6.4.2012 | 07:12
Langvarandi beiðnir um "Adobe Flash Player".
Um nokkurra vikna skeið hafa dunið á mér síendurteknar beiðnir um að uppfæra hjá mér Adobe Flash Player.
Ég er hins vegar svo slappur í öllu slíku að ég hef ekki sinnt þessu.
Þegar þetta byrjaði brá svo við að ég gat ekki lengur farið inn á YouTube, mér til mikils ama, því að það er hægt að finna gríðarlega miklar upplýsingar um allann fjandann, tónlist, íþróttir, sagnfræðileg atvik, - nefndu það.
Ég ákvað hins vegar að láta þetta yfir mig ganga og hef ekki komist inn á YouTube vikum saman.
Síðan gerðist það allt í einu í fyrradag, að þrátt fyrir að ég hefði ekkert gert í því að uppfæra Adobe Flash Player, komst ég allt í einu inn á YouTube.
Kannski er þetta eins og í lífinu sjálfu. Enginn getur lifað lífinu án þess að sýkjast af vírusum. Og það virðist ætla að ganga seint að búa svo um hnúta varðandi tölvurnar að þar hrjái fólk svipað óáran.
Nú virðist þessi víruspest gengin yfir hjá mér, en sú næsta er áreiðanlega fyrir handan hornið.
Hálf milljón makka sýkt af vírus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefurðu ekki bara uppfært spilarann óvart?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 09:06
Er það svo mikið mál að smella á "Install"? Það tekur ekki mínútu að uppfæra spilarann.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2012 kl. 10:44
Ef að vafrinn þinn styður við það þá ætti youtube að nýtast við html5 til að spila myndbönd í stað adobe flash sérstaklega ef flash er ekki til staðar, svo ef til vill er það einfaldlega málið.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 12:56
Ég var nú að lesa um að Mac tölvur hafi einmitt verið sýktar með sendingum í nafni Adobe Flash Player.
Gæti ekki verið að þú hafir sloppið við hremmingar með því að vera latur að innsetja slíkar sendingar?
Ekki veit ég það, en ég fékk sjálfur svona tilboð og þáði. Hef svo í nokkurn tíma verið með töluvert seinvirka tölvuna, en hún hresstist í morgun eftir endurræsingu.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 6.4.2012 kl. 14:24
hmmm... Það þarf ekki Flash til að horfa á YouTube.
http://www.youtube.com/html5
Birgir Þór Bragason, 6.4.2012 kl. 16:16
Ómar ef þú ert með Flash en vilt ekki að það noti allan kraft tölvunnar þinnar þá er hér:
https://extensions.apple.com/
kannski þrjár síður niður „ClickToFlash“ og þá spilast bara það Flash sem þú velur hverju sinni.
Þetta er viðbót sem maður sækir hjá sjálfu epplinu og því hægt að treysta henni.
Birgir Þór Bragason, 6.4.2012 kl. 16:20
Það var Java sem olli því að tölvur smituðust, ekki Adobe Flash Player. Það er stór misskilningur hjá mörgum.
Jón (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.