Vetrarlegt í dimmuferð.

Það er ekki búin að vera sumarleg ferð mín í kvöld frá Selfossi áleiðis að Mývatni.

Eftir því sem lengra dró urðu aðstæður vetrarlegri, slyddusnjókoma og Öxnadalsheiðin í vetrarham, bæði færið og veðrið.

Ég er að koma frá því að fljúga með Friðþjófi Helgasyni frá Selfossi um Skaftafellssýslur og norður yfir Vatnajökul, yfr Öskju og Sauðárflugvöll og er nú á leið uppeftir á nær fertugum jöklabíl af Range Rover gerð. Ekkert game over ennþá þótt Nissan Laurel dísilvélin í honum sé líka á fertugsaldri.

Ég hef ekki séð svona lítinnn snjó á Sauðárflugvell á þessum tíma árs og vorið leggst því bara vel í mig þótt veturinn sé að reyna að sleppa ekki frosthvítri krumlu sinni.


mbl.is Éljagangur í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel, hringdu bara ef þér vantar spotta til að binda í :)

Jón Dó (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband