10.4.2012 | 11:25
Samt svona mikill snjór.
Í hugum flestra þeirra, sem eiga heima á suðvestanverðu landinu, var þessi vetur mikill snjóavetur og hvítu dagarnir og fannfergið voru yfirgnæfandi langt fram í febrúar. Kann mörgum að finnast það einkennilegt ef þrir fyrstu mánuðir ársins hafi samt sem áður verið einhverjir þeir hlýjustu sem um getur.
En það er margt sem styður það, þótt menn hafi kannski hvítari mynd en passar við þetta.
Áberandi er hvað norðaustlægar áttir, sem venjan hefur verið að beri með sér mikinn kulda, hafa verið hlýjar, jafnvel með rigningu. Langvarandi kafla með miklu frosti er vart að finna.
Snjórinn mikli og þráláti féll að mestu í hita, sem var rétt yfir frostmarki. Tölurnar ljúga ekki, þótt hið hvítleita sjónminni bendi til vetrarríkis í meira lagi.
Hlýindi hafa einkennt árið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei eingar frosthörkur hafa það verið, og þegar snjóaði á frostlausa jörðinna þá hvarf snjórinn eins og dögg fyrir sólu, þó eingin hafi verið sólin hér í Grundarfjarðabæ. Köflótt gætum við kallað það, slidda, snjór riggning aftur og aftur, og ég hugsaði til ísavetranna fyrir austan en þá var meðaltalið 12-15° frost og stillur, dag eftir dag. Það var þægilegur vetur því þrátt fyrir fluttninga vandræði þá borðuðu menn bara það sem til var.
Hrólfur Þ Hraundal, 10.4.2012 kl. 12:13
Ef þetta hefur verið snjóavetur þá hefur þetta verið stuttur snjóavetur. Hlýindin voru í febrúar og mars en svo var nóvember líka mjög hlýr lengst af þótt sá mánuður sé ekki talin til vetrarmánaða hjá Veðurstofunni. Desember var sá kaldasti í Reykjavík síðan 1981 en aðallega vegna kuldakastsins í upphafi mánaðarins. Hitinn í janúar var ekkert óvenjulegur en báðir þessir mánuðir voru næstum alhvítir. Það snjóaði heilmikið 24-25. janúar en sá snjór var horfinn að mestu fyrir mánaðarmót og eftir það hefur lítill snjór verið í Reykjavík.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.4.2012 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.