Hafa verið skjálftar á svæðinu síðan 2007.

Ólíklegt er að Öskjuvatn leggi héðan af fyrir vorið. Á þessu svæði var alla síðustu viku hiti allt upp í 8 stig á veðurstöðvunum Upptyppingum, Kárahnjúkum, Brúaröræfum og Brúarjökli. img_1101_1144868.jpg

Öskjuvatn liggur að vísu hærra en vindafar í vetur hefur verið þannig að snjókoman hefur verið mun minni á þessum slóðum en á suðvestanverðu hálendinu. 

Ég reyni að fylgjast vel með svæðinu allt árið til þess að sjá hvernig ástand Sauðárflugvallar sé, en enda þótt hann sé í 660 metra hæð er hann opinn fram í nóvember á haustin og opnast í byrjun júní.

Stóðst þá freistingu, vegna kostnaðar, að fljúga yfir hann í dag til að sjá hvort hann sé orðinn fær eftir viku hlýindi, en hann verður oft fær tímabundið á veturna eftir hlákukafla, því að hvergi á landinu er eins lítil úrkoma og norðan Vatnajökuls. dscf0623_1144869.jpg

Sumarið 2007 hófst skjálftavirkni fyrir suðaustan Öskju sem benti til þess að kvika væri að færast ofar í jarðskorpuna. Virknin færði sig í norðaustur yfir í Álftadalsbungu en síðan yfir í Krepputungu hefur lengst síðustu 5 árin verið nánast við brúna yfir Kreppu ein einnig viðloðandi á línu frá Öskju um Herðubreiðartögl norður í Herðubreið.

Færri hrinur koma nú en áður en eftir hálfrar aldar hlé siðan 1961 þegar tiltölulega lítið gos varð í Öskju, væri ekki óeðlilegt að þarna fari eitthvað að gerast. 

Annars eru eldfjallavötnin dyntótt. Þannig hvarf vestara lónið í Kverkfjöllum fyrir áratug en kom síðan aftur fyrir þremur árum án þess að nokkur kunni á því skýringar. 

Hendi kannski inn myndum, sem ég tók þarna í fyrrahaust þegar tími vinnst til.


mbl.is Öskjuvatn íslaust með öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Ómar. Alltaf góður penni og gaman að lesa pistlana þína.

Anna (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 23:31

2 identicon

eitt er skrítið á reykjanesinu að keyra bíl frá keflavík til selfoss eyðir hann 7,3 lítra 120 km leið til baka eyðir hann 15 lítrum  nánast sama hæð selfoss og kefla vík getur þú útskírt þetta keyrður suðurstrandarvegur báða leiðir

bpm (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 02:29

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þessa mynd setti ég saman úr vikukortum sl árs, þ.e. frá áramótum 2010/2011 til síðustu viku.

Þar sem margir jarðsjálftar eru í litlum punkti gæti það verið merki um uppstreymi eða þrýsting í rás en þar sem þeir dreifast jafnar yfir svæði gæti það fremur verið lárétt innskot sem dreyfir úr sér eins og pönnukaka — nema undir þunga Herðurbreiðar sjálfrar — þar er þunginn of mikill til að innskotið lyfti henni. 
Skjálftar í beinni línu vitna fremur um spennulosun í reksprungum.
Þarna eru fyrst og fremst tveir uppstreymispunktar annarsvegar í Öskju og svo aðeins norður af Upptyppingum.


Rétt samt að rifja upp að Askja hefur í þau skipti sem heimildir eru til um gert mikinn fyrirvara á undan sér, þ.e. með aukinni jarðhitavirkni, leirgosum, aukinni jarðskjálftavirkni og byrjar svo með smágosum t.d. fyrir stórgosið 1875 — en lítið er vitað um hana fyrir þann tíma.
Um leið og það er ekki hægt að treysta því að svo verði áfram þá er heldur ekki hægt að treysta smágosi að það verði ekki dögum eða mánuðum seinna að risagosi eða feikna sprengigosi eins og kom úr Víti á aðeins einum sólarhring, þegar Askja er annarsvegar.

— Þetta er allvegana mitt áhugamanns álit.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.4.2012 kl. 03:03

4 identicon

Er einhver fiskur í þessu vatni og eða veiði ?

Valgarð (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 03:44

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Nei, það myndaðist eftir gosið 1875.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.4.2012 kl. 05:21

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

„Á árunum 1874-1876 urðu ein mestu umbrot í Öskju á sögulegum tíma. Í þeirri hrinu var hið annálaða Öskjugos.

Aðfaranótt hins 29. mars 1875 varð gífurlega mikið þeytigos í Öskju sem þeytti upp gífurlegu magni, líklega um 2 rúmkílómetrum, af líparítvikri og ösku á nokkrum klukkustundum. Í kjölfar þessa goss myndaðist nýr sigketill í suðausturhorni Öskju sem var 2-2,5 rúmkílómetrar. Þessi sigketill er sá eini, sem menn hafa séð myndast, og af frásögnum ferðalanga, sem komu í Öskju, frá gosinu og fram yfir aldamót má ráða að ketillinn hefur verið að síga í langan tíma og að líkindum fram yfir aldamót. Vatn tók síðan að safnast í lægðina og vatnsyfirborðið var stöðugt að hækka fram yfir aldamót en á árunum 1907-1910 er talið að stöðugleiki hafi verið kominn á. Vatnið er nú 224 m á dýpt og er það dýpsta stöðuvatn landsins.“

Helgi Jóhann Hauksson, 3.4.2012 kl. 05:30

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

„Það var svo að kvöldi páskadags þann 28. mars 1875 að kolsvartur gosmökkur sást af Jökuldal stíga upp frá Dyngjufjöllum. Þá var hafið eitt hið mesta öskugos sem sögur fara af síðan land byggðist. Næstu daga féll aska yfir meiri hluta Austfjarða og varð öskulagið víða mjög þykkt. Miðhluti Austurlands varð sem gulgrá eyðimörk yfir að líta. Askan dreifðist yfir 650.000 ferkílómetra allt yfir til Noregs og Svíþjóðar. Í Stokkhólmi féll fíngerð aska í 1.800 km fjarlægð frá Öskju. Af því sést hvað gosið hefur verið kraftmikið, enda var lengi talið, eins og áður hefur komið fram, og einnig kemur fram í eldri heimildum að 2 - 2,5 kílómetrar af líparítvikri og ösku hafi ruðst upp um einn 100 m breiðan gíg, gíginn Víti, á 8 klukkustundumi.“

Helgi Jóhann Hauksson, 3.4.2012 kl. 05:41

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sjá hér: http://www.islandia.is/hamfarir/jardfraedilegt/eldgos/askja.html

Helgi Jóhann Hauksson, 3.4.2012 kl. 05:46

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Helgi Jóhann Hauksson, 3.4.2012 kl. 05:48

10 identicon

Áhugavert kort Helgi

gummih (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 09:03

11 identicon

Það mun að sönnu misskilningur að vikurgosið 1875 hafi komið úr Víti, sbr. http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=31860 

Því trúðu menn lengi og, eins og dæmin sanna, sumir enn.  Sú kenning fór að riða þegar bandarískir geimfarar komu í Öskju til að læra um tunglið og áttu að skýra hvað hefði gerst þar.  Vísvitandi höfðu þeir ekkert verið fræddir um svæðið áður.  Og þeir sögðu eitthvað á þá leið að úr Víti hefði sennilega komið leirgos eftir að vikurgosið átti sér stað en gígar vikurgossins, sem hvergi voru sjáanlegir, myndu hafa farið undir vatn.  Lukust þá upp augu jarðfræðinganna, sem þangað til höfðu étið upp skoðun þess sem fyrst setti fram Vítisgosskenninguna, og sögðu þeir: Vitaskuld.  Hafa nú flestir nautakenninguna fyrir satt.  (Naut?  Við Öskju er sk. Nautagil kennt við astronauta)

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 09:30

12 identicon

Það er hægt að nota malað líparít sem áburð, - mig minnir að það sé þokkalega ríkt af fosfati.Eða var það Kalí?

Fosfat er reyndar að verða mjög verðmætt, - það er verið að tala um að fosfatbirgðir heimsins séu allar eftir 20 ár, - og verðið er strax byrjað að stíga, og það mjög svo.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 13:13

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Logi: úranið verður búið á undan.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2012 kl. 06:37

14 identicon

Klárist úranið má nota þórín.  Klárist það fer að verða færra um fínan drátt. Þá verður sólarorkan að duga. En þegar sólin klárast þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu meir.

Ætli sé ekki heldur meira kalí í ríólítinu?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 09:26

15 identicon

Guðmundur:

Úran hefur minna vægi en fosfat. "P" er eitt hinna þriggja jurtanærandi efna - N fyrir köfnunarefni, P fyrir fosfó og K fyrir Kalí (Potassium, og pottaska, ekki rugla saman við P)

NPK er vægið, og mikilvægi NPK er algert, - matvælaframleiðsla heimsins byggir þar á.

Bara skortur á einu hinna jurtanærandi efna er ávísun á uppskerubrest. Allt heimsins Kalí bætir ekkert upp skort á fosfór. Og fosfórinn er að klárast í því formi sem hann er sóttur.

Úraníum er hins vegar eins og olía, - bara orkugjafi. Köfnunarefni sem eitt hinna þriggja jurtanærandi er unnið á orkufrekan hátt.

En í stuttu, - fæðuskortur er illvígari en orkuskortur, á meðan að orkuskortur mun fækka verð á fæðu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband