25.4.2012 | 12:40
Andófsmenn í Sovét töldust geðveikir sem og Rudolf Hess.
Þekkt er, að eitt af úrræðum stjórnvalda í Sovétríkjunum varðandi andófsmenn var að láta úrskurða þá geðveika og loka þá inni á geðveikrahæli. Auðvelt var fyrir geðlækna sem trúðu á hina guðdómlegu stjórnskipan landsins að komast að þessari niðurstöðu.
Þegar búið var að lögfesta og tryggja að stjórnskipunin og framkvæmd hennar væri fullkomin og sú langbesta í heiminum hlaut hver sá, sem efaðist um þetta að vera bilaður.
Þegar Rudolf Hess flaug til Bretlands fyrir 70 árum til þess að reyna að koma á friði milli Þjóðverja og Frakka lýsti Hitler því yfir að hann þjáðist af ofskynjunum og væri ekki með réttu ráð.
Anders Behring Breivik er það óskiljanlegt hvernig nokkrum detti í hug eða geti komist að þeirri niðurstöðu að hann sé geðsjúkur og óður fjöldamorðingi, rétt eins og Hitler gat ekki ímyndað sér annað en að Hess væri kolklikkaður að láta sér detta það í hug að gera tilraun til að koma á friði.
Raunar er ég í hópi þeirra sem tel það umdeilanlegt að úrskurða Breivik ósakhæfan og minni á að verstu fjöldamorðingjar nasista voru taldir sakhæfir, líka þeir sem ekki gátu borið það fyrir sig að þeir hefðu verið að framfylgja skipunum samkvæmt ríkjandi heraga.
Spurningin um mörk geðveikinnar hefur ávallt verið athyglisverð og einhver eftirminnilegasta, grátbroslegasta og beittasta dæmið um geðveiki styrjalda og manndrápavar kvikmyndin "Catch 22".
Telur geðlæknana í andlegu ójafnvægi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Breivik er algerlega gaga geðveikur, hann ber að vista á stofnun til dauðadags; Hann á að vera í einangrun, því internet og annað mun eingöngu punga undir ranghugmyndir og geðveilu samsæriskenningarofsatrúarþvaður ...
DoctorE (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 13:23
Hann Anders Behring Breivik er ekki Nasisti heldur Zíonisti
Zíonisti : Norway False flag Anders Breivik Psy op
http://www.youtube.com/watch?v=8PsafNdRT9g
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 17:12
I rettarhöldunum i Stammheim fengu medlimir Baader-Meinhof samtakanna
ad nota rettarsalinn sem politiskan vettvang. Hin akaerdu heldu thvi fram ad thau hefdu rett ad myrda folk ) 35 manns) allt i samraemi vid heimsmynd sina rett eins og Breivik gerir.
Thau voru ekki talin gedveik.
Vid Nurnberg rettarhöldin taladi t d Hermann Göring vitt og breitt um sina skelfilegu "idelogiu" og thvi var utvarpad og Thjodverjar som hlustudu töludu margir i hrifningu um "Unserer Hermann".
Var hann gedveikur?
S.H. (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.