Handritamál Norðmanna.

Deila Norðmanna og Kanadamanna um skip Amundsens er dæmi um það hve tregar þjóðir geta verið að láta öðrum þjóðum í té verðmæti sem eru augljóslega miklu meira virði fyrir þjóðirnar sem falast eftir þeim en þjóðirnar sem hafa þessa muni í vörslu sinni.

Þegar Danir afhentu Íslendingum handritin var það á skjön við hegðun annarra þjóða, sem höfðu yfir verðmætum munum að ráða, sem sköpuð höfðu verið í öðrum löndum.

Sýndu Danir með þessu fágætt drenglyndi.

Málverkið af Monu Lisu i Louvre safninu í París er kannski þekktasta dæmið um þetta. Auðvitað hefur þetta málverk margfalt meira gildi fyrir Ítali en Frakka en ekki er til umræðu að láta það í hendur Ítala.

Bretar varðveita ótal dýrgripi fyrrverandi nýlenduþjóða í söfnum sínum og dettur ekki í hug að láta þá af hendi.

Þótt afhending handritanna hafi verið dæmalaus á sínum tíma á hún þó að minnsta kosti eina hliðstæðu.

Í stríðslok 1945 fluttu Frakkar stytturnar stóru, sem stóðu uppi á Brandenborgarhliðinu í Berlín til Frakklands.

Þegar þessar fornu óvinaþjóðir friðmæltust eftir stríð ákváðu Frakkar að skila styttunum til Þjóðverja sem merki um vináttu og friðarvilja.


mbl.is Norðmenn vilja skip Amundsen heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þótti reyndar vænt um að fá að berja rósettusteininn fræga augum í London. Ég er ekki viss um að hann væri eins merkilegur í Kairó.

Mæli með British Museum, þótt margt það góss sem þar er sýnt ætti kannski sanngjarnari stað annars staðar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 21:29

2 identicon

Takk fyrir ágæta grein, einsog svo oft hjá þér Ómar. Smá ónákvæmni sem skiptir etv ekki öllu mái: Ég held að það sé rangt að Frakkar hafi tekið stytturnar af Brandenborgarhliðinu 1945, enda voru Rússar nær allsráðandi í Berlín þá.  Hins vegar tóku sigursælir herir Napóleons stytturnar ca 1805, síðan var styttunum skilað eftir að Napoleon missti völdin tíu árum síðar. 

Jón Magnússon (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 11:26

3 identicon

Parthenon stendur á hæðinni Akrópólis (háborg), sem gnæfir yfir Aþenu, höfuðborg Grikklands. Hofið var heiðrað gyðjunnu Athena. Það var reist á valdatíma Períkles (um 495-429 f. Kr.), sem stóð mjög fyrir fegrun borgarinnar. Parthenon (meyjarhofið) er undur-fagurt, kannski fegursta bygging veraldar. Ógleymanlegt öllum sem fá það augum litið.

Ekki langt frá Parþenon er Erechtheion hofið. Erechtheion var notað til að dýrka höfuðguðina í Attica,  Athenu og Poseidon-Erechtheus. Hofið er kannski frægast fyrir sínar sex kvenstyttur, Caryatids, sem halda uppi þaki lítils útskots á suðurhlíðinni. Bretinn Lord Elgin stal þessum styttum og flutti til London. Fimm hefur verið skilað og eru í Acrópólissafninu, en ein er eftir í British Museum, sem er annars fullt af þýfi frá Grikklandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband