Hvernig er hægt að haga sér svona ?

Störf lækna og hjúkrunarfræðinga eru göfug og Hippokratesareiður þeirra er hinn siðferðilegur grunnur einhvers mesta mannúðarstarfs sem hægt er að ímynda sér.

Þess nöturlegri og ótrúlegri eru hin fjölmörgu dæmi þar sem glæpsamleg græðgi, óskammfeilni og virðingarleysi samviskulausra lyfjaframleiðenda og annarra sem tengjast heilbrigðiskerfinu, fyrir lífi og velferð fólks, hafa valdið ósegjanlegum þjáningum og jafnvel dauða.

Það er erfitt að trúa því sem gerst hefur varðandi PIP-silikonpúðana en svona getur nú heimurinn stundum verið harður.

Vonandi verður hægt að koma lögum yfir hina seku svo að þeir fái makleg málagjöld.


mbl.is PIP-sílikonpúðarnir eru í mauki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar Ragnarsson. PIP iðnaðarsilikon-púðar hafa ekkert með lyf að gera. 

Það hefur einnig ekkert með viðgerð að gera, þegar þú dælir lofti í dekkin á þínum skrjóðum.

Nú, ef þín heilsa er það góð að þú hafir aldrei þurft á neinum lyfjum að halda, til lukku.

En svo er ekki um flesta.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 23:33

2 identicon

Er ekki hægt að tala um líkamstækna fremur en lækna  í sumum tilfellum .?

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 23:59

3 identicon

Teir geta hagad ser svona ut af tvi ad tad er til helingur af heimsku kvenfolki .vaeri ekki snidugra ad lata setja i sig blodrur daela svo bara i lofti eftir hentugleika

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 00:27

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mér finnst orðið nokkuð merkilegt hve margir karlmenn þurfa á risavöxnu vöðvabúnti efri handleggja að halda til að geta lyft kúlupenna í vinnu sinni.

Þegar útslitnir líkamar líkakmsræktarstöðva og íþróttamanna leggjast inn á sjúkrahús, þá skulum við minnast græðginnar, eða hvað?

Síðasta sumar sá ég hettumáva svo úttroðna af laxaseiðum að þeir ultu undir bílana. Gátu ekki flogið. Endur sem hrapa til dauða á flugi vegna matargræðgi hafa einnig sést.

Við þurfum víst öll að fá að vera hér.

Og svo er það hin pólitíska græðgi. Hún er einna erfiðust viðfangs og valdamest. Undir henni getur svo margt slæmt gerst; eins og til dæmis Sovétríkin og jafnvel ESB. 

Ef ég man rétt þá er franska ríkisapparatið eitt það stærta í heiminum og tekur sér vel greitt fyrir að hafa samviskulaust eftirlit með þessu öllu. Og ofan í það kemur svo hið heilaga Evrópusamband sem eitt allsherjar ofurlaunað samviskulaust eftirlit með öllum ofan frá. Hvað er að? Meira eftirlit með eftirliti eftirlitsins?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.3.2012 kl. 02:04

5 identicon

 Sed quis custodiet ipsos custodes?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 05:26

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það vantar allt siðferði í lyfja og vísinda-heilbrigðiskerfið. Lyfjamafían er valdamesta og hættulegasta mafía heims. Sú mafía er ekki leðurjakka-klædd, heldur hvítflibba-klædd og siðlaus, og svífst einskis til að græða. Þeirri mafíu er nákvæmlega sama hvaða hörmungar og erfiðleika sviknir sjúklingar þurfa að ganga í gegnum, og láta í veðri vaka að fólk sé ímyndunarveikt og ómarktækt, ef það segir frá soranum.

Þeir læknar og annað starfsfólk innan heilbrigðiskerfisins, sem eru margir, sem raunverulega vilja hjálpa og segja frá soranum, eru þaggaðir niður með níðáróðri í lyfjamafíureknum fjölmiðlum og dagblöðum, og hótað að missa læknaleyfið ef þeir segja frá. Þetta er sorgleg staðreynd á Íslandi. Í flestum siðuðum ríkjum starfa hefðbundnir og óhefðbundnir læknar saman, en á Íslandi er þetta á vanþróunarstiginu ennþá, þegar kemur að viðurkenningu á raunveruleikanum.

Græðgi og pólitík hafa stjórnað á siðlausan hátt með hörmulegum afleiðingum fyrir fjölda fjölskyldna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.3.2012 kl. 06:53

7 identicon

Tja, - til að einfalda þetta, - þá eru þarna ísettir gallaðir íhlutir.

Til verða tjónþolar fyrir vikið.

Sé gerandinn meðvitaður um það, á hann að fá bágt fyrir.

Ef ekki, þá á hann að hjóla í þann sem sveik hann. Rífast. Kæra. Heimta skaðabætur fyrir þolendur.

Mér finnst viðbrögðin hins vegar vera mikið önnur. Þetta er hið ógeðslegasta mál.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 07:55

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gott eftirlit verður að hafa með framleiðslu stinningarlyfja.

Ekki viljum við sístöðu Sjálfstæðisflokksins.

Og gott eftirlit verður að hafa með flokknum.

Eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 24.3.2012 kl. 08:10

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).

Staðlasamtök Evrópu - European Committee for Standardization (CEN):


"CEN's National Members are the National Standards Organizations (NSOs) of the 27 European Union countries and Croatia plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Íslands, Sviss og Noregs].

There is one member per country.
"

List of CEN National Members

Þorsteinn Briem, 24.3.2012 kl. 08:19

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ómar,

PIP púðarnir voru aldrei viðurkenndir af bandarískum heilbrigðisyfirvöldum.  Eftirlitsaðilinn þar stoppaði þá og þeir hafa aldrei verið notaðir í USA.  Staðreynd sem Evrópubúar vilja lítið ræða.  Með svo marga lækna hér menntaða í USA, af hverju kveikti ekki einhver þeirra á perunni og benti á þessa staðreynd?  Það eru fáar þjóðir sem þekkja glæpsamlega græðgi betur en Bandaríkjamenn, og í þessu tilfelli klikkað ekki þeirra eftirlitskerfi!  

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.3.2012 kl. 09:18

11 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ömurlegt þetta PIP mál.

Eitt af því sem ég vonaði að komist í umræðuna var það að þessu PIP fyrirtæki tókst svo auðveldlega að plata eftirlitsaðila sem vottuðu púðana. Þeir gerðu það þannig að þegar von var á þeim, skiptu þeir iðnareitrinu út og voru þá með 100% gæða læknasilicon.

Af hverju boða eftirlistaðilar komu sína ???? Hef heyrt að sama sé hér, t.d. á veitingahúsum, að þá boði eftirlitið komu sína, svo þeir sem þurfa, hafa þá séns á að þrífa og taka til og fjarlægja þá það sem þeir evt þurfa, svo allt sé ready þegar þeir koma.

Og svo hefði ég líka viljað sjá umræðu um gæðin í EC merkingunum. Hvernig eigum við að treysta þeim ? Þessir PIP púðar hljóta að hafa verið með EC gæðavottunar stimpli.

Skil ekki heldur af hverju læknirinn sem flutti þetta inn og framkvæmdi obbann af aðgerðunum þar sem PIP var notað, var ekki tryggður. Taldi að það væri skylda fyrir lækna.

Annars þykir mér ógeðslegasta svindlið í þessum hópi, þar sem vara er innbyrgð eða innplöntuð, vera málið sem kom upp í Kína, þegar sett var eiturefni í ungbarnamjólkurduft til þess að fiffa prótíninnihald. Mörg börn dóu. Þeir menn voru teknir af lífi sem það gerðu, muni ég það rétt. Hefði evt verið tekið harðar á þessum PIP púðum ef á þeim hefði staðið : " Made in China". Ekki að ég sé að mæla með dauðarefsingum, svo það sé á hreinu.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.3.2012 kl. 09:58

12 identicon

Þetta er mál um vörusvik, og afleiðan er víðtækt heilsutjón. Af hverju heyrir maður ekkert af málaferlum, bara af firringum á ábyrgð?

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband