8.3.2012 | 10:46
Viljum gera málinu gagn.
Starf Stjórnlagaráðs þá fjóra daga, sem fundur þess stendur að þessu sinni, verður eins og gefur að skilja annars eðlis en fjögurra mánaða vinna síðasta sumar.
Þótt ýmsar athugasemdir og ábendingar hafi eðlilega komið fram um frumvarpið, sem ráðið samþykkti einróma, stendur það enn óhaggað út af fyrir sig.
Engu að síður er það ljóst að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er stjórnarskrármálið á forræði Alþingis sem þarf að afgreiða það í samræmi við ákvæði stjórnarskrár og þingið hefur því vald til að leggja fyriri þjóðina frumvarp að öðruvísi stjórnarskrá eða leggja fyrir valkosti um einstakar greinar.
Hlutverk fundar Stjórnlagaráðs verður því að útskýra frumvarpið, eyða misskilningi, og leggja gott til mála varðandi mismunandi valkosti þannig að innra samræmis og jafnvægis frumvarpsins sé gætt.
Þrír fulltrúar í stjórnlagaráði ekki með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er orðið meira andsk... Helv... Djöf... Bullið...!
-
Ómar minn...!
Það skynsamlegasta sem þið, í stjórnlagaráði, gætuð gert fyrir þjóð og framtíð núna á þessum fundum er að sameinast um einn forsetaframbjóðenda og standa við bakið á honum... Til að koma þessu öllu saman í gegn... Klára dæmið...!!!
-
Ef við hugsum okkur stjórnarskrá sem einhverskonar verklýsingu eða þjónustusamning á milli stjórnsýslu (framkvæmdar- og löggjafarvalds) og þjóðarinnar, þá hefur svoleiðis plagg aldrei neitt að gera í neitt umsagnarferli hjá stjórnsýslunni... Aldrei...!
Því ef einhver er farinn að hugsa það personulega um stjórnsýslusvið "sitt" að hann telji sig geta sest að samningaborði og samið um "sinn þátt" og "sitt valdsvið" í stjórnsýslunni... Þá skal ég sko sýna ykkur íslenskan fasista, möppudýr og illahugsandi vitleysing...!
Því stjórnsýslan á og skal aðlaga sig að þeirri verklagsreglugerð og þjónustusamningi sem þjóðin gerir henni og býður uppá... En ekki öfugt...!
Aldrei...!!!
-
Þessvegna treysti ég ekki því stjórnarskrárplaggi sem hefur fengið "meðhöndlun" Alþingis...
-
Hvað segirðu, Ómar...? Er ekki hægt að plata þig í forsetaframboð...? Brosandi allan hringinn...
Sævar Óli Helgason, 8.3.2012 kl. 12:51
http://www.ruv.is/frett/skyrsla-um-alidnad-villandi - Kemur reyndar Stjórnlagaráðsumræðu ekki beint við, en þessi vinkill kom fleirum í hug í gær þegar kranafréttin var flutt í gær frá Ragnari Árnasyni.
Quinteiras (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.