13.4.2012 | 18:51
Afneitunartímabil á enda?
Sú yfirlýsing beint úr herbúðum Landsvirkjunar sjálfrar að fyrirtækið sé of skuldsett og standi mun verr en sambærileg fyrirtæki í öðrum löndum markar vonandi lok þess langa tímabils afneitunar, sem staðið hefur hjá þessu fyrirtæki og hefur beinst að því að sanna að rekstur þess, framkvæmdir og orkuverðið hafi alla tíð verið til fyrirmyndar.
Heyra má að afneitun varðandi "endurnýjanlega og hreina" orku og sjálfbæra þróun við nýtingu jarðvarma er á undanhaldi hjá þeim sem áður hafa sungið einróma söng um þetta, en betur má ef duga skal.
Sannleikurinn og staðreyndirnar verða að koma í ljós.
Landsvirkjun er enn of skuldsett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er tóm vitleysa í þér, sem endranær, þegar þú fjallar um virkjanamál.
Vissulega er LV skuldsett og erfitt er um vik á erlendum fjármálamörkuðum. En ef bera á saman LV og orkufyrirtæki í öðrum löndum, þá verður að skoða heildar myndina.
Fá orkufyrirtæki ef nokkur, hafa fjárfest eins mikið og LV á undanförnum árum. Fjárfestingar bera yfirleitt þungar breiðslubyrðir fyrstu árin, en framtíðin er björt því fjárfest hefur verið á arðbæran hátt. Þegar fram líða stundir þá verða virkjanirnar eins og peningaprentvélar og það er styttra í það en margur hyggur.
Munurinn liggur í þessu og erlend orkufyrirtæki væru örugglega til í að vera í sömu sporum og LV, þegar til lengri tíma er litið.
Hreinn hagnaður LV var rúmir 9 miljarðar á síðasta ári. Ef engar nýframkvæmdir verða á næstu árum munum við sjá margfalda þá tölu. En ef LV nýtur þeirrar gæfu að fjárfesta enn frekar í nýframkvæmdum, munu stórar hagnaðartölur að sjálfsögðu bíða lengri tíma.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2012 kl. 19:06
Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, sagði að "aðstæður á lánamarkaði væru GJÖRBREYTTAR frá því árið 2008, þegar tiltölulega auðvelt var að fá lánsfé.
Hann sagði að ef Landsvirkjun ætlaði að fara út í viðamiklar fjárfestingar í framtíðinni ÞYRFTI eigandi fyrirtækisins AÐ STYRKJA ÞAÐ MEÐ AUKNU EIGIN FÉ.
Rafnar sagði að þó að skuldahlutfall Landsvirkjunar hefði lækkað væri fyrirtækið enn skuldsett og lánshæfiseinkunn þess væri allt önnur en sambærilegra fyrirtækja í nágrannalöndum okkar.
Þau fyrirtæki væru með MUN LÆGRA SKULDAHLUTFALL."
Þorsteinn Briem, 13.4.2012 kl. 20:34
Langtímaskuldir Landsvirkjunar í árslok 2008 voru um þrír milljarðar Bandaríkjadala, um 360 milljarðar króna, andvirði þriggja Kárahnjúkavirkjana.
Vaxtagjöld Landsvirkjunar árið 2008 voru 178 milljónir Bandaríkjadala, um 20 milljarðar króna.
Og árið 2008 tapaði Landsvirkjun 345 milljónum Bandaríkjadala, um 40 milljörðum króna.
Þorsteinn Briem, 13.4.2012 kl. 20:37
Landsvirkjun malar sem sagt gull!!!
Haltu endilega áfram að skemmta okkur, Gunnar leigubílstjóri!!!
(Næst kemur hann sjálfsagt með Mjallhvíti og dvergana sjö.)
Þorsteinn Briem, 13.4.2012 kl. 20:46
Þú snýrð öllum staðreyndum á haus, Steini. Það er ekki eiunu sinni fyndið.
Þessir 345 miljón dollarar var hagnaður en ekki tap. Það geturðu séð hér
2010
2009
2008
Operating revenue *
378
342
397
EBITDA*
298
272
297
Profit after tax
73
193
(345)
Cash from operations
230
197
184
CAPEX
(54)
(121)
(375)
Total liquid assets
573
476
475
Total assets
4,837
4,804
4,619
Net interest –bearing liabilities
2,674
2,824
2,850
Equity ratio
34,0%
32,6%
29,8%
Sales in GWh
12,926
12,546
12,746
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2012 kl. 02:50
Afneitunartímabil virkjanasinna er jafnlangt eilífðinni Ómar minn góður.
Þann dag sem forstjóri Landsvirkjunar segir þjóðinni að Landsvirkjun sé komin í þrot(sem vonandi verður nú ekki) mun einhver fulltrúi trúfélagsins stíga fram og leggja fram ársreikning því til sönnunar að hagur fyrirtækisins hafi sjaldan verið traustari eða...
jafnvel aldrei.
Árni Gunnarsson, 14.4.2012 kl. 07:33
Athygliverðar tölur sem hr. Gunnar birtir hér. Og segir Steina snúa á haus. Þá vaknar spurningin: „Hvers vegna eru svigar utan um töluna sem birtir hagnað á árinu 2008?“
Gæti það verið vegna þess að hún táknar tap á því ári? Er það hugsanlegt?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 11:13
Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, sagði að að ef Landsvirkjun ætlaði að fara út í viðamiklar fjárfestingar í framtíðinni ÞYRFTI eigandi fyrirtækisins AÐ STYRKJA ÞAÐ MEÐ AUKNU EIGIN FÉ.
Látum Landsvirkjun taka þessa milljarða á milljarða ofan úr vasa Gunnars leigubílstjóra og annarra virkjanafíkla.
Þorsteinn Briem, 14.4.2012 kl. 11:16
Þorvaldur, ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hves vegna 345 miljónirnar eru innan sviga, en finnst þér í alvöru líklegt að afkoma LV fari úr 43.5 miljarða tapi í hagnað upp á 24,3 miljarða? Sveifla upp á 68 miljarða kr. á einu ári?
Lánshæfismat LV endurspeglar lánshæfismat íslenska ríkisins. Á "góðæristímabilinu" skömmu eftir aldamót, naut LV góðs af sterkri stöðu ríkissjóðs, enda höfðu skuldir hans verið greiddar hratt niður. Í dag er staða ríkissjóðs, auk vantrúar erlendra fjárfesta og fjármálafyrirtækja á íslenskum stjórnvöldum, dragbítur á möguleika LV til nýframkvæmda.
Ef LV væri einkafyrirtæki í dag, nyti fyrirtækið meira trausts á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, o.þ.a.l. hagstæðari lánakjara, en það hefur í eigu og umsjá kommúnistastjórnar Jóhönnu og Steingríms.
Af þessu sökum þarf fyrirtækið meira eigið fé. Þessi staða er sorgleg í ljósi þess að á bak við skuldir fyrirtækisins liggja mjög arðbærar eignir. En fjármálamarkaðir spyrja lítið um slíkar eignir þegar ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu stjórna þeim. Ríkisstjórn sem telur það af hinu illa að nýta orkuauðlindir landsins.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2012 kl. 12:51
STAÐREYND:
Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, sagði að ef Landsvirkjun ætlaði að fara út í viðamiklar fjárfestingar í framtíðinni ÞYRFTI eigandi fyrirtækisins AÐ STYRKJA ÞAÐ MEÐ AUKNU EIGIN FÉ.
Þorsteinn Briem, 14.4.2012 kl. 13:07
Gunnar. Þá skal ég upplýsa þig um að svigi utan um tölur í bókhaldsreit sem gerður er fyrir hagnað af starfsemi táknar tap. Um það er engum blöðum að fletta. Það liggur því ljóst fyrir skv. tölum frá Landsvirkjun, sem þú dróst sjálfur fram, varð 345 milljóna dala tap á rekstri Landsvirkjunar. Það var því ekki Steini Brím sem sneri tölum á haus.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 17:53
Það hljóta allir að sjá að 43.5 miljarða tap á einu ári stenst ekki. Það er eitthvað annað þarna á bak við. Ég mun leita mér upplýsinga
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2012 kl. 23:04
Mikið er skemmtilegt að sjá að Gunnar vilji ekki taka mark á því sem Rafnar Magnússon segir. Þarf forstjórinn ekki að fara að skipta Rafnari út og taka Gunnar í staðinn?
Þá breytist öll staða fyrirtækisins á augabragði!
Ómar Ragnarsson, 14.4.2012 kl. 23:37
Var á ársfundi Landsvirkjunar á dögunum. Tók til máls og lagði út af smásögu Einars H. Kvaran: Hvor eiðinn á eg að rjúfa?
Þar segir frá manni sem stóð frammi fyrir tveim erfiðum valkostum. Ef hann valdi annan, brenni hann allar brýr gagnvart hinum.
Við stöndum frammi fyrir tveim valkostum: Virkja meir og meir þangað til allt er fullvirkjað. Með því gröfum við rækilega undan öðrum valkostum eins og ferðaþjónustunni sem á allt undir því að farið sé varlega í að virkja meir.
Í gær sat eg aðalfund HBGranda. Á þeim bæ doka menn, greiða niður skuldir og vilja sýna fyllstu varkárni í rekstri fyrirtækisins.
Landsvirkjun er mjög skuldsett með flest lán með breytilegum vöxtum. Við getum ekkert gert okkur grein fyrir hvernig vaxtakjörin verða. Að steypa fyrirtækinu í enn meiri skuldir vegna aukinna framkvæmda er ekki hygglilegt. Þá er mjög líklegt að breytingar verði hvað endurvinnslu á notuðu áli varðar, sjá: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1234329/
Í þessari bloggfærslu er grein mín um framtíðarhorfur áliðnaðar á Íslandi með hliðsjón af stöðu mála hvað endurnýtingu áls í BNA varðar. Þar er mikil vakning fyrir því að flokka sorp og endurnýta hráefni á borð við ál í einnota drykkjarumbúðum. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær að það þyki ekki svara kostnaði að flytja hráál um langan veg til Íslands og þaðan aftur að einhverju leyti til baka.
Um kapal til Skotlands er tómt mál að tala meðan tækni sem byggist á ofurleiðurum hefur ekki verið þróuð lengra. Mér skilst að með því að virkja alla mögulega virkjanakosti á Íslandi væri tæknilega séð unnt að sjá orkuþörf allrar Evrópu að 1%. Það er víst allt of sumt!
Því miður eru allt of margir gjörsamlega heillaðir af þeim „póetíska svindlara“ Einari Ben. eins og Þórbergur Þórðarson nefndi þennan kostulega braskara sem svo margir virðast vera heillaðir af.
En eg vil halda áfram í Dynjanda, Dynk og alla hina fossana. Þegar hefur allt of mörgum verið fórnað á altari glópagullsins mikla. Góð fyrirheit eru oft greiðasta leiðin beint í glötunina! Kárahnjúkavirkjunin og einkavæðing bankanna ætti að vera okkur næg reynsla!
Góðar stundir!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.4.2012 kl. 23:57
Það er ekkert í mínum athugasemdum sem segir að ég taki ekki mark á þeirri staðreynd að erfitt sé að fjármagna nýframkvæmdir. Staða LV er hins vegar mjög sterk þegar til lengri tíma er litið.
Þú og skoðanabræður þínir viljið ekki horfast í augu við það. Ykkar sýn á raunveruleikan er óskhyggja, eins ömurlega og það hljómar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2012 kl. 00:09
(x) er mínus Gunnar. "Hreinn hagnaður " er frá þér en ekki í verunni.
Það er reyndar athyglisvert að reyna að finna stórgróðann úr orkusölunni, því að t.d. ársreikningur LV sundurgeinir ekki fé í sölu. Orkan er hins vegar sundurgreind.
Jón Logi (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 17:08
Gunnar:
Því miður verð eg að vera á öndverðri skoðun en þú: Staða Landsvirkjunar er MJÖG veik um þessar mundir miðað við efnahagsreikning sem þú hefur greinilega ekki kynnt þér nægjanlega vel. Skuldastaðan er mjög erfið og flest lán eru á breytilegum vöxtum. Við getum því ekki ráðið neinu um framtíðina hvort efnahagsumhverfið stefni að hærri eða lægri vöxtum.
Búið er að virkja nánast alla hagkvæmustu virkjanakosti og þessi „eftirleit“ að öðrum virkjanakostum verður því miður óhagkvæmari.
Áliðnaðurinn er á „breytingaaldrindum“ þ.e. endurvinnsla fer vaxandi í BNA þannig að hráálvinnsla verður óhagkvæmari. Sala rafmagns gegnum kapal til Skotlands er tómt mál meðan ekki hefur verið þróuð betri og hagkvæmari tækni m.a. með ofurleiðara.
Skynsamlegasta ákvörðunin hjá stjórnendum landsvirkjunar er að doka og sjá um nokkur ár hvernig mál þróast. Á meðan greiðum við niður skuldir í stað þess að bæta við.
Það er því engin skynsamleg rök fyrir fullyrðingu þinni. Því miður!
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 15.4.2012 kl. 19:06
Kaplarnir í dag eru með minna orkutap en línur. Ca 3% @ 1.000 km ef ég man rétt.
Vegalengdin til Skotlands er innan við 900 km.
Jón Logi (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 07:55
Ég hef nú fundið skýringuna á tapi ársins 2008. Þetta ár sker sig úr sem skýrist af sérstökum aðstæðum, að hluta fyrirsjáanlegum og að hluta ófyrirsjáanlegum.
Í raun var rekstrarhagnaður á tapárinu 2008 upp á 246 milj dollara en vegna gengishruns krónunnar og hækkunar langtímavaxta vegna alþjóðlegu bankakreppunnar, ótrúlegt hrun álverðs á örfáum mánuðum, auk lána sem greiða þurfti af í fyrsta sinn af fullum þunga vegna Kárahnjúka, þá lítur dæmið svona út fyrir árið 2008.
En eftir stendur samt sem áður að öllu er snúið á haus varðandi staðreyndir um Landsvirkjun. Að pikka út eitt ár sem sýnir bókhaldslegt tap, er aðferð sem kölluð hefur verið "Cherry picking", þegar ljóst er að öll árin báðum megin við 2008, er umtalsverður hagnaður. Svona brelluaðferðir eru gjarna notaðar af mönnum sem hafa slæman málstað að verja. Ekki er hægt að saka menn um lygi en allir sjá að sá sem hagræðir sannleikanum, er lítið skárri en lygarinn. Á lögreglumáli héti þetta að hafa einbeittan brotavilja.
Árið 2007 var hagnaður fyrirtækisins 460 milj dollarar og árið eftir er hann 193 milj. Öll árin eftir 2008 er hagnaður. En það eru ekki einstök ár sem skipta máli, heldur heildar myndin. Hún er mjög góð.
Þann 11. mars árið 2001 sagði Hörður Arnarsson forstj. Landsvirkjunar: "Lausafjárstaða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari"
og einnig í sama viðtali:
"Ársreikningur Landsvirkjunar sem birtur var í dag sýnir hreinar eignir upp á 188 milljarða króna, sem skiluðu á síðasta ári 26 milljörðum króna í handbært fé, og átti fyrirtækið um áramót 66 milljarða króna í lausu fé, sem er það mesta í sögunni.
Auknar raforkutekjur af álverum skýra aukinn hagnað"
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.4.2012 kl. 13:43
Þann 11. mars árið 2011.... átti þetta að vera
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.4.2012 kl. 13:44
Þó lausafjárstaða sé þokkaleg þá er skuldastaða mjög uggandi. Og mest af lánunum á breytilegum vöxtum. Ætli lánakjörin batni? Ónei, þetta er líkt og að lána óreiðumanni nema hann sýni fram á að hann hafi möguleika á að endurgreiða þó svo erfiðleikar hans vaxi.
Það er engum Íslending greiði gerður með aukinni skuldasöfnun. Það væri glapræði þó einhverjar freistingar séu á dagskrá.
Guðjón Sigþór Jensson, 16.4.2012 kl. 23:00
Á bak við skuldirnar hjá LV eru arðbærar eignir. Það er arðvænlegt að taka lán fyrir arðbærum eignum. Ef LV hefði aldrei tekið lán fyrir eignamyndun sinni, þá væri enginn hagnaður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.4.2012 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.