Því miður ber gott og friðsamt fólk oft ábyrgðina.

Það sem hefur svo oft ráðið úrslitum um það hve harðstjórar og illmenni hafa oft náð langt í kúgun sinni, er það að gott, friðelskandi og gegnt fólk hefur ekki aðhafst neitt heldur horft aðgerðarlaust á.

Þetta gerðist allan feril Hitlers og friðþægingar- og samningaviðleitni stórveldanna í kringum hann var ekki aðein árangurslaus, heldur beinlínis forsendan fyrir því hve langt hann komst.

Rétt eins og Hitler gerði hvert friðarsamkomulagið af öðru til þess eins að svíkja þá samninga þegar best hentaði fyrir hann, horfum við upp á minna dæmi í Sýrlandi.

Þar hafa góðir og gegnir menn unnið að því að gera friðarsamkomulag á friðarsamkomulag ofan, sem harðstjórinn svíkur jafnharðan og honum hentar.

Þegar ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fara um landið með Bjarna Benediktssyni á héraðsmót flokks hans, aðeins 18 ára gamall, og síðan ´tvítugur með Hermanni Jónassyni, formanni Framsóknarflokksins, lagði ég á minnið tvennt sem þeir sögðu í ræðum sínum:

Bjarni: "Gjör rétt, - þol ei órétt!"

Hermann: "Þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu."

Hinir hlutlausu bera nefnilega ábyrgð, því að hlutleysi er afstaða út af fyrir sig og stundum verri en hrein afstaða, því að með hlutleysi lætur maður aðra um það að fara með vald sitt og því miður, oft til hins verra.


mbl.is „Þarna brenna foreldrar þínir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þennan pistil Ómar. Jóhannes Björn hefur skrifað um Hitler í bókinni sem var endurútgefin árið 2009: Falið Vald. Hitler virðist hafa verið valinn í þetta hörmulega starf af heimsstjórnenda-mönnum, með sérfræðimenntaða mútuþega-ráðgjafa, til að ráðleggja sér um rétta manninn í áróðurinn. Hitler hafði að þeirra mati þá styrkleika og veikleika, sem til þurfti, til ódæðisverkanna. Það er það ljótasta við yfir-heimsstjórnina, hvernig hún misnotar þekkinguna og fræðin til sérhagsmuna-valda-græðgi.

Þú hefur verið heppinn að kynnast hugsjóna-stjórnmálamönnum á þessum gömlu tímum. Því miður hafa einhver spillt heims-ofuröfl fengið að viðhalda óréttlæti í stjórnsýslu Íslands alla tíð. Ekki er sú saga öll sögð ennþá, um hvernig það fékk að þrífast. Margir vita þó hvernig raunveruleikinn var og er í íslenskum stjórnmálum. Og sumir þeirra sem vita um þessar staðreyndir, tóku þátt í að búa til drög að nýrri stjórnarskrá, án þess að hafa sagt þjóðinni frá því sem þeir vita um spillinguna.

Hlutleysi og þöggun er ábyrgðarleysi að mínu mati. Við búum í landi sem hefur, stjórnarskránni samkvæmt, lýðræði og tjáningarfrelsi. Lýðræðinu fylgir gríðarlega mikil ábyrgð almennings á gang mála.

Íslendingar kunna ekki að meta lýðræði og kosningarétt, einhverra hluta vegna. Samt er talað um mannauð og menntun sem kost íslendinga. Íslendingar hafa ekki lært í raun, hvað heiðarleg rökræða og lýðræði er mikils virði.

Þeir sem leyfa gagnrýnislaust, ráðandi spillingaröflum í toppstöðum, að stjórna öllu í kaf fyrir sig, geta sjálfum sér um kennt, að þeir fá ekkert um málin að segja. Ég flokkast víst með þeim, sem trúðu því fyrir hrun fjármálakerfisins, að "þeir" og "hinir" ættu bara að sjá um þetta. Nú hef ég lært að það er ekki rétt í lýðræðis-ríki. 

Opin, heiðarleg og lýðræðisleg rökræðu-umræða, er líklega það eina sem leiðir af sér betra samfélag fyrir alla, til friðar. Flestir eru réttlætis-sinnaðir í hjarta sínu.

Við lærum víst mest af að hlusta, og taka þátt í rökræðum um ólíkar skoðanir og sjónarhorn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.4.2012 kl. 23:19

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott hjá þér Ómar, ég segi sagan endurtekur sig aftur og aftur mannskepnan er viðbjóðsleg þegar kemur að henni sjálfri og hegðan hennar!

Sigurður Haraldsson, 9.4.2012 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband