19.3.2012 | 19:13
"Öfgamenn í umhverfismálum taka orkumál í gíslingu með baktjaldamakki."
Þetta voru orðin, sem Bjarni Benediktsson notaði um náttúruverndarfólkið sem hefur með rökstuddum umsögnum, ábendingum og upplýsingum varðandi rammaáætlun viljað að með faglegri umfjöllun um suma virkjanakostina sé tekið á ýmsum nýjum og mikilsverðum atriðum, sem komið hafa fram.
Þrettán náttúruverndarsamtök stóðu að heildarumsögn um virkjanakostina og samtök, félög og einstaklingar meðal náttúruverndarfólks stóð að ýmsum umsögnum um einstaka virkjanakosti.
Umsagnirnar, ábendingarnar og upplýsingarnar hafa allir verið birtar á vef iðnaðarráðuneytisins en Bjarni kýs að kalla það "baktjaldamakk öfgamanna í umhverfismálum" og "fagurgala um fagleg vinnubrögð" að nýjar upplýsingar og ábendingar séu skoðaðar.
Nú reynir hann að klóra yfir skítinn sinn með því segja að hann hafi ekki nefnt náttúrunefndarsamtökin á nafn.
Þar með er hann kominn í góðan félagsskap með Vígdísi Hauksdóttur sem sendi út upplýsingar beint af lokuðum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að láta vita um umræður þar, en sagðist eftir á ekki hafa nefnt neinn fundarmanna á nafn, heldur verið að bera það út og segja frá því sem Jóhanna Sigurðardóttir væri að hugsa !
Formaður Sjálfstæðisflokksins ætti að huga að því að skoðanakannanir hafa lengi sýnt, að landsfundir flokksins, flokksráð og forystumenn eru fjarri því að spegla rétt þau hlutföll skoðana í umhverfis- og náttúruverndarmálum sem eru meðal kjósenda flokksins.
20. desember 2001 var fordæmið birt "til skræk og advarsel" þegar Ólafur F. Magnússon var á landsfundi hrakinn úr ræðustóli, hrópaður niður og niðurlægður með því að vera kallaður hryðjuverkamaður með velþóknun fundarstjórans, sjálfs forseta Alþingis, og síðan þá hefur flokksforystan því miður viðhaft skoðanakúgun innan stofnana og funda flokksins.
Hver sá sem vogar sér að andmæla fær þegar í stað stimpilinn öfgamaður.
Kúgunin sést vel á því að svo virðist sem enginn þori að tala fyrir munn þeirra þúsunda góðra og gegnra kjósenda Sjálfstæðisflokksins sem er ekki á línu forystunnar.
En sú stund þegar Ólafur F. var hrakinn úr flokknum úthrópaður sem hryðjuverkamaður og niðurlægður, - sú stund verður, þótt síðar verði, talin hans stærsta stund en flokksins versta stund.
Talaði ekki niður til náttúruverndarsinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
14.3.2012:
"Vinna við rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 og á öllum stigum málsins hefur verið lögð áhersla á að vinna málið eins vel og faglega og framast er kostur.
Tilgangur vinnunnar er að vega og meta það hvernig orkuvinnsla næstu ára og áratuga geti þróast með heildarhagsmuni að leiðarljósi, svo sátt náist á milli sjónarmiða nýtingar og verndar."
Vel skal vanda
Þorsteinn Briem, 19.3.2012 kl. 19:29
Er einhver sérstakur vinahópur þinn með heitið "náttúruverndarfólkið" ? Því miður eru öfgarnir uppfullar af því að ala á hatri og illgirni og slá sig til riddara á kostnað náttúrunnar og þess fólks sem tekur ekki þátt í öfgafullum kredduboðskap umhverfissnobbaranna. Það er stór hópur fólks sem hvorki hefur nennu né tíma (og er heldur ekki á launum við það) að senda athugasemdir við allt umhverfisfarganið. Allt það fargan er búið til af öfgafólkinu fyrir öfgafólkið og öfgafólkið hefur af því mikla og góða vinnu.
Sigurjón Benediktsson, 19.3.2012 kl. 19:45
Er ekki tannálfurinn mættur að tala hér um dóttur sína.
Þorsteinn Briem, 19.3.2012 kl. 19:52
Öfgamenn og ekki öfgamenn er þú ekki það ?
Miklar rannsóknir hafa farið fram á náttúru Íslands. Mikil þekking hefur safnast og ætti hún að vera grundvöllur að umræðu um umhverfismál. En þar er mikil brotalöm. Það er ekki góður fréttaflutningur þegar fólk byggir skoðanir sínar á misskilningi sem hefur viljandi verið laumað inn. Ómar Ragnarsson sýndi hvað eftir annað myndskeið af gróðurlendinu í Þjórsárverum á meðan hann fjallaði um Norðlingaölduveitu og lón hennar í sjónvarpsfréttum. Niðurstaðan er sú að stór hluti þjóðarinnar heldur að þar hafi verið sýnt land sem ætti að sökkva. Það er ekki rétt og þá stóð ekki til að spilla að neinu marki því sérstæða votlendi sem jafnan er vísað til í umræðunni. Vatn rennur úr verunum í Þjórsá og burt í henni. Áin vökvar ekki gróðurlendið. Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum.
Öfgamenn nota áróður til að ná sínu fram svo einfalt er það.
Rauða Ljónið, 19.3.2012 kl. 20:49
Gaman væri og ekki gaman að skoða kjaftinn á st.br. Trúlega er ekki mikið upp í honum þótt hann þykist stór.Og sennilega allt best komið á haugunum eða í klósettinu sem þar er.
Sigurgeir Jónsson, 19.3.2012 kl. 21:45
Svarta gallsins Sigurgeir,
sauður er hann, kall úr leir,
úr hausnum tóku heilann þeir,
hrafnar krunka þar nú tveir.
Þorsteinn Briem, 19.3.2012 kl. 22:09
Já en... vatnsvirkjunafíklar eru líka fólk!
Skuggi (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 22:20
Aðferðir "náttúruverndarsinna" eru þvílíkir öfgar orðnir,að, nálgast bilun, það er alveg sama hvað gert er það er alltaf einhver annar kostur betri, meira að segja er sá betri orðinn vondur þegar búið er að velja hann. Ég man eftir þeim tína þegar ekki mátti virkja vatnið, þá sögðu "náttúruverndarsinnar" ekki vatnið virkjum gufuna, og þegar farið var að virkja gufuna þá var það ekki nógu gott heldur, samkvæmt því er það mín skoðun að það er ekki neitt nógu gott fyrir þetta "fólk".
Hörður Einarsson, 19.3.2012 kl. 22:41
Það þarf ekki annað en að líta á orðfærið og hugarfarið sem það tjáir svo augljóst megi vera að öfgafólkið í þessum málaflokki eru virkjanafíklarnir en ekki náttúruverndarfólk.
Þess utan hafa svo viðvaranir náttúruverndarmanna jafnan reynst á rökum reistar og fremur að fleiri nýjar og óvæntar afleiðingar hljótist af en að skaðsemin sé minni en bent hefur verið á.
Byrjum bara á að spyrja okkur um afleiðingarnar af virkjun Sogsins — urðu þær minni en menn óttuðust fyrir Sogið og Þingvallavatn? Afleiðingarnar af kísilnáminu í Mývatni? — Hvernig er lífríki Mývatns núna?
Er ekki örugglega búð að leysa leirfoksvanda Kárahnjúka? — Eða hvernig er með grænu umhverfisvænu virkjanirnar á Hellisheiði? — Eru nokkur óvænt umhverfisvandmál þar? Jarðskjálftar, mengað afrennsli eða brennisteinsvetni í andrúmsloftinu? ....
Helgi Jóhann Hauksson, 19.3.2012 kl. 22:44
Framleiðslugeta vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.
Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.
Þorsteinn Briem, 19.3.2012 kl. 22:53
Það er merkilegt að heyra því haldið fram af Sigurjóni Ben. að náttúruverndarfólk hafi mikla og góða vinnu og þar að auki laun af því að vera með öfgaáróður. Mjög fáir í hópi náttúruverndarmanna hafa atvinnu eða laun af því áhugastarfi sem þeir sinna, á meðan Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki voru með fólk á launum við að rýna starfið í Rammaáætlun, við að mæta á fundi og gera margháttaðar athugasemdir við allt og ekkert. Þar var ólíku saman að jafna. En það er ekkert nýtt að öfgafullir nýtingarsinnar saki aðra um öfga og halda að þeir hugsi eins og þeir sjálfir. Alltaf má treysta því að Sigurjón leggi eitthvað málefnalegt til umræðunnar.
Friðrik Dagur Arnarson (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 23:02
19.3.2012 (í dag):
Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir "fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýtanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."
"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir hann og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."
Þriðjungur er andvígur meiri virkjun
Þorsteinn Briem, 19.3.2012 kl. 23:17
Náttúruverndarsamtök Íslands eru, eins og nafnið gefur til kynna, samtök til verndar náttúru Íslands.
Gegn hverjum kunna sumir að spyrja.
Jú, t.d. Sjálfstæðisflokknum, sem gætir hagsmuna fárra útvaldra, vafningalaust.
Jóhann (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 23:18
Ef Sigurjón Benediktsson hefði haft fyrir því að fylgjast með umsagnarferlinu um rammaáætlun meðan á því stóð, hefði hann séð hverjir byrjuðu.
Áður en náttúrverndarfólkið, sem vann nær allt launalaust sína vinnu, kom fram með sínar umsagnir, voru virkjanaaðilarnir komnir með umsagnir inn í löngum bunum þar sem launaðir verkfræðingar og verkfræðistofur lögðu það fram að fallið væri frá áformum um vernd og biðflokk og allt virkjað sundur og saman.
Launaðir sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur hófu slaginn með því að heimta Bitruvirkjun og frá virkjanafyrirtækjum streymdu inn kröfur um virkjanir í stað verndar eða þess að betur væri rannsakað.
Tannlæknirinn góði, sem hefur að atvinnu að breyta lóðréttri stöðu viðskiptavina sinna í lárétta, fer að sjálfsögðu létt með að snúa málum á haus eins og hann er vanur.
Ómar Ragnarsson, 20.3.2012 kl. 01:56
http://www.dv.is/blogg/gudmundur-hordur/2012/3/19/landsvirkjun-leggur-midhalendid-undir-sig/
GB (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 10:03
Ef það er búið að vinna að þessari rammaáætlun frá 1999 er þá ekki mikilvægt að fara að koma henni í framkvæmd. Það eru engin rök fyrir því að slík vinna taki meira en áratug. Það er einföld og efnisleg rök fyrir því að svona vinna á ekki og þarf ekki að taka svona langan tíma.
Með ramma áætluninni skapast vonandi sátt um hvað eigi að friða og hvað megi virkja.
Gísli Gíslason, 20.3.2012 kl. 10:03
Steini Briem verður hér oft fyrir lúalegum árásum, ef ekki svívirðingum. Nú er það einmitt hann sem færir okkar fróðlegar heimildir, sem auðveldar okkur að ná sæmilega réttum myndum af ýmissum málefnum. En það virðist fara fyrir brjóstið á mörgum. Furðulegt!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 10:08
Landsvirkjun vill náttúrulega komast í sem flesta hagkvæma virkjunarkosti á landinu áður en við göngum í Evrópusambandið. Eftir það verður nefnilega öllum íbúum þess frjálst að virkja þar sem þeir telja hagkvæmt. Landsvirkjunarmenn vilja gera sitt fyrirtæki sem verðmætast áður en til inngöngunnar kemur, því þá verður ríkið að selja hana og þeim mun meira fæst fyrir hana. Er þetta nokkuð flókið?
Quinteiras (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 10:54
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.
Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."
Þorsteinn Briem, 20.3.2012 kl. 11:25
Sannleikanum er hver sárreiðastur.Það er svo auðvelt að hjóla í manninn í stað þess að lesa rökfærslur og ábendingar.Steini er gáfaðri en svo að hann láti einhverja afturhalds eiginhagsmunaseggi níða sig niður . Svo er einnig um Ómar.Áfram drengir!
Ragna Birgisdóttir, 20.3.2012 kl. 11:56
Öfgasinnuð andvirkjunarstefna á ekkert skylt við náttúruvernd, þetta er pólitísk andstaða við áliðnaðinn og baráttuaðferð sem gripið var til þegar ljóst var að allar sögur um mengunarhættuna af álverunum voru stórlega ýktar. Andvirkjunarstefnan siglir því undir fölsku flaggi náttúruverndar. Framleitt hefur verið heilt safn af slagorðum sem sýna eiga náttúruspjöll af virkjunum. Þekktast þeirra er “umhverfisáhrif” og svo hið enn sterkara “óafturkræf umhverfisáhrif” sem á að vera afgerandi ástæða til að segja nei. Auðvitað verður landið fyrir áhrifum af virkjunum, en í flestum tilfellum eru þau jákvæð eins og þeir sem ferðast um Langadal hafa sannreynt, en sá dalur er að gróa upp á fljúgandi ferð og Blanda orðin að einni bestu laxveiðiá landsins, allt vegna Blönduvirkjunar. Í öllum þessum andvirkjunaráróðri eru aldrei tekin nein dæmi um náttúruspjöll af virkjunum sem búið er að byggja, enda eru þau nánast ekki til. Þvert á móti, virkjanir hemja eyðingarmátt straumvatna, stuðla að uppgræðslu lands og laða að ferðamenn. Og það er ekki meiri eftirsjá að botninum á Hálslóni en af botninum á Þingvallavatni og Mývatni. Hve lengi á þessi kjánaskapur að halda áfram, að láta pólitíska mótmælendur stöðva heilann atvinnuveg án þess að hafa eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings ? Nú ætla svo öfgamennirnir að bæta um betur, og láta Alþingi loka á það litla vatnsafl sem eftir er þegar hinir sérvöldu "fagmenn" í Rammaáætlun eru búnir að setja alt hitt vatnsaflið í verndarflokk.
Jónas Elíason (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 10:41
Jamm, gríðarlega jákvæð umhverfisáhrif vegna Kárahnjúkavirkjunar, eins og dæmin sanna.
Þar að auki fyllist lónið við virkjunina smám saman af leir, þannig að virkjunin verður ónýt.
Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.