icesave merkt gamla Landsbankanum. Þetta fé eru afborganir og vextir lána sem Landsbankinn hafði í lánasafni sínu en Bretar frystu þegar þeir beittu okkur hermdarverkalögunum. Þessi gríðarlega fúlga ber enga vexti en Bretar og Hollendingar krefja okkur væntanlega um hæstu vanskilavexti af kröfum sínum. Að hafna þessum samning var einkennileg leið til að grafa undan ríkisstjórninni sem hefur bókstaflega lagt sig alla fram að leysa sem flest mál farsællega.

Ríkisstjórn Geirs Haarde aðhafðist ekkert í aðdraganda hrunsins og því stendur hann frammi fyrir ákæru. Hann verður að standa reikningsskil eins og aðrir þegar allt hefur lent í vitleysu. Ríkisstjórn undir hans forsæti virðist hafa reikul og ráðlaus og ekki reynt nokkurn skapaðan hlut annað en að leyna þjóðinni þann gríðarlega vanda sem var stöðugt að verða verri.

Líklegt er að við verðum að hugsa sitt hvað að nýju og skoða málefnin í raunsæju og skynsamlegra ljósi en verið hefur. Því miður eru margar ákvarðanirteknar byggðar á einhverri þokukenndri þjóðrembu sem hefur meira með tilfinningar að gera en skynsamlegt mat á stöðu mála.

Góðar stundir en án einræðisbrambrolts og lýðskrums.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.3.2012 kl. 07:14

9 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Skuggi: Í nágrannalöndum okkar þar sem svipuð ákvæði gilda? Við erum með aðlagaða danska

stjórnarskrá í gildi, og eignaréttar ákvæði í henni eru þau sömu og þeirri dönsku og eru samin

með það í huga að ströng ástæða verði að vera fyrir eignaréttar sviftingu ekki einföld lagasetning.

Leifur Þorsteinsson, 8.3.2012 kl. 10:33

10 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Stjórnarskrár drögin að nýrri, eru því miður full af slíkum rökvillum og ekki hæf til notkunar

sem undirstaða nýrrar stjórnar skrár. Enda arfa vitlaust og illa staðið að smningu hennar.

(Jafnvel ólöglega).

Leifur Þorsteinsson, 8.3.2012 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband