21.3.2012 | 15:12
Brot af þúsundum milljarða sem enn á að spila með.
Til þess að lifa af við óblíð skilyrði í þúsund ár urðu Íslendingar að líta á áhættufíkn með velþóknun.
Það var að grípa gæsina þegar hún gafst, fara á sjó, þótt tvísýnt yrði um veður o. s. frv., um það snerist lífsbaráttan.
Sjálfur uppruni þjóðarinnar markaðist af þessu hugarfari. Í stað þess að vera áfram í Noregi ákváðu landnámsmenn Íslands að taka áhættuna af erfiðu og tvísýnu ferðalagi yfir úfið haf.
Síðar námu þeir lönd á Grænlandi og í Vesturheimi með sama hugarfari.
Þegar nýir tímar runnu upp á síðustu öld, þar sem þessa var ekki lengur þörf, gátum við ekki aðlagað okkur að því.
Þessi ásókn okkar eftir áhættu og stundargróða er landlæg og teygir sig miklu víðar en sést í fljótu bragði.
Gott dæmið voru þúsundir milljarða sem lagðar voru undir í aðdraganda Hrunsins. Enn verra dæmi eru þúsundir milljarða sem nú eru lagðir undir og á að leggja undir, þegar selja á risastórum kaupendum fyrirfram orku á spottprís, án þess að trygging sé fyrir því að hún sé til, - og látið nægja að miða við að það að hún endist að meðaltali í 50 ár.
Skítt með það þótt þúsunda milljarða reikningur komi í hausinn á afkomendum okkar þegar spilaborgin hrynur.
Í flestum tilfellum er þetta ekki einu sinni fjárhættuspil heldur spil sem vitað er fyrirfram að verður tapað.
En það gerir ekkert til af því að það bitnar ekki á okkur sjálfum heldur þeim sem taka við af okkur.
Milljarðar af gjaldeyri í fjárhættuspil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lengi lengi röfluðu öfgasinnaðir vikjunarandstæðingar um að virkjunarlón Kárahnjúkavirkjunar myndi fyllast á örfáum árum, og þjóðin myndi tapa gríðarlegum upphæðum.
Skv rannsóknum, þá fyllist virkjunarlón Kárahnjúka á 400 árum.
Skyldu öfgasinnaðir virkjunarandstæðingar hafa lært af því máli?
Nei, þeir eru enn við sama heygarðshornið, að kasta fram fullyrðingum um áratugi og þúsundir miljarða, án þess að hafa nokkuð í höndunum.
Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 15:29
19.3.2012:
Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir "fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýtanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."
"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir hann og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."
Þriðjungur er andvígur meiri virkjun
Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 15:36
Takk fyrir þetta Steini, það þýðir að tveir þriðju eru ekki andvígir virkjun.
Sem er merkilegt, þar sem þetta er könnun s.k. "umhverfissamtaka", sem hefur hingað til ekki þótt mikilsvert að halda staðreyndum til haa þegar áróðurinn er básúnaður yfir land og lýð.
Merkilegt líka, að 84% líta jákvæðum augum á jarðvarmavirkjanir.
Sem þýðir að þeir sem líta jarðvarmavirkjanir illum augum, eru einungi 16%.
Heil 16%.
Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 15:47
"31,4 prósent aðspurðra voru mótfallin byggingu fleiri jarðvarmavirkjana á Hellisheiði. 30,2 prósent voru hlynnt frekari virkjanaframkvæmdum og 38,4 prósent létu málið sig engu varða."
Þriðjungur er andvígur meiri virkjun
Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 15:52
Tölfræði er skemmtileg.
Einungis 31,4% er andvíg frekari virkjun á Hellisheiði, skv könnun nokkurra öfgasinnaðra "umhverfissamtaka", 68,6% eru ekki andvíg frekari virkjun.
84% líta gufuaflsvirkjanir jákvæðum augum, einungis 16% eru forpokaðir afturhaldsseggir, sem vilja hindra frekari uppbyggingu á Íslandi.
Ætli það seú ekki 16% sem vilja fylla landið af erlendum ferðamönnum, með þeim skaða sem það veldur náttúru landsins.
Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 15:57
Tæknipælingar þínar Ómar í sambandi við bíla eru alltaf eðlilegar.
en þegar kemur að tækniatriðum hvað varðar nýtingu jarðhita - er ein og forritið í þér slökkvi á sér og einhver "umhverfisdraugur" vaði uppi með tóma þvælu.
Tækni við jarðboranir heldur áfram að þróast - ef við höfum vit á ða halda áfram að bora.
Tækniframþróun við neðansjávarlagnir í gasi og olíu - er um 20% á ári - sem þýðir að ný þekking verður til á 5 ára fresti...
Djúpboarnir standa á sér - vegna fjárskorts. Djúpboranir munu leysa af og þá komumst við nær hita jarðar - þar er nógur hiti - varla efast þú um það.
Það sem okkur vanta í dag - er fjármagn til að þróa tækni við djúpboranir.
sjá þessi skrif þín...
"Skítt með það þótt þúsunda milljarða reikningur komi í hausinn á afkomendum okkar þegar spilaborgin hrynur."
Hvað reikningur? Hvaða spilaborg hrynur? Þetta er algerlega glórulaus skrif hjá þér.
Sjáðu BLÁA LÓNIÐ auka afrakstur af jarðvarmavirkjun... Svartsengi er þróunarstöð í jarðvarmavirkjunum - við vorum með þeim fremstu í heimi Ómar.... nú erum við að dragast aftur úr... það er stöðnun í framþróun jarðgufuvirkjana...
Ég spur þig enn einu sinni. Hvernig á að borga AGS lánin?? Hvernig á að bæta kjör í landinu??
Kristinn Pétursson, 21.3.2012 kl. 15:58
Jamm, íslensku orkufyrirtækin "græða á tá og fingri" og þurfa ekki að taka gríðarleg lán erlendis til að fjármagna frekari framkvæmdir.
Hvað þá að greiða af þessum lánum.
Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 16:12
23.3.2011:
"Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir evra, að jafnvirði 11,3 milljarðar króna.
Lokagjalddagi lánsins er á árinu 2031 og ber lánið millibankavexti, auk hagstæðs álags.
Í lánasamningnum er ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.
Lánið er mikilvægur áfangi í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar en Landsvirkjun undirritaði sambærilegt lán frá Norræna fjárfestingarbankanum þann 16. mars síðastliðinn að fjárhæð 70 milljónir Bandaríkjadollara [um níu milljarðar króna]."
Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 16:23
Ég hjó eftir einu í skoðanakönnun dagsins um hvort menn vilja virkja meira eða ekki. Það var kríterían, - altso skilgreiningin á spurningunni. Það er næstum alveg eins hægt að spyrja "Viltu hætta alfarið að virkja á landinu?"
Það eru virkjanir í pípunum sem lítill eða enginn ágreiningur er um. Og það eru tækifæri enn, þó að í smærri stíl séu, þar sem ekki steytir á.
En væri spurningin "Ertu sammála að setja restina af virkjanlegu afli landsins í stóriðju?", - þá yrðu svörin önnur.
Jón Logi (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 17:09
Vegna gengishruns íslensku krónunnar geta bandarísk álfyrirtæki nú greitt MUN FÆRRI Bandaríkjadali vegna launa og þjónustu hér á Íslandi, þar sem þau geta keypt mun fleiri íslenskar krónur en áður fyrir hvern Bandaríkjadollar.
Frá ársbyrjun 2006 hefur gengi Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni hækkað um 99% og evrunnar um 123%.
Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 17:55
Gvöð Steini, taka orkufyrirtæki virkilega lán fyrir nýjum virkjunum?
Skandall.
Fyrir það fyrsta, þá eiga þau náttúrulega að nurla saman í virkjanir upp á eigin spýtur, þó svo það tæki aldir, og auðvitað eiga þau þá að kaupa notaðar virkjanir, en ekki nýjar.
Við verðum að vinda ofan af þessari vitleysu. Almenningur er meira að segja farinn að taka lán fyrir íbúðum, bæði nýjum og notuðum. Og hugsaðu þér, sá sem tekur íbúðalán núna, til fjörutíu ára, greiðir lokagreiðslu árið 2052. Pæld'íði maður. Og hvurnig á hann svo sem líka að borga þetta?
Betra væri að fólk sparaði saman, segjum 25-30 miljónir, áður en það kaupir.
Og takk fyrir að upplýsa okkur um þá óhæfu, að bandaríkst illmenni borgi Íslendingum lægri laun í dollurum, en áður.
Ég vill taka þetta lengra, og buffa líka þau íslensku, sem komast upp með það nákvæmlega sama.
Steini, þú ert okkur hinum fyrirmynd í hvívetna. Viskubrunnur þinn virðist botnlaus.
Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 18:40
Hilmar.
Nenni ekki að lesa meira af þessu rugli þínu.
Reyndu að gera eitthvað af viti.
Byrjaðu á að taka til í herberginu þínu og vaska upp fyrir mömmu þína.
Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 19:08
Hva, Steini, svararðu ekki dáranum af virðuleik?
Ég átti alla vega erfitt að gefa svar við einu "inpútti" með stíft sjéntil-andlit, hehe.
Jón Logi (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 19:16
21.11.2008:
"Orkuveita Reykjavíkur tapaði nærri 40 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri sem samþykkt var af stjórn fyrirtækisins í dag.
Skýrist þessi niðurstaða alfarið af 64 prósent gengisfalli íslensku krónunnar, eftir því sem segir í tilkynningu til Kauphallarinnar."
"Þá reyndust skuldir félagsins 183 milljarðar króna en voru 102 milljarðar í lok síðasta árs."
Fjörutíu milljarða tap Orkuveitu Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 19:52
Því hefur aldrei verið haldið fram af nokkrum manni að Hálslón myndi fyllast á nokkrum árum.
Í mati á umhverfisáhrifum var slegið fram tölunni 400 árum, en þá var byggt á aurburðarmælingum frá köldum áratugum milli 1965 og 1990.
Aurburðurinn hefur stórvaxið síðustu ár og má sem dæmi nefna að Kringilsá hefur hálffyllt 150 metra djúpt gljúfur með nokkrum fossum á aðeins örfáum árum.
Þess vegna getur tíminn sem tekur að fylla hinn 180 metra djúpa dal sem Hálsón fyllti farið niður í 100 - 150 ár.
Fyrir þær milljónir Íslendinga sem munu sitja uppi með eyðilagða náttúru og ónýta miðlun í framtíðinni skiptir litlu hvort verkið var unnið á 100 árum eða 400 árum.
Ég var reyndar ekki að tala um þessa virkjun heldur jarðvarmavirkjanirnar.
Einu kröfurnar sem nú eru gerðar um endingu er að þær endist í 50 ár.
Nokkrir sérfræðingar, svo sem Guðni Axelsson og Ólafur Flóvenz og á undan þeim Bragi Árnason, hafa bent á, að með því að marga 3svar til 5sinnum hægar í sakir sé hægt að láta virkjanirnar endast þannig að hægt sé að standa við fullyrðingarnar sem við veifum framan í alla um að þetta sé endurnýjanleg orka.
En þessu er ekki sinnt, heldur stefnt að því að klára þessa orku á 50 árum og láta afkomendur okkar standa á þeim tíma uppi með ónýt svæði og tap upp á þúsundir milljarða eftir það, á meðan beðið er í 100 - 500 ár eftir að svæðin jafni sig.
Ómar Ragnarsson, 21.3.2012 kl. 20:05
Reynslan af fullyrðingum undanfarinna ára, varðandi áhrif Kárahnjúkavirkjunar, ætti að vera hugsandi mönnum umhugsunarefni þegar sömu hrakspáraðilar taka sig til og kasta fram algerlega órökstuddum fullyrðingum um háhitavirkjanir.
Tölur um áratugaendingu, þúsund miljarða tap og ónýt svæði, komandi frá sama fólki og varaði við aurfyllingu á áratugum við Kárahnjúka, hrun fiskistofna og eldgos, eru ekki mjög sannfærandi.
Nú eru menn farnir að bakka með áratugina við Kárahnjúka, ekkert eldgos má rekja til Kárahnjúka og ekkert hrun á fiskistofnum hefur orðið.
Með reynsluna af Kárahnjúkakjaftæðinu, er rétt að rukka ykkur um staðreyndir og ígrundaðar tölur, annar ert þú og þínir líkir (s.k. umhverfissinnar) algerlega ómarktækir, og ábyrgðarlausir, í umræðunni.
Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 22:51
13.3.2009:
"Tap HS Orku (Hitaveitu Suðurnesja) á síðasta ári nam tæplega 11,7 milljörðum króna."
"Skuldir nema hins vegar 30,5 milljörðum króna."
HS Orka tapaði 11,7 milljörðum króna
Þorsteinn Briem, 21.3.2012 kl. 23:33
Iss piss Steini minn, þetta nær ekki einu sinni því sem Steingrímur dældi í gjaldþrota Sjóvá og Spron.
Plús það, að hann og Jóhanna eru að reka ríkið með stórkostlegum halla.
Verðum við þá ekki að loka ríkinu, taprekstur gengur ekki?
Hilmar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 23:44
Langtímaskuldir Landsvirkjunar í árslok 2008 voru um þrír milljarðar Bandaríkjadala, eða 370 milljarðar króna, andvirði þriggja Kárahnjúkavirkjana.
Vaxtagjöld Landsvirkjunar árið 2008 voru 178 milljónir Bandaríkjadala, um 20 milljarðar króna.
Og Landsvirkjun tapaði árið 2008 345 milljónum Bandaríkjadala, um 40 milljörðum króna.
Þorsteinn Briem, 22.3.2012 kl. 00:22
Hjúkkit, það er eins gott að LV hagnaðist um 52 miljarða árið á undan, og hafði efni á þessu.
Og sem betur fer nema eignir LV tvöföldum skuldum, og eru þá ekki frábærar afskrifaðar eignir eins og Búrfell þar inní.
Flottur rekstur Steini, einn sá alflottasti í vestrænum heimi.
Veit ekki hvar við værum án LV. Sennilega í myrkrinu þar sem þú dvelur daglega.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 00:47
16.3.2012:
"Tap Orkuveitu Reykjavíkur nam 556 milljónum króna á síðasta ári."
Tap hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 22.3.2012 kl. 01:55
15.2.2012:
"HS Orka tapaði rúmum 900 milljónum í fyrra."
HS Orka tapar milljarði – Helguvík hjálpar ekki segir forstjórinn
Þorsteinn Briem, 22.3.2012 kl. 02:17
Já Steini, það hefði aldrei átt að sleppa Samfylkingunni og R-listanum inn í OR.
Ég er sammála þér.
Þetta segir okkur líka að við eigum ekki að niðurgreiða orku til heimila. Það gengur ekki að vera með ódýrustu heimilisorku í hinum vestræna heimi. Værum sko snöggir að hala inn skitnum 500 miljónum, sem er nú reyndar varla meira en Össur eyðir í kampavín og kruðerí í Brussel.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.