12.5.2012 | 19:52
Milljónir hermanna "týndust".
Flugmaðurinn á herflugvélinni sem týndist fyrir 70 árum og fannst aftur núna, er á skýrslum frá stríðinu skráður "týndur" (missing).
Milljónir hermanna "týndust" í styrjöldinni. Til eru skrár eða áætlanir um það hve margir fórust í bardögum eða dóu af sárum sínum (killed in action) en nöfn hinna sem "týndust" voru ekki á þeim listum heldur var yfirleitt gefið upp hve marga hermenn viðkomandi land missti yfir í fangelsi óvinanna eða hreinlega "týndust" og komu aldrei fram.
Þessi tala týndra og tekinna til fanga var oft hærri en tala þeirra sem féllu.
Sem dæmi má nefna aðeins 5 þúsund af rúmlega 300 þúsund hermönnum í 6. her Þjóðverja, sem beið ósigur í orrustunni um Stalíngrad, komu aftur í leitirnar.
Hinir annað hvort féllu í Stalíngrad eða voru teknir til fanga (mikill meirihluti) og komu síðan aldrei fram eftir það.
Fannst grafin í sandi eftir 70 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
MIA, - "Missing in action". KIA, "Killed in action".
Annars er þetta magnað, og nú skal ég koma með smá innlegg sem þessu stendur nærri.
Einn góðan haustdag 1942 var Íslendingurinn Þorsteinn E. Jónsson á flugi nálægt Annaba í Alsír, - svæðið var nefnt "Bone". Þar var Bresk bækistöð og flugvöllur.
Þar gómaði hann óvinavél, - Me-109, og náði að skjóta mótorinn í stopp. Flugmaðurinn magalenti á vellinum, og var tekin höndum. Þeir hittust og kynntust. Þjóðverjinn afhenti Þorsteini skambyssu sína og óskaði honum góðs gengis. Þessu er vel greint frá í ævisögu Þorsteins.
Það sem ekki kemur fram fór milli mín og Steina. Hann sagði mér að þeir þurftu m.a. að deila tjaldi, og að þetta voru nokkrir dagar sem sá þýski þurfti að vera svona "gestur" hjá flugmönnum RAF, þar sem enginn landher eða þjonustulið var komið að Bone, - fallhlífarlið hafði rekið Þjóðverja á brott og svo farið, svo komu flugmennirnir á sínum Spitfire vélum, - það var til bensín, skotfæri, smá herfang (m.a. skotfæri), tjöld, einhverjir rifflar, og búið.
Eftir nokkra daga kom svo "jarð-liðið" og fanginn var fluttur á brott. Að sögn Steina var ekki laust við hálfgerðan söknuð þegar sá Þýski fór, - hann þurfti jú að búa hjá þeim, og reyndist hinn almennilegasti náungi. Ungir menn með sama áhuga, - flug.
Fyrir 13 árum eða svo fór ég að reyna að hafa uppi á flugmanninum Þýska, - Steina hefði afar mikið langað til að hitta hann.
Leitin er enn árangurslaus, en ekki lokið. Ég hef dagsetningu frá Steina, en enga samsvarandi dagsetningu frá hlið Þjóðverja sem varðar tap á flugvél.
Jón Logi (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 23:32
Í minni helstu handbók um stríðið er þetta ekki "missing in action" heldur aðeins "missing."
Hins vegar er hin skilgreiningin: "Killed in action or dying from wounds."
Ómar Ragnarsson, 13.5.2012 kl. 00:57
Það mun vera rétt, þessar skammstafanir eru yngri. Hvað ætli AWOL og WIA séu annars gamlar?
Svo maður bæti aðeins á bókhald LW, þá töpuðust margar vélar og það er lítið til um hvar það var. Á þessum tíma, þegar Túnis var að falla, sendu þeir vélar FRÁ Stalingrad til N-Afríku.
Það eru til skýrslur og frásagnir bandamanna megin frá um FW-190 vélar þar, en Þýskar skýrslur segja ekki svo. Og ekki fyrir margt löngu fannst JU-87 vél í Miðjarðarhafi, - þýskar skýrslur kváðu hana vera í Stalingrad. Flakið er nú á safni, og ég gat ekki betur séð en að það væri búið að klessa á hana brúnum lit.
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.