13.3.2012 | 09:36
Aðal Hrunstjórnin.
Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007-2009 er oft kölluð Hrunstjórnin, af því að efnahagshrunið varð í stjórnartíð þeirrar stjórnar.
Vitnaleiðslurnar fyrir Landsdómi og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sýna hins vegar að aðal Hrunstjórnin sat í tólf ár fyrir árið 2007.
Ef aðeins er tekinn tíminn frá því síðla árs 2005 til hausts 2008 eru það rúm tvö ár eða næstum tvöfalt lengri tími en frá júní 2007 til október 2008 þegar bankarnir hrundu.
Sameiginlegt var Hrunstjórnunum að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi þær báðar og stjórnmálaleg ábyrgð á Hruninu er því mest hans.
Funduðu heima hjá Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkur og framsókn eru líklega mestu skaðvaldarnir, svo Samfylking; Einnig VG þar sem þeir stóðu sig ekki í stjórnarandstöðu.
4flokkurinn er aðalmeinsemd íslands; Það furðulegasta er að það er til fólk sem styður þennan 4flokk.. sorglegt
DoctorE (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 10:02
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með 36% fylgi að jafnaði frá 1963
Samfylkingin er með 28% frá stofnun og aðrir mun minna.
Sérðu til,
Það kemur ekkert fyrir þá sem ekki gera neitt.
Guðmundur Jónsson, 13.3.2012 kl. 11:07
Jamm, hvorki Geir H. Haarde né Davíð Oddsson gerðu nokkurn skapaðan hlut.
Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert gert frá árinu 1963.
Sigurjón Þ. Árnason og Geir H. Haarde búa hins vegar í sömu götu og hittust því nokkrum sinnum.
Baldur Guðlaugsson vistaður í Hegningarhúsinu
Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 12:04
DoctorE segir þetta nákvæmlega rétt.
Þarf ekkert að bæta við það.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 12:14
Tryggvi Pálsson í Landsdómi - Ef stoppa átti það sem hér gerðist átti að gera það árið 2003
Þorsteinn Briem, 13.3.2012 kl. 12:16
Það var gungan Geir Haarde sem gat ekki beðið eftir því að Björgólfur Thor kæmi til landsins, til að ráðgast við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Hann hafði slíka ofurtrú á manninum. Þetta var allt ein vonlaus incompetent klíka. Og nú eru skussarnir Björgólfur Thór og Róbert Wessmann að rífast um milljarða. Hvaða milljarða? Þeim tókst að setja Actavis á hausinn, allaveganna er fyrirtækið komið í hendur útlendinga. Þetta er einn stór skrípaleikur, sem engann endi taka vill.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 13:08
Góð skilgreining og lýsir sannleikanum bak við hrunið það átti sér langan aðdraganda. Þótt vandræði banka í Bandaríkjunum hafi haft áhrif á tímasetningu þá voru íslensku bankarnir farnir undir út af vafasömum athöfnum forystumanna í íslenskum stjórnmálum út af spillingu og gærðgi sem átti sér stað bak við tjöldin.
Ólafur Örn Jónsson, 13.3.2012 kl. 16:29
DoktorE er með þetta.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 13.3.2012 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.