Of mikið af þessu og of lítið hægt að gera.

Ár eftir ár og áratug eftir áratug koma upp mál sem sýna linku gagnvart þeim sem fara illa með dýr og land og komast upp með það árum saman.

Ég minnist mála þar sem það fór saman að hafa allt of margar skepnur og nauðbeita land og alveg ótrúlega illa gekk fyrir yfirvöld að beita neinum úrræðum gegn þessu.

Einkum eru lítil sem engin úrræði gegn því að ofbeita og fara illa með land.

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er í mannréttindakaflanum ákvæði um dýravernd og er það líkast til nýmæli í stjórnarskrám. En með því að hafa slíkt í stjórnarskrá er hnykkt á nauðsyn þess að sjá til þess í almennum lögum að tryggja þau mannréttindi sem felast í því að fólk geti verið sátt við það hvernig farið er með dýr.


mbl.is Kindum lógað vegna vanfóðrunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, ég hef fylgst með blogginu þínu frá byrjun og er löngu orðinn sannfærður um að þú vitir allt um allt miklu betur en allir aðrir. Það hlýtur að vera skelfingarinnarlega gott að vera svona gáfaður !! Þú getur allveg orðið forseti ennþá þó svona margir hafi orðið á undan þér að tilkynna framboð. Sumt af þessu liði veit kannske sumt um sumt en þú veist allt um allt.!! Ekki gefast upp, bjóddu þig fram sem forseta, þú samdir nú heila stjórnarskrá aleinn, eða þannig !!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hafþór (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 20:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er skelfilegt til þess að vita, hvað yfirvöld virðast vanmegnug og óburðug til að taka á illri meðferð á dýrum. Fréttir af svona málum eru nánast árlegur viðburður og oft því miður af ítrekuðum brotum sömu manna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2012 kl. 23:13

3 identicon

Það er sjálfsagt að grípa inn í þegar um svona vanfóðrun og illt atlæti er að ræða á dýrum, hvar sem er og af hverjum sem er.  Hitt er annað mál að eitthvað hlýtur að vera að hjá fólki sem svona gerir. Ekki þætti  mér ólíklegt að a.m.k. í einhverjum tilfellum sé um svarra þunglyndi að ræða. Ástandið var einmitt mjög erfitt á bændum fyrir austan í fyrra af náttúrunnar hendi og ekki bæta stjórnvöld úr varðandi þá sem skulda. Kanski að menn ættu ekki bara að benda fingri og semja fleiri reglur um aðbúnað skepnanna heldur líka að huga að því að hjálpa fólkinu?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 07:51

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í núgildandi lögum um dýravernd frá 1994 er eftirfarandi ákvæði (19.gr.):

„Brot gegn lögum þessum eða reglugerðum, sem settar eru með stoð í þeim, varða sektum eða fangelsi allt að einu ári. Ef brot er stórfellt eða ítrekað getur það varðað fangelsi allt að tveimur árum“.

Þá segir í 20. gr. sömu laga:

„Hafi maður gerst sekur um stórfellt eða ítrekað brot á lögum þessum eða reglugerðum, sem settar eru með stoð í þeim, má svipta hann með dómi heimild til að hafa dýr í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti“.

Heimild:

http://www.althingi.is/altext/117/s/0679.html (Lög)

http://www.althingi.is/altext/117/s/0072.html (Frumvarp)

Lögin eru ótvíræð en það ber að fara eftir þeim. Því miður virðast skussar hér á landi komast upp með sitthvað misjafnt. Njóta þeir sérstakrar verndar hvort sem þeir hafa fjárhagsbrot að baki eða hafa verið staðnir að illri meðferð dýra? Linkind gagnvart brotamönnum hvetur aðra til kæruleysis, yfirgangs og lögbrota.

Ljóst er að refsiramminn er mjög ljós, það þarf að beita þessum lögum, „öðrum vondum skálkum til alvarlegrar aðvörunar“ eins og segir í gömlum dómi frá 18. öld.

Sjá einnig: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1237295

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 1.5.2012 kl. 11:24

5 identicon

Er þetta skepnuskapur? Nei, líklega ekki.

En hér fyrir neðan er homo sapiens-skapur.

http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&NR=1&v=pfn-G_AjvlQ

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 12:13

6 identicon

Þetta hefur lengi verið mitt uppáhalds 1. maí song.

http://www.youtube.com/watch?v=8Y9q6wBCd9o

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband