"Bauhausheilkennið" nær nýjum hæðum.

Ef Íslendingar halda áfram í heilt ár að versla í Bauhaus í hverri viku eins og þeir gerðu fyrstu vikuna kaupa þeir fyrir 50 milljarða, hærri upphæði en nýja ofursjúkrahúsið, sem menn sundlar við að reisa, á að kosta.

Og hvað er það sem var svona mikið nýjabrum eða fágæti sem var keypt?  Grill, garðhúsgögn, pallar og garðvörur. Rétt eins og þessar vörur hafi hvergi verið til áður.

Ekki hafa verið færðar sönnur á að þessar vörur hafi verið neitt ódýrari í Bauhaus eða mikið öðruvísi en í hinum stóru verslununum, sem selja þessar vörur.

Í bullandi kreppu þegar fólk dregur varla fram lífið samkvæmt daglegum fréttum og ekki eru til peningar til eins eða neins, spretta þessir fjármunir allt í einu upp eins og hraun í eldgosi.

Ef söluandvirðinu bara í eina viku er dreift á íslenskar meðalfjölskyldur koma hátt í 5 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í landinu, eða 250 þúsund krónur yfir árið, bara í einni verslun ef salan verður áfram jafn lífleg.  

Ég bloggaði í vikunni um Bauhaus-heilkennið sem ætti sér langa hefð í íslenskri sögu vegna stopulla tækifæri til að ná í ákveðnar vörutegundir á eyju þar sem oft liði langur tími á milli þess að þær bærust til landsins.

En mig óraði ekki fyrir því að þessi hluti heilkennisins, þessi yfirgengilega kaupgleði, gæti blómstrað svona í miðri kreppunni.  Þarna virðist stór hluti heilkennisins hafa náð nýjum og óvæntum hæðum.

Skýringin gæti reyndar verið sú að stór hluti landsmanna eigi nóga peninga meðan tugþúsundir berjast í bökkum.


mbl.is Keyptu fyrir milljarð í Bauhaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nóg til af fjármagni í þessu þjóðfélagi. Þetta er bara spurning um að hnika því eilítið. Til hagsbóta þeim sem ekki hafa svo mikið af því. En það þola Íslendingar ekki. Halda sig alla höfðingjasyni. Í beinan karllegg frá Agli, Gretti, Gunnari og öllum hinum "hetjunum". Og hvað varðar slíka höfðingja um aðra?

Þess vegna reit Halldór Laxness "Sjálfstætt fólk". Tekur þjóðina sennilega næstu árþúsundin að fatta um hvað sú saga snýst.

Þetta er heilkenni þjóðarinnar. Óþarft að kenna það við einhverja verzlun.

Íslendingar eru klikkaðir. Punktur!

Badu (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 02:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú gætir prófað að skrifa allt í hástöfum Ómar og nota mikið af spurningarmerkjum og upphrópunarmerkjum í löngum bunum. Það gæti verið áhrifaríkara. Svo er líka mögulegt að hringja í útvarp Sögu og lesa þetta upp þar á háa C-inu.

Hér hefur verið heimsmet í samdrætti í verslun og það svo að við erum sennilega eina landið með jákvæðan viðskiptajöfnuð ár eftir ár á þessari kúlu.  Þegar kjarakaup bjóðast eins og opnunartilboð á efni, þá lætur fólk slag standa. Það er vor og dytta þarf að. Flest hefur rekið á reiðanum í umhverfi fólks í 4 ár eða meir. Þú lætur eins og heimurinn sé að fara og níðir samlanda þína eins og þeir væru einhverjir vitfirringar. Ert þú kannski einn þeirra sem styður flatskjárkenninguna um hrunið?  Hvað gengur eiginlega að þér?

Það er svo rétt að benda þér á að litlar byggingavöruverslanir víða um land notuðu tækifærið til að kaupa inn fyrir sumarið vegna þess að einokunnarbyrgjarnir Íslensku bjóða hærra heildsöluverð en útsöluverðin í Bauhaus.  

Jón Steinar Ragnarsson, 12.5.2012 kl. 04:42

3 identicon

Jón Steinar er með þetta. Og það er vor. Meiriparturinn af nefndum vörum selst á mjög afmörkuðum tíma.

Sjálfur þarf ég að skreppa í Húsasmiðjuna á eftir....

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 08:06

4 identicon

Ómar - það er engin ástæða til að trúa þessari tölu frá forstjóra Bauhaus. Hann segir í sömu frétt að 20 þúsund manns hafi komið í verslunina, sem þýðir að hver einasti kjaftur hafi verslað fyrir 50 þúsund krónur - menn, konur og börn. Semsagt, að 4 manna fjölskylda hafi verslað fyrir 200 þúsund krónur. Samt sá maður fólk aðallega vera að kaupa orkídeur fyrstu helgina.

Kannski kann Bauhaus forstjórinn bara ekki að reikna. Ekki tel ég ástæðu til að vera með æsing út af þessari fullyrðingu hans, hún er pottþétt tóm steypa.

Halldór Á (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 15:32

5 identicon

,,Það er svo rétt að benda þér á að litlar byggingavöruverslanir víða um land notuðu tækifærið til að kaupa inn fyrir sumarið vegna þess að einokunnarbyrgjarnir Íslensku bjóða hærra heildsöluverð en útsöluverðin í Bauhaus.  "

Heyrðu nafni,  verður ekki bara tekið ,,Bónus trikkið" á þetta ?

Sama verðu um allt land !  Og, hver borgar ?  Guð almáttugur ?

Auðvitað borgar kúnninn í þéttbýlinu !  

Við eigum að fagna allri heiðarlegri samkeppni !

Annars er það þannig að í verslunarrekstri virðist ekki vera til heiðarlegur einstaklingur til !!!

Öll andlitin sem ráku eitthvað fyrirtæki fyrir hrun eru öll enn að, með milljarða niðurfellingar skulda, og segjast enn vera að gera allt fyrir kúnnan !!!

JR (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 23:06

6 identicon

Tek undir með Jóni Steinari.  Afskaplega vanhugsuð grein hjá þér Ómar.

JR, þú ert ekki að borga krónu undir landsbyggðarmenn þótt sama verð sé um land allt.  Kostnaður við reksturs húsnæðis er miklu lægri út á landi þar sem kaupverð húsnæðis eða leiga er miklu lægri, laun eru yfirleitt lægri, opnunartími miklu styttri auglýsingarkostnaður mikið minni og þetta allt gerir meira en svo að það yfirvinni flutningskostnað sem er yfirleitt um 10kr á kíló.  Flutningskostnaður á lambalæri sem selt er út úr búð á 4.000 kr er þá um 20-25 kr ef um feitt og stórt læri er að ræða.  Þú getur því sofið rólega yfir því að þú sért að niðurgreiða matvörur ofaní gráðugt landsbyggðarpakkið. Sama pakk og stendur undir 70-80% af gjaldeyrisöflun Íslendinga.

Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband