Þúsundir fermast.

Nú eru dagar vorsins, lífsins sem alls staðar kviknar og þúsunda ungmenna sem eru að stíga inn í vor lífs síns í ótal fermingarathöfnum um allt land. 

Í dag hófst fermingarhrina hjá okkur Helgu, fyrsta ferming fimm barnabarna okkar á næstu fjórum árum.img_3123.jpg

Það var Birna Marín, dóttir Friðriks Sigurðssonar og Iðunnar, sem fermdist í Lágafellskirkju í dag. img_3120.jpg

Þetta er yndisleg kirkja, gæti verið í hvaða þorpi eða sveit á Íslandi sem væri. Athöfnin falleg og látlaus í góðum höndum sóknarprestanna Ragnheiðar og Skírnis og vel flutt og smekkleg tónlist með Gretu Salome Stefánsdóttur Evróvisionfara í stóru hlutverki. 

En fermingarbörnin glæsilegu voru auðvitað í aðalhlutverkinu og meðfylgjandi myndir eru af hópnum með prestunum og síðan nærmynd af Birnu Marínu í hópnum. 

Hjónavígslur og fermingar eru ánægjulegustu kirkjuathafnirnar.

Hjónavígslurnar taka styttri tíma en venjulegar messur og mér finnst að kirkjan ætti að hafa það í huga, að það er ungviði sem er að fermast og stytta fermingarathafnirnar svo að þær verði ekki mikið lengri en hjónavígslur. 

Raunar var sálmavalið að mínu skapi í dag, fjölluðu um vonbjarta stemningu og einkum fannst mér hinn fjörlegi sálurm númer 591, sem var fluttur í lokin, einkar jákvæður, uppbyggilegur og glaðlegur. 

Það átti vel við. Kirkjunni hefur nefnilega verið falið að boða fagnaðarerindi. 

 


mbl.is Á fimmta þúsund fljúga innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg stúlka, hún Birna Marín. Til hamingju.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband