30.3.2012 | 03:06
Frumvarpið lifir. Er vofaTrampe greifa enn á sveimi?
Það eru ýmsar sviptingar í gangi út af stjórnarskrármálinu. Eina leiðin til að láta kjósa um frumvarp stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum er að breyta lögum þannig að fresturinn sé styttri en þegar kosið er bindandi kosningu.
Hin leiðin er sú að geyma kosningarnar til hausts, en víst er, að um leið og gerð verður áætlun um slíkt mun upphefjast söngurinn um hvað það sé dýrt hjá hinum sömu sem stöðvuðu málið nú og munu neyta allra bragða til þess að koma í veg fyrir að þjóðin fái nýja stjórnarskrá.
Fróðlegt er að bera slíkt hugarfar saman við kosningarnar til Þjóðfundarins 1851, sem var stjórnlagaþing síns tíma, sérstaklega kosið til þess að fara með stjórnarskrármálið framhjá Alþingi.
Á þeim tíma bjuggu Íslendingar í torfkofum í vegalausu landi og með hungurvofuna við margra dyr að staðaldri.
Kostnaðurinn við Þjóðfundinn / stjórnlagaþingið 1851 var líkast til hundrað sinnum meiri hlutfallslega en stjórnarskrárferlið hefur verið nú, en ekki er að sjá að nokkur hafi möglað yfir því þá.
Menn höfðu hærri sýn og létu sig dreyma um stjórnarskrá sem þjóðin sjálf semdi.
Þá var það Trampe greifi sem sleit fundinum í miðju kafi og síðan eru liðin rúmlega 160 ár sem Íslendingar hafa ekki fengið þann draum Jóns Sigurðssonar og Fjölnismanna uppfylltan að semja að öllu leyti nýja stjórnarskrá.
Þjóðfundurinn 1851 var ekki kominn nógu langt á veg þegar honum var slitið til þess að verkið við nýja stjórnarskrá þá hafi verið komið nógu langt til að hægt sé að dæma um það.
Trampe greifi sá fyrir því.
Nú liggur hins vegar fyrir heilt frumvarp og mun einu gilda hvernig málið velkist hér eftir hvað það snertir að kynslóðir framtíðarinnar munu eiga þess kost að kynna sér þetta frumvarp og þá viðbót sem fjögurra daga starf stjórnlagaráðs gaf af sér.
Ég kvíði ekki þeim dómi en mér finnst hugsun þeirra heldur lægri sem nú reyna að eyða þessu máli en þeirra, sem sáu ekki eftir því fé, sem lýðræðið átti að kosta 1851.
Lýðræðið kostar peninga en lömun þess kostar þó margfalt meira.
Við gefumst ekki upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef þjóðin vildi nýja stjórnarskrá þá hefði hún mætt á kjörstað í stjórnlagaþingskosningunum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 04:02
Ómar minn, ert þú þá Jón Sigurðsson endurfæddur?
Jón Valur Jensson, 30.3.2012 kl. 04:24
Þú varst hafður að ginningarfífli Ómar. Eini tilgangurinn með þessum sirkus var að koma inn ákvæði um framsal fullveldis. Öðruvísi komast þau ekki inn í ESB. Allt hitt eru Pótemkintjöld og rakalaust rugl. Hrunið varð ekki fyrir gallaða stjórnarskrá.
Flestir sáu í gegnum þetta strax í upphafi enda létu þeir ekki svo lítið að mæta á kjörstað. Síðan var þessi kosning dæmd ólögleg. Sá dómur var hunsaður, svo þú sast ekki þjóðkjörinn í þessu ráði heldur skipaður af Jóhönnu Sig. Lýðræðislegt? Ó nei Ómar minn. Valdníðsla heitir þetta.
Nú stingur þú upp á öðrum leiðum sem fela í sér að olnboga þessu inn með því að afnema lög sem banna einfaldlega svona svínarí. Á hvaða plánetu lifir þú kallinn minn? Tampe greifa samlíkingin þín er hér gersamlega út í hött. Þar snerist málið um að öðlast fullveldi, en nú um að koma því fyrir róða. Er það of flókið fyrir þig að skilja?
Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2012 kl. 05:09
Hans, Jón Valur og Jón Steinar vel að orði komist algjörlega sammála ykkur. Er Ómar kallin krati?
Örn Ægir (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 06:16
Tekið af ANDRÍKI.
Lítið dæmi: Í skýrslu yfirkjörstjórnarmanns í Reykjavík um það hvernig staðið var að „talningu“ atkvæða segir meðal annars:
Óskar Guðmundsson, 30.3.2012 kl. 07:21
Ég vil aðeins í mestu vinsemd benda á, að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá væri jafn auðvelt að koma ESB aðild á án þjóðaratkvæðagreiðslu eins og það var auðvelt á sínum tíma án þjóðaratkvæðagreiðslu að koma okkur undir Chicago sáttmálann 1944, í Sþ 1946, NATÓ 1949, gera varnarsamninginn 1951, koma okkur í EFTA 1970, EES 1993, gangast undir hafréttarsáttmála, mannréttindasáttmála, mannréttindadómstólinn í Strassborg o. s. frv.
En þetta er greinilega fyrirkomulagið sem þið viljið hafa.
Ómar Ragnarsson, 30.3.2012 kl. 08:43
Allt ferlið í þessu stjórnarskrármáli er hreint furðulegt. Það er ekkert vandamál sem tengist stjórnarskránni.
Á Alþingi er brýnast að þingmenn verði ekki jafnframt ráðherrar - því þannig skapast ójafnvægi milli löggjafar og framkvæmdavalds.
Þetta eru flestir sammála um - þangað til þeir verða ráðherrar. Þá er svo gott að geta haft "þingið í vasanaum".
Stjórnarskráin heimilar að við stjórnarmyndun - sé einfaldlega tekin svona ákvörðun - en það er aldrei gert. Hvers vegna ekki? Af hverju var ekki Jóhanna fyrst til að gera þetta svona?
Eyða peningum og tíma þingsins í þetta mál þegar fjölskyldur landsins ná ekki endum saman - það er stórfurðulegt.
Og afstaða þín móti virkjunum Ómar er komin langt yfir strik meðalhófs.
Kristinn Pétursson, 30.3.2012 kl. 09:28
NEI, Ómar, það er ekki mögulegt samkvæmt núgildandi stjórnarskrá að renna Íslandi inn í Evrópusambandið, það eru og voru allir lagasérfræðingar sammála um það og jafnvel flestir pólitíkusarnir líka.
Þeir vissu þetta, þegar EES-samningurinn var samþykktur, þ.e.a.s.: að inntaka í Evrópusambandið væri svo alvarlegt fullveldismissismál, að það YRÐI að breyta mörgum greinum stjórnarskrárinnar til þess að það yrði heimilt. Ég nefni m.a. þau ákvæði, að 1) löggjafarvaldið sé hjá Alþingi og forsetanum (og þjóðinni í tilfelli málskots), 2) að öll lög fari í gegnum Alþingi, 3) þau þurfi síðan að bera upp á ríkisráðsfundi til samþykktar, 4) forsetinn hafi rétt til að synja þeim og bera málið undir þjóðina (26. gr.). Ekkert af þessu héldi ráðandi gildi sínu, ef landið færi inn í Evrópusambandið, því að þá yrðu lög og reglugerðir þar gildar hér "med det samme", án aðkomu Alþibgis, forsetans eða þjóðarinnar. OG ÞETTA ÁTTIRÐU AÐ VITA; saztu ekki í þessu s.k. stjórnlagaráði?
En svo er önnur spurning til Ómars: Hver er Trampe greifi nútímans?
PS. Örn Ægir, Ómar og félagar létu sjanghaja sinni Íslandshreyfingu inn í Samfylkinguna.
Jón Valur Jensson, 30.3.2012 kl. 10:59
"Eina leiðin til að láta kjósa um frumvarp stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum er að breyta lögum þannig að fresturinn sé styttri en þegar kosið er bindandi kosningu."
Í alvöru ? Erum við kominn á þennan stað ?
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 13:18
Spurningarnar sem ekki mátti spyrja
Þorsteinn Briem, 30.3.2012 kl. 14:07
Mig langar nú að spyrja þig Ómar, hvað er það nkl sem þarf svona rosalega að breyta í stjórnarskránni að það má ekki bíða og ræða betur?
steinunn fridriksdottir (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 14:17
Stjórnarskránni verður ekki breytt fyrr en eftir næstu alþingiskosningar.
"79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi.
Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju.
Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 30.3.2012 kl. 14:45
Stjórnlagaráð - Frumvarp til stjórnskipunarlaga
Þorsteinn Briem, 30.3.2012 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.