21.3.2012 | 19:26
Vilji er allt sem þarf.
Icelandair stendur kannski ekki best að vígi allra varðandi það að vera stundvíst flugfélag. Að minnsta kosti er Keflavíkurflugvöllur áreiðanlega með erfiðari flugvellum veðurfarslega til að stundvísi verði náð.
Á móti kemur að gríðarleg umferð við stærstu flugvellina í Evrópu veldur oft seinkunum.
Sú var tíðin að fyrirrennari Icelandair, Loftleiðir eða Icelandic Airlines, átti mjög erfitt með að vera stundvíst, einkum vegna þess að flugfélagið bauð lægstu fargjöld lengi vel með því að nota mun hægfleygari flugvélar en keppinautarnir en það bitnaði mjög á stundvísinni.
Skammstöfunin nafns félagsins, IAL, varð í munni gárunga skammstöfun fyrir I Am Late eða ég er seinn.
Á íslensku hefði þessi skammstöfun orðið að EES, fyrir orðin eg er seinn !
En stundum er vilji allt sem þarf. Í sumum löndum hefur óstundvísi járnbrauta orðið heimsþekkt, til dæmis á Indlandi, þar sem hún er aldeilis dæmalaus og getur skakkað mörgum klukkstundum.
Enn í dag hefur ekki verið unninn bugur á þessu. Fyrstu áratugi síðustu aldar voru Ítalir alræmdir skussar í þessu efni, en síðan varð til eitt frægasta dæmið um það að hægt sé að vinna bug á heimsfrægri óstundvísi er það hvernig Mussolini tókst að fá ítölsku járnbrautirnar til að ganga í samræmi við áætlun.
Því miður var þetta ekki hægt nema að beita aðferðum í samræmi við stjórnarhætti, sem seint verða taldir hafa verið mannúðlegir.
Icelandair stundvísast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumir segja að krossgötur séu þar, til dæmis á fjöllum eða hæðum, sem sér til fjögurra kirkna.
Þegar menn sitja á krossgötum koma álfar úr öllum áttum og þyrpast að manni og biðja hann að koma með sér en maður má engu gegna.
Krossgötur
Þorsteinn Briem, 30.3.2012 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.