Uppfylling 160 ára draums orðið þriggja ára ferli.

Nú eru þrjú ár siðan meðferð stjórnarskrármálsins hófst á Alþingi og að baki þriggja ára ferli.

Stjórnarskrármálið var upphaflega var sett af stað við lýðveldisstofnun þegar forystumenn þjóðarinnar lýstu því yfir að stjórnarskrárbreytingin þá hefði aðeins verið gerð sem lágmarksaðgerð til að breyta stjórniskipuninni úr konungsveldi í lýðveldi og að á næstu árum yrði gerð að því gangskör að láta nær aldar gamlan draum Þjóðfundarins 1951 rætast, að semja nýja alíslenska stjórnarskrá.

Á þeim 68 árum sem liðin eru hafa margar stjórnarskrárnefndir verið skipaðar en engri þeirra hefur tekist þetta verk. Í staðinn hafa verið gerðar nokkrar afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni sem snerta aðeins lítinn hluta hennar.

Stærstu breytingarnar, um kosningar og kjördæmaskipan, hafa verið gerðar í andstöðu við Framsóknarflokkinn, og hefði ævinlega verið látið við það sitja að reyna að ná samstöðu í því stóra lýðræðismáli, sætum við enn uppi með einmenningskjördæmi og miklu stórfelldara misrétti en þó var þegar þessar nauðsynlegu breytingar voru gerðar.

Málinu hefur þokað betur áfram en nokkru sinni fyrr. Fyrst var samþykktur ferill þess fyrir þremur árum, með niðurstöður tveggja þjóðfunda 1000 manna slembiúrtaks úr þjóðskrá sem leiðarvísi, síðan margra mánaða vinnu sérstakrar stjórnlaganefndar og ráðgjafa hennar, og að lokum vinnu 25 manna stjórnlagaráðs, þar sem fulltrúarnir komu úr öllum áttum úr þjóðfélaginu með skoðanir í öllum regnbogans litum, en komu sér þó að lokum einróma saman um eitt frumvarp.

Í sumar hefur frumvarpið legið frammi í eitt ár til umræðu og umfjöllunar, meira að segja líka endurskoðunar hjá stjórnlagaráðinu sjálfu og fyrir liggur að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að þetta frumvarp verði lagt til grundvallar varðandi nýja stjórnarskrá og því er það eðlilegt framhald þess að það verði lagt í dóm þjóðarinnar áður en Alþingi afgreiðir það endanlega samkvæmt ákvæðum núgildandi stjórnarskrár.


mbl.is Stjórnarskrármálið að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"10% þjóðarinnar getur krafist þjóðaratkvæðagreiðslu með að standa í röð hjá Sýslumanni. Ekki verður hægt að kjósa um fjárhagsleg mál, utanríkismál,  né mál er varða sérhagsmuni." Samkvæmt þessu væri ekki hægt að kjósa um mál eins og icesave, esb eða kvótamálið. Þetta vil meirihlutu oss ekki.

Ekkert fjárans esb hér (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 08:56

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Í sumar hefur frumvarpið legið frammi í eitt ár til umræðu og umfjöllunar...."

Það er nú einmitt gallinn við þetta stjórnlagaóráðsklúður. Lítil sem engin umræða hefur farið fram um málið.... nema í reykfylltum bakherbergum

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2012 kl. 09:44

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Stjórnarskrár drög eða hvað þessi ósköp eru kölluð er eithvert mesta rugl sem

samið hefur verið, enda er ekki ein einasti maður í hópi semjenda sem hefur

snefil af kunnáttu í að semja texta fyrir lög.Tökum til dæmis greinina um eigna-

rétt þar sem bætt er texta um upptöku vegna almenna hagsmuna að slíkt megi

framkvæma með lögum frá Alþingi. Einmitt það sem opnar fyri uptöku allra

eigna landsmanna. Þetta er stóri draumur allra komma.

Leifur Þorsteinsson, 30.4.2012 kl. 10:34

4 identicon

"Þetta er stóri draumur allra komma", skrifar þessi Leifur.

Hvernig dettur nokkrum manni til hugar að skrifa svona vitleysu?

Getur verið að Íslendingar séu fremur treggáfaðir, eða er þetta skortur á menntun og víðsýni? Erum við ennþá of miklir "sveitamenn", "hillbillies"?

Hér er tenging í grein eftir Guðmund Andra, skyldulesning.

http://visir.is/utlendingurinn-motstaedilegi/article/2012704309943

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 10:55

5 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Stjórnarskrá LÝÐRÆÐIS RÍKSIS verður ekki samin af hópi pólitískra lýð-

skrumara eða annara slíkra ofsatrúar pótintáta, sem eru öfundsjúkir út

í allt ogalla.

Þegar semja skal sjórnarskrá, skal fá til verksins 3 eða 5 valinkunnra

menn sem sverja eið á að halda fast víð lýðræði og jöfnuð. (bræðralag á

ekki við í lýðræði). Stjórnarskráin eru lög sem önnur og stjórntæk lög

eru sami eftir. Ein allra besta stjónarskráin sem samin hefur verin er

einungis 10 atriði og konmst fyrir á tveimur stein töflum.

eithvað annað en þessi ósköp sem kallast drög að stjórnarskrá.

Leifur Þorsteinsson, 30.4.2012 kl. 11:01

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessar kraðakstillögur eru óskalisti lýðskrumara. Þegar valinkunnir fagmenn hafa sniðið af þessu agnúana, þá mun lítið standa eftir úr þessu ólöglega og rándýra gæluverki helferðarstjórnarinnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2012 kl. 11:21

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega heila málið Gunnar, sú stjórnarskrá sem er í gildi er mjög góð og þörfin fyrir breytingar á henni er afskaplega lítil..

Jóhann Elíasson, 30.4.2012 kl. 12:10

8 identicon

Það skyldi aldrei svo vera að þetta ákvæði í gildandi stjórnarskrá, sé það sem stoppar málið;

79. grein

Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki, skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga að nýju. Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.

Því samkvæmt þessu verður að rjúfa þing og ganga til kosninga, halda menn að núverandi stjórn vilji það. Ég efast stórlega um það.

Kjartan (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 12:19

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, Geir H. Haarde braut stjórnarskrána.

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 12:24

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ég er hlynnt nýrri stjórnarskrá, ef hún væri samin á heiðarlegum og löglegum forsendum ríkisstjórnarinnar.

En ef áframhaldandi aðlögun að ESB fær að viðgangast, þá strokast stjórnarskrá Íslands út með einu pennastriki frá ESB. Þess vegna er of mikil mótsögn í öllu sem þessi ríkisstjórn segir almenningi, til að henni sé treystandi fyrir velferð og jafnrétti.

Það er óheiðarleikinn hjá ríkisstjórninni, sem mér finnst verstur, en ekki hver á hvað, eða hver ræður hverju.

Eftir situr þjóðin áfram með siðferðis-brenglaða stjórnsýslu, og engan möguleika á að bæta lýðræðið. Það er staðreynd, að ekki er hægt að ganga í ESB, án þess að afsala restinni af lýðræðinu. Það verður því einungis ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB. Þetta hefur verið ljóst frá því sumarið 2009.

Samt er öllum talin trú um að hægt sé að kjósa um aðild með bindandi kosningum, efir að tekið hefur verið við styrkjum og lög hafa endanlega og alfarið verið aðlöguð að ó-lýðræðis-sambandinu ESB.

Þeir ríku verða þá ríkari og þeir fátæku fátækari. Verkalýðsbarátta er bannorð hjá ESB. Þetta ætti fólk að hafa í huga á morgun, 1 MAÍ, sem kallaður er "baráttudagur" verkalýðsins.

Það er sárt að horfa uppá óheiðarleikann, sem er ráðandi afl í sambandi við stjórnarskrármálið og ESB-aðlögunina. Og fjöldi fólks lætur blekkjast af lýðskrumurum ESB, sem vita ekki hvað orðin: sannleikur, heiðarleiki og lýðræði þýðir í raun.

Svona eru vinnubrögð höfuðpaura ESB og fjölmargra liðhlaupa þeirra víða um heim. Jafnrétti er einskis virði hjá yfirmönnum ESB. Það er hægt að komast að því í netheimum, en það er erfitt að komast að því, hjá hápólitíska svikakerfinu sem hefur hátt um gæði ESB á Íslandi, í gegnum svikula stjórnsýsluna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2012 kl. 12:34

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hefur ekki verið ætlunin að flýta næstu alþingiskosningum vegna stjórnarskrármálsins.

Og ég stórefast um að þeir sem fullyrða hér að þeir séu ánægðir með núgildandi stjórnarskrá þekki öll ákvæði hennar og skilji til hlítar, þegar lagaprófessora þarf til að útskýra þau fyrir almenningi.

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 12:36

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

DÆMI:

"15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim."

Stjórnarskrá Íslands


Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands:


"15. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti [Íslands] skipi ráðherra verður að skoða í ljósi þingræðisreglunnar.

Því er það Alþingi sem ræður því í raun hverjir verði skipaðir ráðherra, þótt formlegt skipunarvald sé hjá forsetanum.

Skipun eins ráðherra í ríkisstjórn fer eftir tillögu forsætisráðherra.

Við myndun nýrrar ríkisstjórnar ber forseta að kanna vilja Alþingis áður en ákvörðun er tekin um skipun ráðherrra."

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 12:51

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það stendur EKKI í núverandi stjórnarskrá að forsætisráðherra eigi að halda ráðherrafundi um mikilvæg mál.

17. grein

Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.

Bankamálaráðherra, Björgvin G. átti auðvitað að óska ráðherrafundar en það gerði hann ekki því hann hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi. Hann hafði aldrei frumkvæði að því að halda fund með seðlabankastjóra í ráðherratíð sinni en var þó ærin ástæða til.

 Samkvæmt venju, hefði Ingibjörg Sólrún átt að uppfræða "drenginn", en það gerði hún ekki, að sögn vegna þess að hún treysti honum ekki fyrir viðkvæmum upplýsingum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2012 kl. 12:59

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kaflarnir um mannréttindi eru fáránlega margorðir og bull og staglkenndir.

8. gr.

Mannleg reisn.

Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.

Hvað er mannelg reisn? Hvað er að lifa með reisn?

...og margbreytileiki mannlífsins virtur? Þetta er bæði broslegt og sorglegt að afurðir vinnu þessa óöglega stjórnlagaráðs skuli vera með þessum hætti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2012 kl. 13:21

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta mannréttindaákvæði er bjánalega óljóst og matskennt og svona vitleysa á ekki að sjást í stjórnarskrá. Það er eins og menntaskólakrakkar á fylleríi hafi samið þetta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2012 kl. 13:24

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini Briem. Þú forðast að taka umræðuna um staðreyndirnar sem ég benti á í pistli númer 10.

Hvers vegna forðast þú að rökræða sannleikann?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2012 kl. 13:24

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geir H. Haarde var dæmdur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.

Það er því eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé ánægður með stjórnarskrána.

Sem hann skilur samt ekki.

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 13:38

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei sagst vera ánægður með stjórnarskrána. Að rökræða við Steina er eins og að öskra upp í vindinn. Ekkert kemst til skila.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2012 kl. 13:56

19 Smámynd: Benedikt V. Warén

Tillaga Stjórnlagaþings

39. gr. Alþingiskosningar

Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt.

Jöfnun atkvæðisréttar er búið að vera til umræðu í mörg ár og er Reykvíkingum mikill þyrnir í augum það meinta "misrétti" sem viðgengst við kosningar til Alþingis.  Það kemur því ekki á óvart að Stjórnlagþing skuli komast að þeirri niðurstöðu að jafna kosningaréttinn, enda bróðurpartur "þingmanna" þess úr landnámi Ingólfs Arnarsonar.  Þegar talað er um jafnrétti þarf að hugsa um það misrétti sem viðgengst á öðrum vigstöðvum landsins.  Hverjir afla og hverjir eyða? 

Núverandi skattkerfi er með innbyggða landsbyggðarfjandsamlega stefnu.  Þetta óréttlæti hefur viðgengist í mörg ár og eru þar allir stjórnmálaflokkar jafn sekir.  Landsbyggðin aflar en ríkisstjórn og borgaryfirvöld eyða.  Merkilegt að Stjórnlagaþing skuli ekki hafa komið auga á þetta misrétti.  Þó ekki, þingsetarnir voru fæstir af landsbyggðinni

Fjármunum á að verja á þeim stöðum er þeirra er aflað og þá kemst á jafnvægi í byggðum landsins.  Byggðastofnun,  Jöfnunarsjóður, Nýsköpunarmiðstöð og  Ferðamálastofa verða í framhaldi óþarfar einnig mætti spara stórfé í nefndarstörfum og  “sértækum björgunaraðgerðum”  við landsbyggðina.  Þær nefndir,  stofnanir og björgunaraðgerðir stjórnvalda,  eru og verða ávallt mislukkaðar eins og ótal dæmi sanna.

Þ
egar bent er á þessa mismunum, ósamræmið í hlutum og hallann á úthlutun lífsgæða, dettur mönnum það eitt í hug að skipa nefndir til að skoða málið. 

Hverjir veljast í þannig nefndir?  Vinir og vandamenn ráðherra og embættismanna í Reykjavík. Hvað vinnst?  Margar síður af einskisnýtum skýrslum. Hver er ávinningurinn?  Nefndarmenn fá greitt fyrir sitt framlag. Hver er niðurstaðan?  Óbreytt óviðunandi ástand.  

Til þess að gæta jafnréttis þegna Íslands og milli ríkis og sveitarfélaga, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.  Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu. 

Benedikt V. Warén, 30.4.2012 kl. 15:11

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt V. Warén,

"Landsbyggðin aflar en ríkisstjórn og borgaryfirvöld eyða."

Þetta er della, eins og ég hef fært hér rök fyrir, nokkrum sinnum.

Allir
greiða útsvar og tekjuskatt, hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á landsbyggðinni.

Gatnakerfið í Reykjavík er ekki ókeypis og ekki heldur vegir á landsbyggðinni eða hafnir og sjúkrahús.

Hvergi á landinu, og jafnvel öllum heiminum, er landað meiri botnfiskafla en í Reykjavík og þar er fjöldinn allur af hótelum og útflutningsfyrirtækjum.

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 17:37

21 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Bríem.

Þú mátt hafa þína skoðun, sem ég gef lítið fyrir, en það er mikil einföldun að útsvarið og tekjuskattur haldi landinu á floti.    Það er fleira en útsvarið sem viktar við tekjuöflun til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast og það er ýmislegt annað sem lagt er til af landsbyggðinni í sameiginlega sjóði.    

Gömul sannindi: -það er fleira matur, en feitt kjöt.

Með fullri virðingu fyrir ótal rökum þínum, tek ég meira mark á öðrum og þyngri.

Kveðja af Austurlandi, frá 4% þjóðarinnar sem aflar um 24% til þjóðabúsins.

Benedikt V. Warén, 30.4.2012 kl. 18:15

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í sjávarplássum er alls kyns starfsemi, önnur en sjálf útgerðin, til að mynda matvöruverslanir, myndbandaleigur og bensínstöðvar.

Starfsfólkið á öllum þessum vinnustöðum greiðir tekjuskatt og útsvar. Og til að hægt sé að starfrækja vídeóleigu þarf leikara, enda þótt þeir séu ekki búsettir í viðkomandi plássi.

Á olíuborpöllum er einnig alls kyns þjónusta í boði og enginn sjómaður myndi vilja búa þar sem ekki væri boðið upp á þjónustu af nokkru tagi.

Alls kyns þjónusta er því jafn mikilvæg og alls kyns framleiðsla.


Leikari getur haft góðar tekjur af sínum starfa og er engan veginn ómerkilegri persóna fyrir þjóðarbúið en til að mynda sjómaður.

Leikarar eru jafn merkilegir í augum Ríkisskattstjóra og sjómenn. Og í sumum tilfellum hafa leikarar mun hærri tekjur en sjómenn.

Og útflutningstekjur hér á Íslandi eru meiri af þjónustu en iðnaði eða sjávarafurðum.

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 18:29

23 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Briem og hvað svo?  Sé að þú ert ekki mjög fastur í rásinni.

Lestu þér til upplýsinga og fróðleiks tillögurnar frá sérfræðingastóðinu við Austurvöll. 

En hverjar eru efndirnar? 

Spurt er: 
Af hverju að fara einföldu leiðina ef flókin finnst? 

Svar:
Það er auðvita mun betra og mannfrekara og gefur kærkomið tækifæri að funda og búa til ítarlegar skýrslur í möppudýragarðinum.
http://www.idnadarraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/1061

Svo koma rökin sem ég trúi betur en þínum.http://www.dv.is/frettir/2011/7/5/reykjavik-spena-landsbyggdarinnar/http://www.framsyn.is/2011/02/22/stutt-huglei%C3%B0ing-um-landsbygg%C3%B0ina-au%C3%B0lindir-skatta/

http://www.framsyn.is/2011/02/22/stutt-huglei%C3%B0ing-um-landsbygg%C3%B0ina-au%C3%B0lindir-skatta/

Svo getur þú Gúgglað sjálfur það sem Vífill Karlsson hefur gert til að sýna fram á óréttlætið.

Svo endurtek ég:

Til þess að gæta jafnréttis þegna Íslands og milli ríkis og sveitarfélaga, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.  Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu. 


Kveðja af Austurlandi, frá 4% þjóðarinnar sem aflar um 24% til þjóðabúsins.

Benedikt V. Warén, 30.4.2012 kl. 18:46

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningur á vörum og þjónustu árið 2009:

1. sæti:
Þjónusta 287 milljarðar króna (þar af samgöngur, flutningar og ferðaþjónusta 197 milljarðar króna),

2. sæti: Iðnaðarvörur
244 milljarðar króna (þar af ál 171 milljarður króna og kísiljárn 17 milljarðar króna),

3. sæti: Sjávarafurðir
209 milljarðar króna,

4. sæti: Landbúnaðarvörur
8 milljarðar króna.

Útflutningsverðmæti samgangna, flutninga og ferðaþjónustu var því níu milljörðum króna meira árið 2009 en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd árið 2009


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 19:00

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar seljum hins vegar ekki ál og kísiljárn, heldur raforku til stóriðjunnar hér, sem er í eigu útlendinga, og útflutningsverðmæti raforku til stóriðjunnar er að sjálfsögðu minna en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.

Landsvirkjun
, og þar með Kárahnjúkavirkjun, er í eigu ríkisins, allra Íslendinga, og einungis 30% Íslendinga búa á Norður- og Austurlandi.

Þar að auki er álverið í Straumsvík í Hafnarfirði en Norðurál og kísiljárnverksmiðjan eru á Grundartanga í Hvalfirði og því í raun einnig á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 19:09

26 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Briem.

Hvernig er með Sogsvirkjanir, sem voru byggðar fyrir Marshall-hjálpina, en voru síðan teknar af Reykjavíkurborg og lagðar inn í Landsvirkjun? 

Var ekki Marshall-hjálpin til allra Íslendinga?

......."í raun einnig á Höfuðborgarsvæðinu"? 

Hvernig væri þá að fara í að sameina?

Benedikt V. Warén, 30.4.2012 kl. 19:16

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Við gömlu höfnina í Reykjavík eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 19:19

28 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Briem.

Hvað ert þú að reyna að sanna? 

Þú verður svo á súðum að frussið gengur í allar áttir.  Gott á meðan þú ert bara í sagnfræðinni og gömlum hagtíðindum.  Þakka fyrir að þú lendir í bíblíusögunum.

Fáðu einhvern annan til að leika við þig.  Er farinn á fund að verða vitni að einhverju uppbyggilegra en frá þér kemur.  ......Geisp.......

Benedikt V. Warén, 30.4.2012 kl. 19:33

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Benedikt V. Warén,

Jamm, farðu á fund með öðrum austfirskum rugludöllum og dónaköllum, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 19:48

30 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfstæðismenn hafa alltaf litið svo á í krafti mikils fylgis, að breytingar á Stjórnarskránni og Stjórnarráðinu sé þeirra einkamál.

Nú eftir að meira en 17 ára samfelld stjórnarseta þeirra endaði með skelfilegum afleiðingum telja þeir sig enn vita betur en aðrir.

Stjórnarskrárþingið vann mjög gott starf. Lagfæra þarf nokkur atriði t.d. upphafskaflinn hefði mátt vera meira undir áhrifum frá stjórnarskrá þeirri sem Nelson Mandela var höfuðsmiður að með þýsku stjórnarskrána að fyrirmynd.

Þá þarf að taka betur afstöðu til trúarbragða en helst af öllu vil eg að Þjóðkirkjan njóti þeirrar stöðu sem hún hefur haft enda aðskilnaður ríkis og kirkju ýmsum annmörkum bundinn. Þannig var ákvörðun sem tekin var 1909 sem erfitt verður að breyta til baka.

Góðar stundir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.4.2012 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband