Ekki alltaf sjálfgefið.

Það verður endalaust hægt að hvenær sameining ráðuneyta og ríkisstofnana er til góðs og hvenær jafnvel ekki.

Kosturinn við sameiningu virðist liggja í augum uppi varðandi það að einfalda starfsemina og minnka yfirbyggingu.

En að mörgu leyti eru viðfangsefni stjórnsýslunnar í nútíma þjóðfélagi ekkert svo miklu minni hjá litlum þjóðum en stórum vegna þess að oft eru skipulagið og einstök atriði í frumskógi reglugerða og laga svipuð, þótt fólkið, sem þær nái yfir sé miklu færra.

Síðan geta verið takmörk fyrir því hve mikið einn ráðherra á að sýsla með og má jafnvel segja, að því fleiri verkefni sem heyra undir hann, því verra verði fyrir hann að setja sig inn í einstök mál.

Af því leiði að inni í kerfinu myndist ástand þar sem kerfisfólk leikur lausum hala í trausti þess að ráðherrann og ráðuneytisstjórinn muni aldrei hafa tíma né tækifæri til þess að láta til sín taka.

Ráðherrarnir í ríkisstjórnum allt fram undir miðja síðustu öld voru 3-5 og virtust komast bærilega yfir verkefni sín. Smám saman fór þeim fjölgandi og voru orðnir 12 þegar mest var.

Af því drógu margir þá ályktun að ráðherrafjöldinn væri eingöngu til kominn vegna þess að það þyrfti að umbuna nógu mörgum flokksgæðingum.

Þegar báknið hefur þanist út hefur það eðliega verið vinsælt meðal kjósenda að berjast fyrir fækkun ráðuneyta og ráðherra.

Ljóst er að þeir geti verið of margir en einnig hljóta að vera takmörk fyrir því hvað þeir geti verið fáir.

Einhvers staðar þarna á milli liggur lína.  

Það verður að muna, að ráðherrarnir eru einu starfsmennirnir í ríkisbákninu sem sækja völd sín til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar.

Aðrir starfsmenn eru þarna án þess að Alþingismenn fái við þeim hreyft.

Eftir því sem reglugerðafrumskógurinn verður stærri og flóknari og kerfið þar með er hættara við því skaðlegt smákóngaveldi geti myndast inni í því sem enginn geti ráðið við, þrátt fyrir reglur um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.  

Og eftir því sem ráðherrarnir verða færri á hver þeirra um sig erfiðara með að láta til sín taka af þeirri einföldu ástæðu að möppudýrin geta í krafti áratuga reynslu og uppbyggingar á flóknu kerfi rekið ráðherrann á gat þegar hann vill beita sér.


mbl.is Breytt stjórnarráð samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Og eftir því sem ráðherrarnir verða færri á hver þeirra um sig erfiðara með að láta til sín taka af þeirri einföldu ástæðu að möppudýrin geta í krafti áratuga reynslu og uppbyggingar á flóknu kerfi rekið ráðherrann á gat þegar hann vill beita sér."

Bullshit!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 19:02

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gleymist ekki furðuoft að við erum aðeins 300.000. Hvað þarf svona örþjóð marga ráðherra? Getur verið að spillingaöflin vilji hafa ráðherrana sem flesta? Það auðveldar t.d. stjórnarmyndun tveggja flokka þar sem gagnkvæm tortryggni er allsráðandi gagnvart hvor öðrum.

Megum við biðja fremur um vinstri stjórn þar sem gagnkvæmt traust er ríkjandi og markmiðið að koma okkur út úr þeim efnahagsvandræðum sem hægri menn komu okkur í?

Er ekki annars hættan frá hægri? Vill nokkur taka minnstu áhættu að velja íhaldið hvort sem er „sjálfstæða“ íhaldið eða það sem kennir sig við einhverja „framsókn“?

Höfum hugfast og í heiðri: Allt er betra en íhaldið!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 11.5.2012 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband