Krafa þjóðarinnar: Gef oss 2006-7 aftur!?

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins fengju Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samanlagt 58% atkvæða, 36 þingmenn og enn tryggari þingmeirihluta en þeir höfðu 2006. 

Krafan virðist vera skýr: Gef oss 2006 aftur!  Allan pakkann! Öll álver og virkjanir, sem hægt verð að reisa! Sama kaupmátt og ofursterka krónu! "Stærsta viðskiptatækifæri okkar tíma" með sæstreng til Evrópu!  Gef oss þetta vafningalaust!


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist að krafan sé frekar: Tak frá oss 2009-2013! Allt ruglið og öll svikin! Vaxandi avinnuleysi og síauknar skuldir! Mestu lygar okkar tíma með "skjaldborg um heimilin"!

Hversemer (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 09:06

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Ómar minn krafa þjóðarinnar er gef oss aftur atvinnu. Það er full reynt að með vinstra liðinu TEKST ÞAÐ EKKI.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 14.4.2012 kl. 09:07

3 identicon

Þetta eru kunnugleg viðbrögð. Það hlýtur að vera eitthvað að þjóðinni, sem hafnar starfandi ríkisstjórn.

Persónulega velti ég því fyrir mér, hvernig standi á því, að ríkisstjórn skuli missa 18 af 34 þingmönnum sínum, á einungis þrem árum. 53% af þingmönnum sínum. Og situr með mælingu upp á 23,4% stuðning meðal þjóðarinnar.

En, þú þarft ekki að eyða helginni í pælingar, af hverju þjóðin hefur yfirgefið ykkur. Þú ert búinn að finna þægilega skýringu, og afsökun. Þjóðin er klikkuð, ekki þið. Og 53% af stuðningsmönnum stjórnarinnar hafa gegnið af göflunum undanfarin 3 ár.

Í Sovét hefði þetta verið afsökun til að byggja enn fleiri geðveikrahæli.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 09:14

4 identicon

Það má Guð einn ráða fyrir þjóðinni ef hún ekki fer að vakna, vona bara að það verði ekki of seint.

Það sem ber að gera er að gefa nýjum framboðum völdin á alþingi eftir næstu kosningar, og þar með þurka út þetta fjórflokka lið sem hefur gert líf Íslendinga að einu helvíti, gefum þeim tækifæri við tölum um fjögur ár af nýju fersku fólki og nýjum hugmyndum um betra samfélag.

Vogum nú Íslendingar, tökum höndum saman og brjótumst undan okinu.

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 09:41

5 identicon

Brauðstritið, blessað brauðstritið. Alltaf sama sagan og skiljanleg. Menn eru hræddir og færa sig yfir á hægri vænginn. Lesið bara Árna Pál eða Egil Helgason.

Málið er að Sjallarnir + hækjan, með peningaveldið eins og það leggur sig, hafa hreðjatak á of mörgum. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:19

6 identicon

Jóhanna lítur á þetta sem ósanngirni og Steingrímur verður fyrir vonbrigðum eftir "vel unnin störf"!!! Lykilatriðið er að hafa nóg rafmagn til meðferðar á þessu risastóra geðveikrahæli (sjá Hilmar) en flytja umframgetuna um hund til Tjallanna. Gloria!

Óli (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:24

7 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Bloggari er í þeirri stöðu sem harðsnúnir fylgismenn Sjálfstæðismanna voru í vorið 2009.

Nú hefur þeim öflum, sem þá var gefið tækifæri til að spreyta sig á landsstjórninni, gefizt ráðrúm til að sýna úr hverju þau eru gerð. Mörgum virðist það efni vera rýrt og gagnslítið og hnignandi fylgi við ríkisstjórnina, sem könnunin birtir, sýnir það.

Hún gæti líka sýnt að augu kjósenda eru að opnast fyrir því að einfaldar og einhliða söguskýringar eiga ekki upp á pallborðið. Látið hefur verið að því liggja að aukið frelsi í viðskiptum, sem innleitt var með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, hafi verið uppfinning Davíðs Oddssonar. Á þessu hefur verið hamrað linnulítið opinberlega, þangað til glamrið bítur hávaðaseggina í rassinn

Flosi Kristjánsson, 14.4.2012 kl. 10:39

8 identicon

Bið og vona að þú (og fleiri góðir) verði aftur utan 4 flokka sem allra, allra fyrst!

Guðríður Adda Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:41

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þegar menn tala hér um "svik" ríkisstjórnarinnar þá verða menn að gera sér grein fyrir því risavaxna verkefni sem hún stóð frammi fyrir. Vissulega hefur ekki tekist að gera allt sem stefnt var að en það helgast bæði af því við hversu risavaxið verkefnið var og einnig því að ákveðnir stjórnarþingmann hlupust frá verkinu því þeir höfðu ekki bein til að þola þær óvinsældir sem það óhjákvæmilega ksotar að eyða fjárlagahalla upp á 216 milljarða samhliða því að koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi. Það er hinn tæpi þingmeirihluti sem heigulsháttur þessara þingmenna olli sem er stærsta ástæða þess að mörg af þeim málum sem þurft hefur að koma í gegn hafa ekki gengið eftir.

Einnig hefur það ekki verið til að auka á vinslædir ríkisstjórnarinnar að stórir hópar manna bæði á þingi og í öflugum félagasamtökum á borð við Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið að ljúga því að þjóðinni að hægt væri að fella flatt niður allt að fimmtung skulda heimilanna án þess að heimilin sjálf þurfi að greiða fyrir það sem skattgreiðendur eða þiggjendur opinberrar þjónustu.

Staðreyndin er sú að það er ekki og hefur aldrei verið möguleiki að lækka innheimtanlegar skuldir heimilanna öðruvísi en að skattgreiðendur og lífeyrisþegar tækju á sig þann kostnað að mestu eða öllu leyti. Hins vegar hefur tekist að telja stórum hluta kjósenda um annað og um leið að fá þá til að halda að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð sitt um að slá skjaldborg um heimilin.

Ef eihverjir hafa haldið að loforð ríkisstjórnar sem tekur við 216 milljarða ríkissjóðshalla um að slá skjlaldborg um heimilin hafi verið loforð um aukna almannaþjónustu eða auknum velferðarútgjöldum og skattalækkunum þá hefur sá hinn sami ekki verið í jarðsambandi. Að sjálfsögðu snerist þetta loforð um að hlífa verst settu heimilunum eins og kostur er við þeim skelli sem hrunið sem við fengum í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknaflokks myndi óhjákvæmilega lenda á þjóðinnni. Það var úatilokað að komast hjá umtalsverðri lífskjaraskerðingu þegar þjóðartekjur lækkuðu jafn mikið og varð íu hruninu svo ekki sé talað um þegar skuldaaukning ríkisins varð eins mikil og rauninn varð sem að stórum hluta stafaði af gjaldþroti Seðlabankans í boði Davíðs Oddsonar.

Allar tölur um lífskjaraskerðingar hafa sýnt það að þær hafa orðið minnstar meðal tekjulægstu hópanna. Einnig hafa vanskil skulda minnkað, atvinnuleysi hefur minnkað og hlutfall heimila með tekjur undir fátæktarviðmiðum hefur lækkað. Það hefur því orðið verulegur árangur og svo sannarlega verið staðið við loforðið um að slá skjaldborg um heimilin sé tekið mið af því svigrúmi sem stjórnvöld hafa haft.

Þessi árangur hefur vissulega kostað blóð svita og tár og því ekki aukið vinsældir ríksstjórnarinnar. Það er ástæða þess að ríkisstjórnarflokkarnir koma illa út í könnunum. En að vilja aftur til valda þá flokka sem mesta sök eiga á öllum þeim þrengingum sem við höfum gengið í gegnum í rúm þrjú ár leiðir hugan að máltækinu "þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur". Að stór hluti þjóðarinnar sé haldinn þeirri sjálfseyðingarhvöt að vilja þessa flokka aftur til valda er sorgleg staðreynd ef rétt er.

Sigurður M Grétarsson, 14.4.2012 kl. 11:10

10 identicon

Ertu ekki hamingjusamur Ómar, að þú sért ekki einn um þessa skoðun þína á þjóðinni?

Sigurður M er algerlega sammála þér. Þjóðin er svo vitlaus að láta vont fólk ljúga sig fullt, sem leiðir að sjálfsögðu til þess að hún kann ekki gott að meta.

Í Sovét var þetta kallað "vestræn áhrif", og var verst af öllu vondu.

Almáttugur forði ríkissjórninni frá einhverri Perestroiku. Það gæti leitt af sér Glasnost og hruns Svovét Íslands. Betra er að berja hausnum við steininn, og afneita vilja þjóðarinnar, og nauðga öllum málum í gegn með ofbeldi.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 11:44

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um 10% sögðust óákveðin og tæp 16% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu yrði gengið til kosninga nú. Þá vildu 20% ekki gefa upp afstöðu sína.

Þetta þýðir að um 46% svarenda gáfu ekki upp afstöðu sína
."

Engum með fullu viti dettur í hug að Sjálfstæðisfokkurinn fengi 43% atkvæða í alþingiskosningunum.

Hins vegar gæti flokkurinn fengið 33% atkvæða en hann fékk 23,7% í síðustu alþingiskosningum og hefur aldrei fengið minna kjörfylgi, tapaði 12,9% frá fyrri kosningum og níu þingmönnum.

Hægri flokkarnir
, Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, MISSTU SAMTALS 13 ÞINGMENN í síðustu alþingiskosningum, 21% allra þingmanna á Alþingi.

Alþingiskosningar 2009


Og fylgi Sjálfstæðisflokksins nú verður að skoða meðal annars í ljósi þess að Frjálslyndi flokkurinn er nær dauða en lífi og Hægri grænir hafa sáralítið fylgi.

Þorsteinn Briem, 14.4.2012 kl. 11:53

12 identicon

...svika skjaldborgarleikhúss norrænu velferðarstjórnar xS og VG verður lengi minnst...

... Harpan kláruð fyrir 19 milljarða með skerðingum hjá ellilífeyrisþegum - öryrkjum - atvinnulausum og sjúkum... meira að segja þyrla landhelgisgæslunnar kemst ekki nema 20 mílur frá landi... svo elítan geti sótt niðurgreiddar skemmtanir í Hörpuna ...

... Steingrímur J laug að þingi & þjóð 3. júní 2009 að enginn Icesave II samningur væri til... en reyndi síðan að lauma Svavarssamningnum óséðum í gegnum þingið 5. júní 2009... skv Lilju Móses VG... með 643 millajrða kostnaðarauka skv Tryggva Herberts xD ...

... takmörk eru fyrir hve miklu og hve lengi ein þjóð lætur skjaldborgarleikhúsið ljúga að sér á ESB vegferð sinni... sem virðist eina málið á dagkrá... minna Jóhanna og Össur á Pétur Gaut... við dánarbeð móður... þegar þau lýsa tækifærunum sem felast í aðils ESB að Dómsmáli ESA við EFTA-dómstólinn um Icesave innistæðurnar ...

... Ómar... þú neyðist sem pólitíkus að virða lýðræðið ... meirihlutinn ræður... 23% minnihluti skjaldborgarleikhússins kúgar nú þjóðina sem aldrei áður ...

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 12:09

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fólk vill og þarf að vinna til að sjá fyrir sér og sínum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2012 kl. 12:11

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur verið sagt að hver þjóð eigi skilið þá ríkisstjórn sem hún hefur. Eigum við ekki að segja að íslenska þjóðin hafi tekið út sína refsingu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2012 kl. 13:00

15 identicon

Gunnar Th.  Meginreglan er sú, að engum verði refsað tvisvar fyrir sama afbrotið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 13:11

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einmnitt. Þess vegna væri það mannréttindabrot ef þessi ríkisstjórn sæti áfram.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2012 kl. 13:27

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jöklabréf eða krónubréf (e. Glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.

Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.

Forsendur viðskipta sem þessara er mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé."

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5%.


Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 14.4.2012 kl. 13:28

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005:

"Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir.

Vinnumálastofnun hefur ítrekað staðfest þetta
og nú síðast í nýrri skýrslu þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að gefa þurfi út 1.800 atvinnuleyfi vegna yfirstandandi og fyrirhugaðra virkjana- og stóriðjuframkvæmda.

Framboðið er einfaldlega ekki til staðar hér innanlands.
"

Þorsteinn Briem, 14.4.2012 kl. 13:37

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskur almenningur og fyrirtæki skulduðu gríðarlegar fárhæðir í árslok 2007, þegar "íslenska góðærið" stóð sem hæst.

Íslensk fyrirtæki skulduðu 15.685 milljarða króna í árslok 2007 en 22.675 milljarða króna í árslok 2008 og skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru TVÖFALT HÆRRI en spænskra heimila í árslok 2008.

Þorsteinn Briem, 14.4.2012 kl. 13:45

20 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guð hjálpi okkur ekki blessaði hann þrátt fyrir að gamli formaðurinn hafi beðið hann að gera það

Sigurður Haraldsson, 14.4.2012 kl. 13:56

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er krafan. Fá 2007 aftur. Kemur trekk í trekk fram hjá f+olki og fyrrbærum. það heimtar bara 2007 og ekkert minna. Í própagandanu er búið að snúa málum annig að núv. stórnvöld séusvo vond - að þau hafi tekið 2007 og sjallagróðærið af fólki!

Svo ætti fólk stundum að athuga hvað er verið að segja á ÚS. Algjör hryllingur að hlusta á fólk ar. Hryllingur og óhugnalegt.

Hitt er annað, að almennt um skoðanakannanir Fréttablaðsins að þá er galli á könnunum þeirra hvað er yfirleitt lítið úrtak. Eru mikil skekkjumörk - en vísbendingin í þessu tilfelli er samt sem áður til staðar.

það er líka eftirtektarverð vísbending hve svokölluð nýju framboð eins og td. Samstaða er að hverfa barasta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.4.2012 kl. 14:04

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn árið 2002 og Tómas Ingi Olrich var menntamálaráðherra 11. apríl 2002:

"11. apríl 2002 náðist sá stóri áfangi að samningur um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar var undirritaður af fulltrúum ríkis og borgar.

Stefnt var að einkaframkvæmdarútboði í árslok og að framkvæmdir gætu hafist árið 2004.

Áætlaður heildarkostnaður var sagður tæpir 6 milljarðar króna. Ríkið greiddi 54% og borgin 46%."

Starfsfólk Hörpu greiðir að sjálfsögðu útsvar og tekjuskatt og greiddur er mikill virðisaukaskattur vegna starfseminnar.

Sama gildir að sjálfsögðu um hótel, sem reist verður á næsta ári við hlið Hörpu, svo og önnur hótel og ferðaþjónustu hérlendis.

Og fjölmargir þeirra sem unnu við að reisa Hörpu hefðu fengið greiddar atvinnuleysisbætur, ef ekki hefði verið lokið við bygginguna, en hún var að sjálfsögðu þáttur í allri ofþenslunni hér.

22.3.2011:


"Starfsmenn á verkstað [við Hörpu] eru nú 490 til 510, breytilegt frá degi til dags. Þar af eru erlendir starfsmenn 75."

Þorsteinn Briem, 14.4.2012 kl. 14:16

23 identicon

Samfylkingin fengi nokk fleiri atkvæði ef svona mikill áhugi væri á 2007.

Svik, prettir, undirferli í þágu stórfjármagns eins og Baugs, svindl elítunnar eins og hjá Vilhjálmi fjárhirði samfylkingar er 2007.

Íslendingar eru duglegt fólk upp til hópa og vill ekki öryrkjasamfélag Skandinavíu.

Megi skjaldborgin hverfa sem fyrst.  Það innihaldslausa svindl byggingarverk.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 14:19

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú jæja. þá vill það 2006 ef Sjöllum líður eitthvað betur með það.

Jú jú, 2006 skulum við hafa það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.4.2012 kl. 15:35

25 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sósíalismi Samfylkingar og Vinstri Grænna er sem heimspeki eymdarinnar,

Trúarjátning fáfræði og fagnaðarerindi öfundar,

Útkoman og helsta dyggðin er jöfn dreifing á eymd og vonleysi

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.4.2012 kl. 16:35

26 identicon

Ómar. "Jú jú, 2006 skulum við hafa það."

Góður! Búinn að redda deginum fyrir jonasgeiri. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 16:36

27 identicon

Ég verð að viðurkenna, að ég skemmti mér sérlega vel yfir Samfóunum sem fundið hafa skjól hérna hjá Ómari. Þetta er skemmtileg sósíalstúdía í afneitun.

Skemmtilegast þykir mér þó spammið hjá Steina. Það er svo yndislega úr takti við efnið.

Af einhverjum ástæðum finnst honum við hæfi að vekja athygli á gríðarlegum landflótta iðnaðar- og vélamanna í tíð Jóhönnu, og að flóttinn sé svo hrikalegur, að flytja þurfi inn iðnaðarmenn ef Íslendingar ætli sér að framkvæma eitthvað, einhverntíma.

Annars má benda ykkur Samfóum á þá skemmtilegu staðreynd, að samtals fylgi Vg, Stóru Samfylkingar og litlu Samfylkingar Guðmundar, er nánast það sama og fylgi við aðild að ESB.

Það er því víst lítið í óákveðna pottinum fyrir ykkur.

Og víst er það, að yfirvofandi er mesta fylgishrun stjórnarflokka í sögunni.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 17:10

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Virkjanafíklarnir munu ganga í halarófu niður Laugaveginn með ljósaperu í afturendanum.

Og fremstur í flokki verður Hilmar með 100 kerta peru í rassinum.

Þá fyrst kviknar á perunni hjá honum.

Þorsteinn Briem, 14.4.2012 kl. 18:44

29 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eitthvað er bogið við þessa niðurstöðu. Vitað er að Sjálfstæðisflokkurinn mælist alltaf meira í skoðanakönnunum en kosningum. Líkleg skýring á því liggur væntnalega í aðferðafræðinni við gerð könnunaninnar.

Þá er spurning hvort þjóðin sé siðblind?

T.d. má ekki gleyma einkavæðingu bankanna í boði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Ekki liðu mörg ár að þeim var breytt í svikamyllur og heil þjóð dregin á asnaeyrunum.

Svo finnst mörgum sjálfsagt að hlusta á fláræðishjal forystumanna þessara flokka í dag þar sem hvert einasta tækifæri er gjörnýtt til að grafa undan ríkisstjórninni. Og Bessastaðayfirvaldið hefur breytt friðsömu forsetaembætti í pólitískar skotgrafir!.

Samfylkingin og VG komast rétt í helming fylgis Sjálfstæðisflokksins eftir nýjustu skoðanakönnuninni!

Er íslensku þjóðinni bjargandi?

Mér sýnist á öllu að það er helst núverandi ríkisstjórn sem hefur tekist það ómögulega. En Steingrímur J. viðurkennir að þeim hafi orðið víða á mistök.

Hvorki forysta Framsóknarflokksins né Sjálfstæðisflokksins hafa viðurkennt að einkavæðing bankanna hafi verið mjög alvarleg mistök. Á þeim bæ er aðeins grátið yfir ákærunni gegn Geir og að ríkisstjórnin hafi breytt Stjórnarráðinu og vilji nýja stjórnarskrá án þess að viðurkenna að hvoru tveggja sé „einkamál“ Sjálfstæðisflokksins.

Góðar stundir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.4.2012 kl. 23:19

30 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyri aldeilis stórskemmtilegar útleggingar út og suður og fram og til baka á þeirri staðreynd að Sjallarnir hafa 43% og Framsókn 15%, samtals 58%, sem er kunnugleg tala frá fyrri áratugum.

Lilja og Gummi eru í 6-7% hvort um sig og Fjórflokkurinn lifir sem aldrei fyrr.

En síðan er spurningin hvað þessi helmingur aðspurðra, sem ekki gaf skoðun sína upp, mun gera þegar þar að kemur.

Ómar Ragnarsson, 14.4.2012 kl. 23:43

31 identicon

Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs sagði í sjónvarpsviðtali í fréttum í Sjóvarpinu stuttu eftir hrunið í Blá Lóninu ef ég man rétt að Íslendingar þyrftu að skoða margt annað fyrst en það sem kemur peningum beint við ef Íslendingar vildu finna leiðina út úr ógöngum þeim sem þeir sjálfir hefðu komið sér í.  Ég ætla ekki að hafa eftir Stoltenberg hvað hann sagði en eftir þetta viðtal er hann í miklum metum hjá mér sem stjórnmálamaður. Það væri gaman ef Sjónvarpið sýndi viðtalið aftur og kannski einnu sinni í mánuði væri gott svo við Íslendingar förum aðeins að hugsa í alvörunni hvað sé að hjá okkur. Jens Stoltenberg sagði að Norðmenn myndu ekki horfa upp á okkur svelta ef allt væri á versta veg  Norðmenn vilja ekki hleypa okkur í Norska oliusjóðin svo við getum haldið áfram að lifa óábyrgu lífi eins og frægt er á byggðu bóli. Hvað var það sem sá norski sagði í sjónvarðsviðtalinu í Blá Lóninu?Skora á sjónvarpsmenn til að sýna þetta viðtal aftur og helst aftur

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 23:53

32 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar segir:

Krafan virðist vera skýr: Gef oss 2006 aftur!  Allan pakkann! Öll álver og virkjanir, sem hægt verð að reisa! Sama kaupmátt og ofursterka krónu! "Stærsta viðskiptatækifæri okkar tíma" með sæstreng til Evrópu!  Gef oss þetta vafningalaust!

Þetta er krafa kjósenda Sjálfstæðisflokksins, nema að þeir vilja þetta einmitt ekki vafningalaust. Þeir vilja þetta með vafning, vafningnum Bjarna Ben. Hann er formaður flokksins og forsætisráðherraefni, flokksins sem 43% kjósenda eru að óska eftir að komist að völdum.*

*Burtséð frá því hvort eitthvað er að marka þessa könnun.

Theódór Norðkvist, 15.4.2012 kl. 00:19

33 identicon

Fólk vill vinnu og sambærileg lífskjör og bjóðast í nágrannalöndunum. Það er ekki lengur nóg að horfa á gamlar Stiklur með þér og frúnni.

Hefði þú bara fattað þetta þegar þú bauðst þig fram síðast þá hefði þér ekki veri hafnað með jafn afgerandi hætti. En endilega haltu áfram þínu starfi, það er ágætis afþreying, en láttu vera að leggja öðrum lífsreglurnar.

Brjánn (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 01:50

34 identicon

Þeir sem ekki skilja fylgisaukningu xD eru menn sem ekki skilja hugtökin orsök og afleiðing !!

xD gerði EKKERT til að vinna þetta fylgi og er flokkurinn handónýtur og forystulaus, samt fær flokkurinn þetta fylgi...hvað gæti valdið því ??

Gæti það verið svik, lygi, leynimakk og fullkominn óheiðarleiki sem íslendingar hafa fengið framan í sig frá 2009 ??

Það skildi þó aldrei vera ástæðan fyrir risi xD..??

Ekki vera svona barnalegir, ástæðan er augljós..

runar (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 18:41

35 identicon

Náttlega frábært ástand á íslandi, menn að spá í að kjósa yfir sig aula og spillingu vegna þess að hinn helmingurinn af 4flokknum eru algerir vanvitar og kommúnistar dulbúnir sem umhverfisverndunarsinnar..... hahaha þvílík fífl sem við erum ha; aumingja við :)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband