8.4.2012 | 14:16
Páskahretið bregst ekki.
Meðalhiti í miðjum apríl í Reykjavík er tæp þrjú stig, svipaður meðalhiti og er í byrjun nóvember. Þess vegna er það regla frekar en undanteknning að það kólni eitthvað í bili á þessum árstímum og svonefnd "páskahret" dynji yfir.
Páskahretið, sem spáð er, verður samt ekkert svo sérstaklega hart. Við erum bara orðin svo góðu vön undanfarnar vikur.
Sem dæmi má nefna að í meira en tvær vikur hefur verið ljúft vorveður í 660 metra hæð rétt norðan við Brúarjökul og hitinn þar hefur komist upp í allt að sjö stig og legið lengst af í kringum 3-4 stig.
Þetta mun þýða það, að jafnvel þótt það komi drjúgur snjór síðar í vor á Sauðárflugvelli, verður sá snjór miklu fljótari að fara þegar loksins vorar fyrir alvöru, heldur en ef um eldri snjó er að ræða sem hefur jafnvel margharðnað í umhleypingum vetrarins og er orðinn að hörðu hjarni.
Tveggja vikna ákveðin þíða hefur örugglega minnkað svo mjög þann litla snjó sem þarna hefur fallið í vetur að líkast til er völlurinn fær eins og er og orðin snjólaus að miklu leyti.
Ferðalangar ættu að fylgjast með veðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er nú verra ferðaveðrið...
Hvumpinn, 9.4.2012 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.