Gott til íhugunar. Hvað með Andra Snæ?

Hugmyndina að hinum alþjóðlega viðburði, jarðarstundinni svonefndu, er eignuð hugmyndaríkum Ástralíubúum.  Ég er ekki viss um að það sé rétt. Mig minnir að Andri Snær Magnason hafi fyrstur reifað þessa hugmynd og komið henni af stað hér heima.

En hvers vegna að slökkva öll rafmagnsljós? Nú síðast, fyrir tveimur dögum, sagði gegn og góður maður sem á að vera vel "upplýstur" að Íslendingar verði að halda áfram að virkja með sama hraða og áður af því að "við þurfum rafmagn."

Svo sem ekki í fyrsta skipti sem maður heyrir, svo oft er búið að þylja þessa síbylju sem og þá að við, sem viljum staldra við "viljum fara aftur inní myrkvaða torfkofana".

Þegar ég greindi honum frá því að við framleiddum þegar fimm sinnum meira rafmagn en við þyrftum til eigin þarfa og að 80% orkuframleiðslu okkar færu til álvera í eigu útlendinga sem flyttu arðinn úr landi og við nytum aðeins vinnuaflsins, svipað fyrirkomulag og í Nígeríu, kom þessi góði maður af fjöllum og trúði mér varla.

Við erum lánsöm þjóð að eiga svona mikla orku en samt er það hollt fyrir okkur að íhuga ýmsar hliðar þess máls.

Meirihluti íslensku þjóðarinnar hefur aldrei upplifað að standa úti í niðamyrkri í þögn og horfa upp í geiminn þar sem milljarðar stjarna hvelfast yfir.

Slíkt er ekki gerlegt í þeim mikla ljósaljóma sem er í borgum og þéttbýli. Öll upplifun er mikils virði, líka sú að hverfa aftur til upphafsins og frummannsins sjálfviljugur, þótt ekki sé nema í eina klukkustund.   


mbl.is Jarðarstund í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gleymi aldrei þeirri fegurð sem ég upplifði síðla kvölds 29. janúar 1987. Ég var á leiðinni frá Akureyri til Húsavíkur með móður minni. Vissulega engin gleðiferð, því við vorum að koma frá útför vinar okkar og fjölskyldumeðlims Stefáns P. Stefánssonar flugmanns, sem fórst að kvöldi 21. janúar 1987 í aðflugi á Ísafjarðarflugvöll. Ég stoppaði bílinn í Aðaldalshrauni til að horfa. Aðstæður hljóta að hafa verið sérstaklega góðar, en fegurðin var ólýsanleg. Ég held ég hafi aldrei séð Vetrarbrautina eins vel. “Die Milchstrassr -  γαλαξίας”. En myrkur og vont veður er öllu flugi hættulegt, eins og Stefán heitinn mátti reyna. Hinsvegar hreif flugið mig mest í kolniðar myrkri. Aldrei var ánægjan eins djúp yfir því að hafa “control” yfir vélinni og allri tækni. Ljós skyldi maður hinsvegar hafa á öllum mælum.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 15:02

2 identicon

Aldrei hef ég séð eins flott norðurljós eins og í Aðaldal fyrir eitthvað 20 árum síðan. Og stjörnubirtan fín.

En þá er enn hægt að sjá mun himins og jarðar að einhveju leyti.

Mesta myrkur sem ég hef upplifað var að haustnóttu niður við Þverá í Rangárvallasýslu. Þótt að kauptún væri ekki nema kannski 5 km frá, þá var slík svartaþoka, að maður sá ekki hendurnar á sér...í myrkrinu.  En, maður rambaði heim á innbyggðum áttavita,- einhvern veginn. Þokuna sleit svo við það að komast upp í vallendi, - eitthvað sem Ómar kannast kannski við svona okkar í millum, hehe.

Sá fljúgandi vorboða sem kallast "FRÚ" Ómar, og þú hefur væntanlega séð "jarðardaginn" minn hvar ég var í sjóstakknum mínum í að blanda haug. Gerist ekki betra. NB, - dreifi helst ekki haug á lendingarbrautir. Brautir eru færar, Línubraut, Nonnabraut, og svo Skráðabraut. Hana myndi ég þo telja sísta ennþá, en aðra hvora hina betri. Veðja á Nonnabraut. Ekkert jarðfrost og hægt að aka þungum tækjum um að vild.

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 16:49

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"... og að við nytum aðeins vinnuaflsins,"..

Veistu hvað stóriðjan er stór hluti af íslenska hagkerfinu? Hvað hún stendur undir stórum hluta velferðarsamfélagsins?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2012 kl. 17:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Hafnarfirði og Fjarðabyggð eru álver.

"Kópavogur yrði 20 ár greiða skuldir sínar og Hafnarfjörður 25 ár."

"Af öðrum stórum sveitarfélögum en Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi er staðan slæm hjá Árborg og Fjarðabyggð, ef miðað er við skuldir í hlutfalli við tekjur."

Sextíu ár að greiða upp skuldir

Þorsteinn Briem, 31.3.2012 kl. 18:46

5 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Má aldrei segja að álver séu ekki hagkvæm...! Þá koma Gunnar og Steini alveg brjálaðir.....fyrir hönd hverra..??

Snæbjörn Björnsson Birnir, 31.3.2012 kl. 20:37

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Snæbjörn Björnsson Birnir,

Jamm, álverin eru greinilega mjög "hagkvæm" fyrir þessi sveitarfélög.

Ég legg hér einungis staðreyndirnar á borðið hverju sinni.

Og get ekki gert að því að þær fari svona í skapið á leigubílstjóranum.

Þorsteinn Briem, 31.3.2012 kl. 21:02

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Steini, afhverju kemurðu bara með hálfsannleika?

Vissulega setti Fjarðabyggð sig í töluverðar skuldir í kjölfar framkvæmdanna eysta. Stækka þurfti alla grunnskóla sveitarfélagsins. T.d. fjölgaði nemendum í Grunnskóla Reyðarfjarðar um tæp 70%

Íþróttaaðstaða var stórbætt, t.d. byggð ný stórgóð sundlaug á Eskifirði og knattspyrnuhöll á Reyðarfirði.

Lóðaframkvæmdir fyrir íbúðar og atvinnuhúsnæði voru gríðarlegar, eftir áratuga stöðnun. Heilbrigðisþjónusta efld og svona mætti lengi telja. Alllt kostaði þetta skuldsetningu og hluti lána voru í erlendri mynt.

Ólíkt flestum öðrum bæjarfélögum stendur Fjarðabyggð þó vel, þökk sé öruggum tekjum vegna álversins og öflugum sjávarútvegi á Eskifirði, Neskaupsstað og Fáskrúðsfirði.

Steini Briem veit ekkert í sinn haus... en hann kann copy/paste og beitir þeirri kunnáttu sinni óspart. En innihaldslausari athugasemdir fyrirfinnast ekki á moggablogginu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2012 kl. 21:36

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Th. Gunnarsson,

Hitt og þetta hefur einnig verið "stórbætt" í öðrum sveitarfélögum, sem einnig eru á hvínandi kúpunni.

Það tæki Fjarðabyggð FIMMTÁN ÁR að greiða upp sínar skuldir og það þýðir nú lítið að benda á að einhver sveitarfélög standi ennþá verr.

"Af öðrum stórum sveitarfélögum en Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi er STAÐAN SLÆM HJÁ Árborg og FJARÐABYGGÐ, ef miðað er við skuldir í hlutfalli við tekjur."

Sextíu ár að greiða upp skuldir

Þorsteinn Briem, 31.3.2012 kl. 22:30

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gott er að heyra þetta, Jón Logi. Það var ljúft að fljúga FRÚnni í gær, - hvílík dýrð! Hvílík dásemd!

Ómar Ragnarsson, 31.3.2012 kl. 23:56

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fjarðabyggð sker sig algerlega úr, því framkvæmdir voru hlutfallslega margfalt meiri þar en annars staðar. Þess vegna er svona samanburður marklaus.

Ég gleymdi að nefna hafnarframkvæmdir áðan, en þær voru mjög umfangsmiklar. Mjóeyrarhöfn er önnur mesta flutningshöfn landsins í dag og með 3. stærsta viðlegukantinn, 400 metra langann.

En ég árétta það að þrátt fyrir miklar skuldir Fjarðabyggðar, stendur svitarfélagið afar vel vegna jafnra og öruggra tekna, nokkuð sem önnur sveitarfélög líta til öfundar augum. Það breytir því ekki að skuldirnar urðu mjög alvarlegar vegna bankahrunsins. Það gildir auðvitað um önnur sveitarfélög líka, en þó ekki í sama hlutfallsskala.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2012 kl. 23:58

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Th. Gunnarsson,

"Ég er nú búinn að vera leigubílstjóri í töttögu ár og hef aldrei vetað annað eins!"

Það er sama hvað þú gapir hér, STAÐREYNDIRNAR tala sínu máli.

Það tæki Fjarðabyggð FIMMTÁN ÁR að greiða upp sínar skuldir.

"Af öðrum stórum sveitarfélögum en Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi er STAÐAN SLÆM HJÁ Árborg og FJARÐABYGGÐ, ef miðað er við skuldir í hlutfalli við tekjur."

Sextíu ár að greiða upp skuldir

Þorsteinn Briem, 1.4.2012 kl. 00:19

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég nenni ekki að eiga frekari orðastað við þig Steini. Þú virðist ekkert skilja. Ég hef fullyrt hér að þú sért veikur í höfðinu, en sennilega ertu bara kjáni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2012 kl. 00:36

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Th. Gunnarsson,

Það er sama hvað þú gapir hér, STAÐREYNDIRNAR tala sínu máli.

Það tæki Fjarðabyggð FIMMTÁN ÁR að greiða upp sínar skuldir.

"Af öðrum stórum sveitarfélögum en Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi er STAÐAN SLÆM HJÁ Árborg og FJARÐABYGGÐ, ef miðað er við skuldir í hlutfalli við tekjur."

Sextíu ár að greiða upp skuldir

Þorsteinn Briem, 1.4.2012 kl. 00:49

14 identicon

Gott að heyra Ómar. Ég "fann" brosið á þér þegar þú flaugst yfir, og nú verður brátt meira um bæði bros og flug.

Það voru flott skilyrði í gær, og Eyjafjöllin eru skrautótt eins og Hekla, - hef reyndar aldrei séð þau svona flott. En það verður fljótt að hverfa, haldi tíðin sér.

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband