Hefur blasað við allan tímann.

Var alveg hroðalega erfitt að lifa á Íslandi fyrir tíu árum? Ægileg kreppa, volæði, eymd og hungur hjá fólki? 

Ekki minnist ég þess.  

En kreppan nú felst meðal annars í því að kaupmáttur launa er að færast niður að því sem hann var fyrir áratug. Og af hverju er veldur það svona miklum erfiðleikum nú að kaupmátturinn sé þetta lítill en ekki þá?  

Svarið er einfalt.

Á örfáum árum í græðgisbólunni fjórfölduðu íslensk heimili skuldir sínar og við Hrunið olli fall krónunnar þbví að sá hluti þeirra sem var tekinn í erlendum gjaldeyri, tvöfaldaðist, og verðhækkanir af völdum gengisfallsins bættust við.

Ef heimilin hefðu ekki farið út í þessa dæmalausu skuldsetningu væri ekkert sérstaklega mikið að.

Og allan tímann í þenslu í græðgisbólunnar  blasti það við að þessi tilbúna þensla gat ekki haldið áfram með krónuna og hlutabréfin skráða allt of hátt. "What goes up must come down." 

Enda þótt öll heimilin hefðu ekki tekið þátt í þessu skuldafylleríi er þessi fjórföldun yfir heildina allt of stór til þess að hægt sé að útskýra það með því að aðeins hluti heimilanna hefði skrúfað skuldir sínar svona mikið upp og hækkað meðaltalið með því.

Í frétt í Sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum kom fram að verð á bensínlítra og tímakaup voru álíka síðla árs 1979 og er í dag.

Samt minnist ég þess ekki að íslensk heimili hafi verið að hruni komin þá.

Líklegt er að ástæðan sé sú að skuldsetning þeirra var miklu minni þá hlutfallslega en nú.

Sú var tíðin í mínu ungdæmi, að þótt kaupmáttur launa væri miklu minni en nú, gátu verkamenn farið í löng verkföll.

Síðustu áratugi hefur það hins vegar ekki verið hægt, þótt kaupmátturinn hafi orðið miklu meiri.

Ástæðan er einföld. Vegna skuldabyrðar heimilanna hafa þau ekki efni á því að fara í verkföll og enn síður verkföll sem auka verðbólgu og þar með skuldabyrðina enn meira.   

 


mbl.is Skuldir heimilanna tefja batann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algjörlega ósammála þér að öll heimili hafi farið á eitthvert skuldafyllerí. Ég kaupi eign á 25 miljónir um áramótin 2005-6. Veðsetningarhlutfall var þá 50% en er núna komið í 80%. Það er systimatiskt verið að flytja eignarhlut minn sem ég lagði í húsnæðið, frá mér og fjölskyldu minni til fjármagnseigenda. Frá áramótum hefur krónan veikst um 4%. Ef fer fram sem horfir þá verður veðsetningarhlutfallið komið yfir 100% eftir 3-4 ár þökk sé skjaldborgar-klúðrinu.  Ég borgaði helminginn í eigninni minni út og tók lán fyrir 50%. Það þykir ekki há veðsetning. 

Valur Bjarnason (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 23:39

2 identicon

algjört rugl í Ómari nefni dæmi af láni sem tekið var 2004 til 25 ára verðtryggt 8.9 millj búið að greiða af láninu reglulega síðan 2004 ,4 hundruð þús í vexti og verðbætur á ári + afborganir lánið stendur nú í rúmum 14 milljónum þetta er algjört rugl sem þarf að leiðrétta

Örn Ægir (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 00:15

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er auðvitað rétt hjá Ómari. Fyrr á tímum hefði þetta ekkert veri vandamálið. Vegna þess að bankakerfi eða fjármálastarfsemi var með allt öðrum hætti en seinna varð. það var yfirleitt sv mikil verðbólga að nánast enginn var svo vitlaus að setja pening inní banka. Ekki einu sinni einn dag. Menn eyddu peningum barasta strax. þar af leiðandi var miklu minni peningur til að lána út. það fékk nánast enginn lán. Nema útvaldir og aðrir eitthvað smotterí eftir mikinn eftirgang. Við erum að tala um allt öðruvísi þjóðfélag. þjóðfélag þar sem var gripiðhvað eftir annað og í ýmsum tilefnum fram fyrir hendurnarar á fólki. Við erum að tala um að fólk enfaldlega fékk ekkert lán. Við erum að tala um dæmi þar sem fólk lagði pottþétt endurgreiðsluplan fyrir bankastjóra á smá láni - Nei! það bara var ekki í boði.

Við erum líka að tala um að fólk einhvernveginn gat komist af, tímabundið, með minna og þessvegna gat það farið trekk í trekk í löng verkföll.

En núna, almennt séð og nb. án þess að ég sé að gera lítið úr vandræðum fólks, að þá ef maður labbar um verslanir Reykjavíkur - þ´r eru allar stútfullar af fólki. Fólk kaupir og kaupir. Eg er ekki að tala um matvörubúðir.

Maður spyr sig stundum: Hvar er þessi kreppa? Og öll bílaumferðin í Reykjavík. Hrein klikkun. þar fyrir utan er skipulag þessa svæðis hreint slys. Að dreifa borginni svona upp um hóla og hæðir - engin hugsun á bak við þetta. það á byggja við sjóinn! Fólk á að búa á sem minstum bletti. Íslenskar aðstæður bjóða ekki uppú svona lúxus eins og byggingar uppum fjöll og firnindi þar sem margir eru með heilt tún sem lóð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.4.2012 kl. 00:39

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. varðandi verðtryggt lán sem hækkar og því meir sem verðbólgan er meiri - það er ekkert hægt að ,,leiðrétta" það. There is no such thing as ,,leiðrétta" vertryggingu. það er þá bara að skuldunum sé jafnað á allan almenning. Eða að aðrir borgi með einum eða öðrum hætti.

það er aveg ótrúlegt hvað fólki dettur í hug núorðið. Hugsanlega voru umskiptin frá því að enginn fekk lám yfir í að allir fengu lán - of snögg. þetta voru allt of snögg umskipti. Við erum líklega að fara aftur inní gamla tímann þar sem ríkið verður að grípa fram fyrir hendurnar á fólki trekk í trekk og í ýmsum tilefnum. Fólk virðist hreinlega ekki hafa gert sér grein fyrir hvað það var að gera og td. alls ekki hafa hugsað útí að það þyrfti að borga lán til baka.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.4.2012 kl. 00:48

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jeremías minn einasti Ómar, þú áttar þig ekki á þvi að stór hluti alþýðu manna hér á landi sá aldrei það góðæri sem einhverjir lifðu í sökum þess að laun lækkuðu ár eftir ár eftir ár með frystum skattleysismörkum, og samningum um meintan stöðugleika....

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.4.2012 kl. 02:09

6 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Það er rétt hjá ykkur Valur og Örn Ægir, það þarf að taka þessa "gróðavísitölu fjármálastofnana" úr sambandi til að stöðva eignaupptökuna.

Voru ekki nánast öll sveitafélögin skuldum vafin eftir góðæristímann? Ekki var það heimilunum að kenna. Ábyrgð forystusauðanna í þjóðfélaginu er líka mikil.

Mín skoðun er sú að það átti að láta þá sem tóku neyslulánin, rúlla.

Kveðja, Jón Th.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 11.4.2012 kl. 04:39

7 identicon

Eftir hrun hefur verið rætt um að þjóðin sé á mörkum þess að geta greitt skuldir sínar, svo er allt í einu farið að tala um stór aukna neyslu, utanlandsferðir bílakaup o.s.frv.

Til að slá á meinta þenslu hækkar seðlabankinn vexti. Þeir sem raunverulega finna fyrir vaxta og greiðslubyrði af háum skuldum þurfa þar með að taka á sig aukna vexti til að stoppa hina af sem vilja eyða meiru. Absúrd.Í kreppu eiga vextir að vera lágir.

Auðvitað er hér enn bullandi kreppa og stórkostlegur skuldavandi þjóðarinnar en hvernig getur verið hér verðbólga í miðri kreppu? "Ágætur" maður sagði að til þess að stöðva verðbólgu þyrfti aðeins að slökva á peningaprenntunarvélunum. Hver er að prenta peninga, úr því að hér er verðbólga?

Hver er munurinn á banka og sparisjóði? Getur verið að hann sé sá að bankinn þurfi ekki á innlánum að halda til að lána út?

Ég sé ekki betur en að Ólafur Margeirsson sé með svarið við öllum þessum spurningum.  Þ.e. að bankarnir eru að búa til peninga og þar með verðbólgu.  http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/kronan-fellur-ekki-af-sjalfu-ser

Ólafur er líka með stórmerkilega tillögu um að takmarka útlán bankanna og miða þau við gjaldeyristekjur þjóðarinnar.  Við það hverfi verðbólgan og vextir lækki.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 08:20

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ólafur Margeirsson er bullukollur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.4.2012 kl. 09:26

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekki leiðum að líkjast Ómar Ragnarsson að eiga skoðanabróður og stuðningsmann í nafna þínum Ómari Bjarka útnárabónda.  Gísli á Uppsölum var cosmopolitan í samanburði.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2012 kl. 09:47

10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Frétt sjónvarpsins lýsir í raun hversu mikið böl verðtrygging lána er fyrir almenning í landinu.  Hún hefur hneppt almenning í skuldafjötra, sem getur sig hvergi hrært, og er einungis hækja afspyrnulélegrar hagstjórnar á þessum volæðiskletti sem við búum á.  Og við erum kominn í sömu stöðu nú og við vorum fyrir 30 árum síðan.  Til hamingju með árangurinn!

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.4.2012 kl. 11:42

11 identicon

Verðtrygging er ekkert annað en opinber yfirlýsing stjórnvalda um það að gjaldmiðillinn sé ónýtur.

Hér eru við lýði þrennir gjaldmiðlar, verðtryggð króna, óverðtryggð króna á seðlabankagengi og aflandskróna á óræðu markaðsvirði sem er mun lægra seðalabanka genginu.

Íslenska hagkerfið á enga framtíð með þessar skípamyntir og við munum dragst enn lengra aftur úr á meðan þetta ástand ríkir.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 12:08

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef gríðarleg lækkun á gengi íslensku krónunnar undanfarin ár hefði ekki valdið mikilli verðbólgu hérlendis.

Flest
aðföng og vörur hér eru innfluttar og þegar gengi íslensku krónunnar lækkar, til að mynda gagnvart evrunni, þarf að sjálfsögðu að greiða fleiri krónur fyrir hverja evru.

Þar af leiðandi hækkar verð á vörum frá evrusvæðinu í verslunum hérlendis, svo og verð á vörum framleiddum með aðföngum frá evrusvæðinu, verðbólgan hér eykst því og verðtryggð lán hækka.

Frá ársbyrjun 2006
hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni hækkað um 123,68%.

Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Við Íslendingar höfum enga góða ástæðu til að skipta þeim evrum, sem við fáum fyrir sölu á vörum og þjónustu, í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi gríðarlegum kostnaði.

Þorsteinn Briem, 11.4.2012 kl. 12:29

13 identicon

Jahá.... Ekkert verið að reikna inní að 1979 var ein fyrirvinna, ergo einn bíll nóg til að sjá fyrir heimilinu?

Hvað kostaði íbúð mörg mánaðarlaun?

Hvað kostaði bíll mörg mánaðarlaun?

Raunin er sú að t.d. síðan 2009 hafa kjör almennings fallið saman um tæp 20% þar sem að yfirvöld eru að gera mun á sköttum ofg "öðrum gjöldum".

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 16:02

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit bara að ég keypti mér ódýran sparneytin bíl fyrir nokkrum árum, nú skulda ég meira en helming af verði hans með hækkun á lánum.  Sem ég vissi ekki að myndu hellast yfir mig.  Það hentar svo vel málflutningi ríkisstjórnarinnar að reyna að koma því inn í hausinn á almenningi að við séum sökudólgarnir, það er lélegur málflutningur og út úr korti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 16:21

15 identicon

Ásthildur, -Árið 1979 hefðir þú ekki keypt bíl nema að hafa átt fyrir honum, engin lán vou í boði á þeim tíma til bílakaupa.

Bílar eru að vissu marki nauðsyn en meira eru þeir neysla. Það er fullkomlega óeðlilegt að fjármagna neyslu á borð við nýjan bíl, með lánsfé. Eldsneyti er það ódýrt að ég er fullviss um að þú ert að borga margfalt eldsneytisverð í vexti og afskriftir.

Bílakaup fyrir lánsfé eru einfaldlega óskynsamleg og ónýtur gjaldmiðill, ofurvestir og ónýt hagstjórn gera slíka hegðun dýrkeypta.

Fylgdu fordæmi Ómars og aktu ódýrum enurnýttum og viðgerðum bílum sem þú átt skuldlausa. Bíllinn á að þjóna þér, -þú átt ekki að þjóna bílnum með vinnu og vaxtaþrældómi.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 16:41

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég keypti mér reyndar bíl um það leyti Sunnanvindur, og fékk lán fyrir honum, þurfti samt tryggingu sem ég reyndar fékk.  Þetta var að vísu skódi beint úr kassanum, en bíll engu að síður.  Ég á hef engan áhuga á að kaupa mér ódýran endurbættan bíl sem væri sífellt að bila og eyddi ef til vill 12 á hundraðið eða meira.  Það væri nefnilega fljótt að koma upp í skuldina mína með því móti.  Þar sem ég get ekið frá Ísafirði til Keflavíkur fyrir rúmlega hálfan tank af bensíni.  Ég þjóna ekki bílnum mínum, tók þetta sem dæmi, get sagt þér annað, fyrir allmörgum árum tók ég lán hjá Íbúðalánasjóði upp á fimm milljónir, ég skulda ennþá þessar fimm milljónir eftir að borga yfir 100 þúsund kall á mánuði í sjóðinn.  Það er gott fyrir fjármálafyrirtæki að geta blóðmjólkað almenning svona og enginn áhugi hjá ríkisstjórninni að laga neitt af þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 18:45

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við getum aldrei komist fram hjá þeirri staðreynd að skuldir heimilanna jukust fjórfalt á nokkrum árum í aðdraganda Hrunsins.

Engin dæmi er að finna í þjóðarsögunni um neitt svipað, og þetta gerðist á þeim tíma sem tilbúin aukning kaupmáttar hefði átt að geta hjálpað fólki til að greiða niður skuldir sínar í "góðærinu".

Ég tek það fram í pistli mínum að tugþúsundir fólks tók ekki þátt í þessu. En það breytir ekki heldarmyndinni.

Ómar Ragnarsson, 11.4.2012 kl. 21:30

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef heimilin hefðu ekki farið út í þessa dæmalausu skuldsetningu væri ekkert sérstaklega mikið að.

Við getum aldrei komist fram hjá þeirri staðreynd að skuldir heimilanna jukust fjórfalt á nokkrum árum í aðdraganda Hrunsins.

Engin dæmi er að finna í þjóðarsögunni um neitt svipað, og þetta gerðist á þeim tíma sem tilbúin aukning kaupmáttar hefði átt að geta hjálpað fólki til að greiða niður skuldir sínar í "góðærinu".

Ég tek það fram í pistli mínum að tugþúsundir fólks tók ekki þátt í þessu. En það breytir ekki heldarmyndinni.

Öhhhh... gott fólk.

Þið gerið ykkur vonandi grein fyrir því að inni í þessari heildarmynd eru öll kúlulánin sem voru veitt til hlutabréfakaupa, til að fjármagna kaup á þyrlum og snekkjum, lúxusvillum og geimóverjeppum fyrir enga nema vildarvini bankakerfisins...

Inni í opinberum tölum um skuldir heimila eru nefninlega allar skuldir sem einstaklingar á þeim heimilum hafa stofnað til, þar með talið skuldir þröngs hóps útrásarvíkinga og annara braskara sem áttu auðvitað allir heimili. Sé leiðrétt fyrir áhrifum þess kemur í ljós að það voru fyrst og fremst þeir "snillingarnir" sem voru á skuldafylleríi.

Ágæta fólk, vinsamlegast vinnið heimavinnuna og kynnið ykkur málin áður en þið setjið fram tilhæfulausar fullyrðingar. En hættið að ala á samviskubiti hjá saklausum almenningi sem ber enga ábyrgð á gengdarlausu skuldafylleríi kúlulánasnillinganna.

Þessar staðreyndir eru öðru fremur minnisvarði um þau ósköp að örsmáum hópi fólks, innan við 1% þjóðarinnar, skuli hafa tekist að hækka skuldir sínar svo mikið á stuttum tíma að það mældist sem tvöföldun á heildarskuldum þjóðarinnar allrar, og með enn meiri ósköpum tekist að skilja þannig við að hin 99% þjóðarinnar sátu að lokum uppi með umtalsvert meira en sinn helming heildarskuldanna.

Þetta hefur svosem oft verið gert áður í veraldarsögunni, en bara aldrei fyrr með svona grófum og augljósum hætti.

Stór hluti af vandamálinu er þegar fólk skilur ekki prósentureikning.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2012 kl. 22:25

20 identicon

Heyr heyr Guðmundur Ásgeirsson

magus (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 00:05

21 identicon

Það voru fjölskyldurnar sem keyptu flatskjáina sem orsökuðu þetta.. keyptir þú ekki þannig Ómar..  kannki marga ha

DoctorE (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 07:44

22 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Ég er algjörlega ósammála þér að öll heimili hafi farið á eitthvert skuldafyllerí. Ég kaupi eign á 25 miljónir um áramótin 2005-6. Veðsetningarhlutfall var þá 50% en er núna komið í 80%. Það er systimatiskt verið að flytja eignarhlut minn sem ég lagði í húsnæðið, frá mér og fjölskyldu minni til fjármagnseigenda. Frá áramótum hefur krónan veikst um 4%. Ef fer fram sem horfir þá verður veðsetningarhlutfallið komið yfir 100% eftir 3-4 ár þökk sé skjaldborgar-klúðrinu.  Ég borgaði helminginn í eigninni minni út og tók lán fyrir 50%. Það þykir ekki há veðsetning."

Það er ekki verið að flytja "eignarhlut" þinn neitt. þú borgaðir einfaldlega allt of mikið fyrir húsnæðið. Sá sem hagnaðist á því er sá sem seldu húsnæðið á yfirverði. Verðmætin fóru forgörðum daginn sem þú borgaðir þessar 25 milljónir. Það eru enginn eignarhlutur sem núna er "sýstematisk" verið að færa. Þú ert einfaldlega að greiða tilbaka það sem þú tókst að láni þegar þú borgaðir 25 milljónir fyir eitthvað semí dag er ekki lengur 25 milljóna virði...

Hörður Þórðarson, 12.4.2012 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband