Hálfrar aldar mismunun.

Í hálfa öld hafa Vestfirðir verið eini landsfjórðungurinn sem ekki hefur verið með alþjóðaflugvöll.

Í hálfa öld hafa Vestfirðir einir allra landsfjórðunga mátt búa við það að í skammdeginu sé ekki hægt að nota flugvelli þar nema í nokkrar klukkustundir á sólarhring. Raunar hefur eini flugvöllurinn sem hægt var að nota til blindaðflugs inn á upplýsta braut verið lagður niður, en það var Patreksfjarðarflugvöllur.  

Í hálfa öld hafa Vestfirði verið eini landsfjórðungurinn þar sem landleiðin milli helstu tveggja byggðakjarnanna er ófær yfir veturinn. Það er ekki boðlegt að þurfa að aka meira en 500 kílómetra í stað 173.

1960 voru íbúar í Vestfjarðakjördæmi 1700 fleiri en í Austfjarðakjördæmi og 1300 fleiri en í Norðulandskjördæmi vestra.

Nú eru íbúar á Vestfjörðum að nálgast það að verða helmingi færri en á Austurlandi.

Lengst af í þessi 50 ár höfðu Vestfirðingar jafn marga þingmenn og hin kjördæmin.

Það virðist ekki hafa skilað því sem eðlilegt hefði verið.

Raunar liggur vandi Vestfjarða ekki eingöngu í samgöngum heldur einnig í einhæfu atvinnulífi. Enn eru menn þar uppteknir af svonefndum framleiðslugreinum, en ekki þarf að fara lengi um Vestfirði til að sjá að þar er skortur á innfæddum í slík störf, enda hvergi á landinu eins margir Pólverjar og aðrir aðfluttir útlendingar en þar til að vinna þessi störf.

Og atvinnuleysi eftir Hrunið var hvergi minna en þar.

En nútímafólk gerir fjölbreyttari kröfur til samfélagsins og aðstæðna en þær að fá að vinna í frystihúsum.

Framleiðslugreinar eru að sönnu nauðsynlegar en hin harði veruleiki er að erfitt er að fá fólk til að vinna  þessi framleiðslustörf ef það er það eina sem er í boði. Nútíma þjóðfélag getur ekki vaxið og dafnað ef atvinnulífið er of einhæft.

Þess vegna þarf umbylting félagslegra og menningarlegra aðstæðna á Vestfjörðum að haldast í hendur við umbætur í samgöngumálum. Hvorugt getur án hins verið.


mbl.is Brýnt að bæta samgöngurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Ómar og knús fyrir að benda á þessa augljósu staðreynd :-)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.4.2012 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband