17.4.2012 | 16:21
Fær ekki það sem það vill og vill ekki það sem það fær.
Hvernig má það vera að á tíma kreppu og mikils atvinnuleysis sé á sumum sviðum óuppfyllt og "æpandi eftirspurn" eftir fólki með ákveðna menntun og hæfni?
Eitt af mikilvægustu verkefnum í nútíma samfélagi er samþætting framboðs og eftirspurnar í atvinnumálum. Eitt af einkennum íslensks atvinnulíf hefur verið viðleitning til að skapa störf við framleiðslu eða framkvæmtir, sem snúast um afurðir, sem hægt er að mæla í þyngdareiningum eins og tonnum.
Að "skaffa" slík atvinnutækifæri var og er höfuðstefnan, sem fylgt er í þessum málum.
En það er ekki nóg að skapa framboð ef eftirspurnin er ekki fyrir hendi.
Gríðarlegt framboð var á atvinnutækifærum við gerð Kárahnjúkavirkjunar en í stað þess að 80% starfsmanna yrðu íslenskir og 20% erlendir, var þetta alveg öfugt.
Lengi hefur verið talið að með því að skaffa nóg af atvinnutækifærúm við fiskvinnslu væri landsbyggðinni borgið. Samt hefur fólki fækkað jafnt á þétt þar sem þetta hefur verið trúaratriði, og ef ekki væri erlent vinnuafl að fá væri atvinnulífið víða stopp úti á landi.
Á öllum sviðum atvinnulífsins er vaxandi framboð á verkefnum fyrir fólk með þekkingu í verkfræði, tækni- og raunvísindum, og þar vex hátæknigeirinn hraðast.
En eftir fólks eftir þessari menntun er allt of lítið til að anna þörfinni. Það skýtur skökku við á tímum mikils atvinnuleysis og líklega er allt of lítið gert til þess að upplýsa fólk, einkum ungt fólk, um möguleikana á þessu svið.
Of lítil þekking á breyttum þjóðfélagsháttum og fastheldni við "hefðibundin" ráð til að skapa atvinnuætkifærir gæti verið skýringin á því að atvinnulífið markast af því að fólk fái ekki atvinnu af því tagi sem það vill og vill ekki atvinnu sem því býðst.
Umræðan snýst öll um að "skaffa" verklegar framkvæmdir fyrir fólk sem ekki hefur hlotið framhaldsmenntun, enda er brottfall úr framhaldsskólum hér á landi það mesta sem þekkist í okkar heimshluta.
Æpandi eftirspurn eftir starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi vitneskja um skort á hátæknimenntuðu fólki í iðngreinum, en þetta á ekki bara við háskólamenntun, heldur einnig verkmenntun.
Það er mikill skortur á menntuðum málmiðnaðarmönnum, vélstjórum, vélvirkjum og fleiri. Sama sagan er með rafeindavirkja og fleiri rafiðnaðarmenn, það er gríðarleg eftirspurn eftir þeim, en samt má sem dæmi nefna að 9 rafeindavirkjar fengu sveinsbréf nú um daginn.
Samúel Úlfur Þór, 17.4.2012 kl. 16:38
Það hjálpar heldur ekki til að mikið af þessu menntaða fólki er komið til Noregs þar sem markaðurinn t.d fyrir verk og tæknifræðinga hrundi alveg á Íslandi. Ég veit ekki hvað þarf til að þetta fólk flytji heim, allavega meira en vinnu. Gott væri t.d að fá lán sem greiðast niður þegar borgað er inná þau.
Anna Vala Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 16:44
Anna Vala orðar þetta vel. "....að fá lán sem greiðast niður, þegar borgað er inná þau."
Nákvæmlega. Vertryggingin verður að hverfa. Fyrr en það gerist, breytist ekkert, allaveganna ekki til batnaðar. Hér í Sviss fara flestir í verkmenntun og hún er "backbone" í einhverjum besta hátækni-iðnaðar heims. Á Íslandi fara of margir í lögfræði, hagfræði, guðfræði, félagsfræði etc., búa sig sem sagt undir störf hjá ríki og sveit.
Við verðum að gera verkmenntun meira attraktív fyrir ungu kynslóðina.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 17:28
Hvernig má það vera að á tíma kreppu og mikils atvinnuleysis sé á sumum sviðum óuppfyllt og "æpandi eftirspurn" eftir fólki með ákveðna menntun og hæfni?
- Það eru gerðar mjög óeðlilegar kröfur um sérhæfða menntun og starfsreynslu, svo það geti byrjað strax að afkasta. í stað þess að ráða hæft fólk og þjálfa upp.
- Þessi "æpandi eftirspurn" hefur ekki komið fram í atvinnuauglýsingum.
- Það er ekki hægt að fullnægja endalaust þörf SA fyrir "fólk á aldrinum 25-35 ára". Ráða þarf fólk frá 35 - 65 líka.
- Ekki er spennandi fyrir ungt fólk að fara í langt og erfitt tækni og raunvísindanám þegar umtalsvert betri laun bjóðast læknum, lögfræðingum, endurskoðendum, o.s.frv.
- Ekki er spennandi fyrir ungt fólk að fara í langt og erfitt tækni og raunvísindanám þegar kreppur bitna verst á þessum greinum, en þensluskeið koma þeim ekkert til góða.
Það er fullt af góðu fólki þarna úti. Það þarf bara að ráða það, þjálfa upp og borga fyrir það.Páll Jónsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 18:04
Það þarf ekki langskólanám til að fá vel launað starf. Vélstjórn er 5 ára nám í skóla, við bætist smiðjutími og sjótími til að fá vélfræðingsréttindi. Það er auðvelt fyrir vélstjóra að fá vinnu, þekkingin er víðfem og margir bæta rafvirkjun við námið. Svo má benda á að auknin ásókn er í stálsmíði en sú grein var borinn uppi af Pólverjum á gósentimabilinu. Nú er nóg að gera í stálsmíði og bráðvantar mannskap. Það er 3 ára nám í skóla auk vinnustaðanáms.
baldvin (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 19:56
Ég er kannski "poster child" fyrir öll nefnd hugtökin í þinum pistli Ómar...
verkfræðimenntaður sjómaður...er hægt að vera ruglaðri en það ??
Ég sótti ekki um það starf sem mér "bar" menntunarlega séð, ég setti kúrsinn í aðra átt, sama dag og ég varði lokaverkefni mitt hringdi ég í alla frystitogarana á landinu og fékk pláss.
Maður sækir lífsbjörgina þar sem lífsbjörgin gefst, sjómenn hafa mun hærri laun en nýútskrifaðir verkfræðingar fyrir utan að vera mun "svalara" starf..
Mýtan um að íslendingar nenni ekki að vinna fiskvinnslustörf er heimsk, innantóm og hreinlega röng fullyrðing !!
Íslendingar eru mjög duglegt fólk, vinna meira en flestar aðrar þjóðir, málið er að það er lágmarks kurteisi að borga duglegu fólki góð laun fyrir erfiðisvinnu, þarna og nákvæmlega þarna situr hnífurinn í kúnni...
Ef Íslendingar nenntu ekki að vinna við fiskvinnslu..hvers vegna er þá slegist um hvert laust pláss á frystitogurunum ??
Gaman væri að heyra raunhæft svar við því...
Eftirspurnin ER fyrir hendi, málið er...það á, nei, það skal borga vel fyrir störf góðra verkamanna
Fær ekki það sem það vill og vill ekki það sem það fær..þín orð Ómar, þetta er vafasöm útgáfa af raunveruleikanum, afbökuð útgáfa að mínu mati.
runar (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 20:27
Það vantar ofboðslega mikið af fólki í tæknibransann, ég er vélfræðingur að mennt og vinn sem vélstjóri á togara og hef ekki verið að skrá mig neitt í atvinnuleit en hef samt fengið 9 starfstilboð sem vélstjóri á síðustu fimm vikum og 4 af þeim frá útgerðarmönnum sem ég þekki ekki. ég myndi skora á menn að íhuga vélstjórnarnám og bæta við iðnámi til þess að verða vélfræðingar því að þarna eru virkilega miklir möguleikar og góð laun.
valli (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 20:54
Það er ekki hægt að bera saman störf á frystitogurum og í frystihúsi, launamunurinn er svo gífurlegur.
Það er rétt að miklir fordómar virðast í gangi varðandi aldur fólks. Ég skil það til dæmis alls ekki að fólk fái ekki vinnu, bara af því að það er orðið fimmtugt.
Einmitt þá, þegar börnin eru uppkomin og engar fæðingar lengur hjá hjónunum, eru þau öruggur vinnukraftur án nokkurrar áhættu fyrir atvinnurekandann vegna fæðingarorlofs.
Ómar Ragnarsson, 17.4.2012 kl. 22:11
Ég held að aldur þurfi ekki að skipta máli, fólk sem er komið yfir fimmtugt er kannski hrætt við að skipta um vinnu að því það er óöruggt hvað varðar tölvur og svoleiðis. Þegar pabbi minn hætti að búa, þá fór hann á tölvunámskeið og lærði á þessi grunnforrit, hann hefði kannski átt að spyrja mig fyrir námskeiðið hvernig hann ætti að minnsta kosti að kveikja á tölvu svo að hann þyrfti ekki að spyrja að því á námskeiðinu, í dag þá er hann orðinn ansi sleipur í tölvum. Fólk á alltaf að horfa bara jákvæðum augum á hlutina og gera eins og þú Ómar brosa og þá brosir heimurinn á móti og þó eitthvað klikki þá bara að gera betur næst. Ég hef yfirleitt haft bara mjög gott af því að vinna með eldra fólki sem að miðlar reynslu.
valli (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 23:13
það er fleirum en mér sem finnst þessi frétt skrítin, ég kláraði svokallaða tölvubraut tækniskólans 2002 og hef aldrei fengið vinnu út á það nám, þrátt fyrir að það eigi að vera skortur á tölvumenntuðu fólki.
svo er eitt sem vantar alveg í þetta, og það er lín, lánasjóður námsmanna. allir vita að það lifir einigin af atvinnuleysisbótum, og hvernig stendur þá á að einstaklngur getur mest fengið út úr lín, svipað og atvinnuleysisbætur eru. svo er maður að lesa frétt um að listamannalaun eru um 300.000 á mánuði og greitt sem hreinn styrkur.
það er alveg helling að í þessu landi, og alls ekkert verið að styrkja undir menntun á einn né neinn hátt.
GunniS, 17.4.2012 kl. 23:38
Það á nú bara að afnema þessi listamannalaun, ef að fólk er hætt að framleiða list þá á það bara ekkert að vera á þessum launum. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti því að listamenn séu styrktir en það að vera að halda þeim uppi eins og Þráinni Bertelssyni það sem eftir er finnst mér bara út í hött.
valli (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.