Ótal svikaaðferðir.

Ég er áreiðanlega ekki einn um það að hafa fengið tölvupósta af fjölbreytilegasta tagi með gylliboðum, allt frá tilkynningum um það að ég hafi fengið viðurkenningar eða verið dreginn út í happdrættum af ýmsu tagi, yfir í það að fá boð um hjálp við að uppfæra hitt og þetta í tölvunni.

Í öllum tilfellum fylgir það með í því að höndla gæfuna að gefa ýmsar umbeðnar upplýsingar.  

Ég held að það hafi hjálpað mér á stundum og forðað mér frá vandræðum að ég er hinn mesti rati við tölvunotkun og ragur við að reyna eitthvað nýtt.  

Já, "fátt er svo með öllu illt að ei boði gott."  

 


mbl.is Svikahrappur bauð fram aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég hef þann háttinn á að opna ekki einu sinni á póst sem ég hef ekki beðið um eða að ég kannast ekki við þann sem sendir. Þetta er góð regla.

Úrsúla Jünemann, 10.4.2012 kl. 21:11

2 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 22:22

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Hei...!

Ég sendi þér póst um daginn um það hvort þú nenntir ekki að verða forseti... En þú hefur væntanlega haldið það vera póstur frá einhverjum þrjótnum og nú er það líklega orðið of seint... Þannig að það eru ekki öll tilboð á netinu útí hött... Er það...?

Hehehe...!

Sævar Óli Helgason, 10.4.2012 kl. 23:24

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Góður Sævar

Hreinn Sigurðsson, 11.4.2012 kl. 00:39

5 identicon

Heimurinn er fullur af gylliboðum. Hver þekkir það ekki að fá svona "nígeríubréf", hvar manni er boðið feitur bútur af gulli og gersemum fyrir smá pappírsvinnu, sem innifelur svo smá gjöld og svoleiðis.

Það hefur verið hringt til mín og boðið skemmtiferðasigling (vinningur í netkönnun), en, - gæjinn þurfti kreditkortanúmer. Enn ein góð ástæða til þess að eiga helst ekki kreditkort. Ekki fór ég því, en reyndar á togara nokkuð seinna.

Núna er ég að eiga við e-k "spyware" pöddu í tölvunni. Hún hefur læst sig á vafrann Firefox og ekkert annað (er með chrome, IE, og Opera), og vinnur þannig að hún tekur stök orð af handahófi í hvaða html skjali sem er, og breytir þeim yfir í "mouse-over hyperlink", þ.e.a.s. þegar músin fer yfir blettinn opnast auglýsingargluggi.

 Algengast er "Íslenskir karlar 21+ óskast.Stærsti Scandinavian stefnumót síða"

Ég er búinn að henda út vafranum og setja hann upp aftur, en þarna kom hún aftur eins og skot. Langar nú mikið til að hrekkja þann sem er að reyna að troða á mig óumbeðnum scand-griðkum, en þarf að náí rótina til þess að gera það.

Mér er trúandi til þess. 

Ég hef átt í feiknar bréfaskriftum við "nígeríupóstara", og leift þeim að svitna yfir enskum stíl hjá væntanlegu "fórnarlambi", sem eftir einhver bréf segist vera hættur við.

Frekir sölumenn í síma fá (hafi ég tíma) svona 100 spurningar og 15 mínútna spjall, og svo "nei takk".

Hehe

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband